Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 15

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 15
FÉLAGSBRÉF 13 en eðlismun að ræða eftir námsgreinum eða viðfangsefnum, að minnsta kosti innan hugvísinda. II Ef mér væri gert að nefna átta af mestu íslenzku nafngreindu ljóðskáld- um látnum, yrðu þar helzt fyrir valinu Egill Skallagrímsson, séra Hall- grímur Pétursson, Bjarni Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Grímur Thom- sen, séra Matthías Jochumsson, Stephan G. Stephansson og Einar Benedikts- son. Vitaskuld má um valið deila, og ýmsir munu vera þar nokkuð ann- arrar skoðunar, þótt varla geti þar skeikað miklu, miðað við þessa tölu. En hér er einkum tvennt athyglisvert. Sex þessara átta miklu ljóðskálda eru frá 19. og 20. öld, og eru samt ótalin þau, sem nú eru á lífi. Þar er þó þess að gæta, að hér komu ekki til álita ónafngreind skáld Eddukvæða og Sólarljóða. En í annan stað eru tvö af fyrrnefndum öndvegisskáldum prestar (séra Hallgrímur og séra Matthías) og tvö lögfræðingar (Bjarni Thorarensen og Einar Benediktsson). Það kom mér nokkuð á óvart, þegar ég gerði mér þess ljósa grein, hve lögfræðingar koma mikið við bókmenntir okkar og einkum skáldmenntir, og svo kann fleirum að fara, og því skal það hér rifjað lítillega upp, — enda hefur lögfræði lengstum verið kennd til flests fremur en skáldskapar. Orðið lögfræðingur eða lagamaður verður hér tekið í víðustu og frjáls- ustu merkingu: maður, sem annaðhvort hefur stundað laganám eða laga- störf eða hvort tveggja. Saga próflærðra íslenzkra lögfræðinga tekur að- eins yfir níu síðustu aldarfjórðunga, hinn fyrsti þeirra lauk prófi við Kaupmannahafnarháskóla 1736. Þaðan hafa 218 íslendingar lokið lög- fræðiprófum, minni og meiri (35 svokölluðu dönsku lagaprófi, sem var minna háttar, og 183 fullkomnu lagaprófi). — Lagaskólinn íslenzki tók til starfa 1908, en þar tók aldrei neinn próf, því að hann varð deild í Háskóla Islands við stofnun hans 1911, og voru fyrstu lögfræðipróf hér- lendis tekin 1912. Nú, á hálfrar aldar afmæli Háskóla íslands, hafa braut- skráðst þaðan 436 lögfræðingar. Alls hafa því nú lokið háskólaprófi í lög- fræði 654 íslendingar á síðustu 225 árum. — En saga íslenzkra laga- Utanna nær yfir meira en þúsund ár, eða frá því er ÍJlfljótur tók að vinna aÓ fyrstu löggjöf íslendinga. Þessum stutta þætti er ekki ætlað að vera neitt yfirlit, heídur lauslegt ^sematal til ábendingar og upprifjunar — og þó mörgu verðugu sleppt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.