Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 17
FÉLAGSBRÉF 15 alþýðumenn, en höfuðritin og mikið af merkasta kveðskapnum samt eftir Jærða menn — og þá einkum klerka. Tvö af beztu skáldum 16. aldar eru þó sýslumenn, bræðurnir Magnús prúði Jónsson og Staðarbóls-Páll. Báðir hlutu þeir ágætustu menntun, inn- lenda og erlenda. — Staðarhóls-Páll er með sérstæðustu mönnum í sögu okkar og gott skáld. í tveimur fallegum kvæðum þessa mikla ástamanns er brugðið upp náttúrumyndum í táknskyni, þar sem ástmærin og mannlífið eru höfð í huga. í þessum myndlíkingum gætir öllu skýrari áhrifa frá suðrænum kveðskap en fyrr er að finna í kveðskap okkar. — Frá hendi eldra bróðurins, Magnúsar prúða, liggja einu heimspekiþýðingar íslenzk- ar frá siðskiptaöld, þótt ekki yrðu prentaðar, en hann var einnig gæddur skapandi gáfum. Pontusrímur hans eru með persónulegustu og merkustu rímum, sem til eru, einkum mansöngvarnir. Magnús fékk ekki lokið þeim, en það gerði Jögréttumaður einn á 17. öld, Pétur Einarsson á Ballará. Pontusrímur eru nú í þann veginn að koma út á vegum Rímnafélagsins. Eitthvert læsilegasta og nýstárlegasta kvæði frá upphafi 18. aldar er eftir óskólagenginn lagamann, Tímaríma Jóns Sigurðssonar, sem var um skeið lögsagnari (þ.e. umboðsmaður sýslumanns) og líka sýslumaður. í andlegri fábreytni þessara tíma hafði þó m.a. borizt hingað þýzk nýlunda, að vísu ekki sérlega háreist, svokallaður gróbíanismus, sem var fólginn í eins konar siðfræðilegum öfugmælum í skop- og ádeiluskyni. Með þessi áhrif er farið á sjálfstæðan hátt í Tímarímu, þar sem persónulegt tilefni er hafið' upp á altækara svið í formi dæmisögu og á efni haldið á hnyttilegan og hittinn hátt. Eitt helzta skáld okkar annað um og upp úr 1700 er einnig lagamaður og miklu víðkunnari, Páll Jónsson Vídalín. Hann var að vísu guðfræðing- ur að menntun og um skeið Skálholtsrektor. En nokkur hluti af störfum jjeirra Árna Magnússonar í jarðabókarnefndinni var lögfræðilegs eðlis —- og reyndar það, er einna sízt skyldi, ákæruvaldið, og átti Páll síðan í erjum og málaferlum til æviloka. Hann var lögfræðilegur embættismaður í 30 úr, varð sýslumaður, fyrstur manna varalögmaður (1697) og loks lögmaður. Hann er álíka merkilegur sem skáld og fræðimaður. Skáldgáfu sinni fann hann að vísu sjaldnast verðug viðfangsefni fremur en lífi sínu verð- ugt takmark, orti mestmegnis tækifæriskveðskap — þegar þýðingar eru frá laldar, — og hann einn meðal heldri skálda okkar er fyrst og fremst lausavísnaskáld og hefur ort fleiri góðar stökur en nokkur einn maður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.