Þjóðmál - 01.12.2013, Side 97

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 97
96 Þjóðmál VETUR 2013 ekki nema helmingurinn af leiðinni í gegnum Miðjarðarhaf, um Súez-skurð, Rauðahaf og Indlandshaf . Heim skauta- leiðin er 20% styttri en ef siglt er með strönd Rússlands, auk þess þarf ekki að greiða Rússum siglingagjöld eða fara að reglum þeirra um fylgd ísbrjóta sé hún farin . Olía er enn sem komið er sýnd veiði en ekki gefin og ljóst að við erum ekki í fyrsta sæti, þegar kemur að vali á staðsetningu fyrir umskipunarhöfn, þótt þróunin í þeim efnum gæti orðið okkur hagstæð . En fleira kemur til . Heiðar segir: Hagkvæmt er að þróa ýmsa grunn- þjónustu á Íslandi á þann veg að hún þjóni Norður-Atlantshafssvæðinu öllu og ekki sízt Grænlandi . Nægir þar að benda á heilbrigðisþjónustu . Hún er öflug og á heimsmælikvarða á Íslandi, að ná sambærilegum árangri á Grænlandi er ekkert áhlaupaverk og heilbrigð skynsemi segir að betra sé að flytja sjúkling frá Grænlandi til Íslands en Danmerkur . Og bókarhöfundur bendir á fleiri tækifæri til að veita Grænlendingum þjónustu við þá miklu uppbyggingu, sem þar er fram undan: Greenland Connect heitir fjar skipta sæ- strengurinn, sem tengist Danice-strengn- um á Íslandi og liggur síðan í hafi til Ný- fundnalands í Kanada . Um 52 þúsund manns eða 92,3% Grænlendinga hafa aðgang að neti og landslénið er .gl . Reka má þjónustu við upplýsingakerfi, bókhald og öll aðföng í rekstri á Grænlandi frá Íslandi . Þar eru fyrirtæki, starfsfólk og vöru hús, sem veita fyrirtækjum og opin- berum aðilum alhliða þjón ustu . Ísland getur orðið þungamiðja í slíkri starf semi á Norðurslóðum . Hér hefur einungis verið stiklað á stóru í þessari athyglisverðu og upp lýsandi bók . Í raun og veru er að finna í texta hennar verkefnaskrá fyrir stjórn völd á Íslandi til þess að fara eftir og fylgja eftir til þess að tryggja hlutdeild okkar sem þjóðar í uppbyggingu Norðurslóða . Annar kjarni þessarar bókar eru hug leiðingar höfundar um efnahagsmál á Íslandi fyrir og eftir hrun og ýmsa grundvallar þætti þeirra svo sem gjaldmiðilsmál . Heiðar Guðjónsson hefur um nokkurt skeið verið talsmaður þess að við Íslendingar tökum einhliða upp annan gjaldmiðil, t .d . Kanadadollar . Þótt rök semdir hans hafi ekki sannfært þann lesanda, sem þennan texta skrifar er engu að síður ljóst að þær hugmyndir ber að ræða á annan veg en þann að um sé að ræða hugdettur nokkurra sérvitringa . Bók Heiðars Guðjónssonar um Norður- slóðir er einhver mikilvægasta bók, sem hér hefur komið út um þjóðfélagsmál á seinni árum . Þar talar fulltrúi nýrrar kynslóðar á þann veg að hugmyndir hans og framtíðarsýn kalla á ítarlegar umræður hér heima fyrir . Ætli margir Íslendingar hafi t .d . áttað sig á þeirri sérstöðu lands okkar sem bókarhöfundur lýsir á þennan veg: Hnattstaða Íslands veitir þjóðinni ein stakt forskot . Golfstraumurinn gerir veðr át- tuna þar auk þess mun skaplegri en á álíka norðlægum svæðum . Mesta sér staðan felst þó í hinum íslausu höfnum . Þessi aðstöðumunur jafnast á við ein okunar- aðstöðu . Íslendingar búa við fram úr skar- andi aðstæður og verða að nýta þær . Það er kominn tími til að fleiri komi að stefnumörkun Íslands í málefnum Norð- urslóða en embættismenn og sér fræðingar . Höfundur þeirrar bókar, sem hér hefur verið fjallað um, er einn þeirra, sem þjóðin á að kalla til þeirra verka .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.