Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 21
FÉLAGSBRÉF 19 lenzkri óðfræði (poetik) á 18. öld ásamt kvæðabókarformála Eggerts Ól- afssonar (sem var ekki prentaður fyrr en 1832), en þar gera þeir grein fyrir smekk sínum og skoðunum á skáldskap og kveðskaparstíl, þótt hér sé ekki tóm til að skýra nánar frá því. En víkjum aftur að landsyfirréttinum. Með lionum féllu niður lögmanns- embættin, en fyrstur lögmaður var, sem fyrr segir, Sturla Þórðarson, hinir síðustu Magnús Stepliensen og Gröndal, svo að ærið er lögmannsdæmið tengt bókmenntunum við uppliaf sitt og endi. Þeir Magnús Stephensen og Grön- dal fylgdu svo báðir umskiptunum frá lögmannsdæmi til landsyfirréttar. Hann var miðdómstigið og hið æðsta innanlands, sem fyrr getur, dómskot mátti þá gera í sumum málum til hæstaréttar í Kaupmannahöfn. En dóm- stig okkar voru þrjú allt frá stofnun fimmtardóms hins forna og til stofn- unar Hæstaréttar íslands, — tvö fyrr og síðar. Lítum nánar á skipan lands- yfirréttar fyrsta aldarþriðjunginn. Dómarar voru þrír. Dómstjóri var sem sagt Magnús Stephensen — þá mestur bókagerðarmaður á íslandi eftir daga Guðbrands biskups Þorlákssonar — og meðdómendur frá upphafi ís- leifur Einarsson — sem m.a. þýddi Postulasöguna fyrir útgáfur Hins íslenzka biblíufélags — og Benedikt Gröndal til 1811, en þá tók við störfum hans Bjarni Thorarensen. Og Bjarni fékk fyrstu kvæði sín birt í tímariti Magn- úsar, þótt lengstum væri fátt með þeim, enda yfrið ólíkir, Magnús fylgj- andi nýrri og mildari stefnu í hegningarmálum, en gamalli og deyjandi menningarstefnu, upplýsingunni, — Bjarni fylgjandi eldri og strangari refsistefnu, en nýlegri bókmenntastefnu, rómantíkinni. — En 1833 hurfu báðir úr landsyfirrétti, Magnús, er lézt það ár, og Bjarni, sem varð þá amtmaður nyrðra. Fram að þessu var meiri hluti réttarins því ærið bók- menntalegur, og þætti fréttnæmt, ef í hæstarétti okkar sætu nú helztu skáld okkar og bókaútgefendur. En landsyfirréttardómarinn og síðar amtmaðurinn Bjarni Thorarensen taldi sig alltaf embættismann fremur en skáld, og svo gerði samtíð hans einnig. Hann hafði tvítugur lokið lögfræðiprófi með mjög hárri einkunn og gortaði stundum af námsgáfum sínum, en sjaldan af skáldskap. Hann er þó næsta stórskáld okkar eftir Hallgrím Pétursson, og með honum hefst ný reisn bókmennta okkar, nýtt blómaskeið, sem staðið hefur óslitið síðan, þótt verið hafi með breytilegum hætti. Bjarni flutti hingað rómantísku stefnuna, hann er eitt fyrsta verulega ástaskáld okkar á síðari tímum, hann skynjar hér fyrstur skáldfegurð og tign auðnar og vetrar, hrikaleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.