Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 22

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 22
20 FÉLAGSBRÉF og kulda, og í sumum erfiljóðum hans eru fágætlega djúpstæðar mann- lýsingar og eðlisskýringar. I nokkrum hinna stórfenglegustu (um Sæmund Magnússon Hólm og Odd Hjaltalín) eru settar fram almennar fullyrðingar, gefnar forsendur, en síðan dregnar af þeim ályktanir til einstaklingsins, sem um er ort. Ég hef stundum velt því fyrir mér, hvort lögfræðingurinn kynni að eiga hér einhvern hlut að máli — hlut að skáldskaparmáli. Annað rómantískt stórskáld okkar, Grímur Thomsen, hóf laganám að föðurráði, en hvarf brátt frá því til fagurfræða og bókmennta og lauk í þeim efnum æðstu lærdómsstigum. En störf hans í utanríkisþjónustu Dana og stjórnarráði voru að nokkru leyti lögfræðilegs eðlis, og að þeim lokn- um tók hann aðallega að sinna skáldskapnum hér heima á Bessastöðum. Hinn rómantíski ástamaður og frelsis- og ástaskáldið Gísli Brynjúlfsson,. síðar dósent, byrjaði líka á laganámi, en hætti því fljótt: Leiðr er eg á lögum, — orti hann,-------leiðr á öllu utan íslendingasögum. ★ Hér sem víða annars staðar var þjóðleg vakning tengd rómantísku stefn- unni. Steingrímur Thorsteinsson kvað eitt sinn hafa sagt: „Baldvin Einars- son var dagsbrúnin, Fjölnir morgunroðinn, en Jón Sigurðsson var sólin sjálf.“ Laganeminn og síðar lögfræðingurinn Baldvin Einarsson var útgef- andi Ármanns á Alþingi, sem var brautryðjandi um endurreisn Alþingis og undanfari Fjölnis, fyrsta bókmenntatímarits fslendinga. En það voru þrír „studiosi juris“, sem stóðu undir boðsbréfinu að Fjölni, þeir Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason og Jónas Hallgrímsson — en guðfræðingurinn Tómas Sæmundsson gekk litlu síðar í félagsskapinn. — Af „lögfræðinem- unum“ þremur lauk aðeins einn prófi, Brynjólfur, en Konráð og Jónas hafa litla og skamma stund á lögin lagt, ortu þó eitt sinn á fyrri Hafnar- árum sínum gamansama afmæliskveðju til Brynjólfs: Við, sem annars lesum lögin og lítil höfum vængja-slögin, opna gerum hróðrar-hauginn, o.s.frv. En „sólin sjálf“ í fyrrnefndri líkingu, „stúdent Jón Sigurðsson“, sem Danir nefndu stundum svo, var vissulega álíka mikill sagnfræðingur, bók- menntafræðingur og lögfræðingur, og enginn fslendingur hefur gert þau efni eins arðbær þjóðlífinu. Svo að vikið sé aftur að skáldmenntum, þá gerði eina fyrstu tilraunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.