Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 37

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 37
FÉLAGSBRÉF 35 — Gott kvöld, segir maðurinn. Þjónninn lítur upp og virðir manninn fyrir sér, áður en hann svarar. — Gott kvöld, segir svo þjónninn, tónlaust. Þeir horfa hvor á annan rétt sem snöggvast. Þjónninn kannast við mann- inn, það er gesturinn, sem hann hefur afgreitt þrisvar sinnum í kvöld. Honum finnst þetta ekkert undarleg tilviljun, hann víkur til hliðar og ætlar að halda áfram, en hikar þó. Gesturinn er rólegur, hann tekur upp gullslegið vindlingaveski, og býður þjóninum reyk. — Ég reyki ekki, takk. — Þér eruð þá svona mikill reglumaður, segir gesturinn. — Mér þykir það ekki gott — og það er mér nóg. — Einmitt, segir gesturinn og er nú vingjarnlegri. Við höfum víst sézt áður, heldur hann áfram. Það örlar fyrir brosi á vörum hans. — Já — í kvöld þrisvar. — Alveg rétt, segir gesturinn, þér kannist þá við mig, já svona eins og það almennt er kallað. — Yður, segir þjónninn, og horfir á gestinn, þér gerðuð mér einu sinni greiða, mér og kærustunni minni, og ég borgaði þann greiða. Eða var það ekki svo? — Rétt er það, ég minnist þess, þér borguðuð vissulega. Það er að segja, að svo miklu leyti sem hægt er að meta slíkan greiða, eins og þér kallið það, til peninga — en það er önnur saga. — Jæja þá, en ég borgaði það sem þér settuð upp. — Mikil skelfing — góði maður — þér hafið borgað það — það er önnur saga. Án þess að mælast við, ganga þeir spölkorn, þá segir gesturinn. — Ég á skemmtilegan vínskáp heima, þér eruð vænti ég ekki bindindis- maður? — Nei, ekki er nú svo vel. — Þér hefðuð kannske gaman af því að koma heim til mín, og fá yður einn gráan? — Ég er þreyttur, og ekki vel frískur, svo ég veit varla. — Þér hvílizt og hressizt — mér þætti gaman að spjalla við yður. — Kannske að ég slái til — litla stund. — Það lízt mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.