Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 34

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 34
32 FÉLAGSBRÉF Það grípur hana ofsaleg hræðsla og löngun til þess að flýja. Hún reik- ar til baka og kemur fram á ganginn. Hún er á flótta, en örvilnan og hræðsla stöðva hana. Hún tekur eftir dyrum, sem á er letrað „prívat“. Hún tekur snerilinn, lxurðin er ólæst. Hún fálmar sig áfram og finnur slökkvarann. Ljós tendrast á litlum lampa. I þessari stofu eru öll húsgögn- in hvít. Hún kannast fljótt við sig, hér hefur hún komið áður. Já, þarna eru dyrnar fram í stærri stofu. þangað hafði hún fyrst komið, þegar hún kom með unnustanum forðum. Hún festir augun á stórum livítum skáp, sem hún gengur að og opnar. Þar eru ýmis áhöld og meðul. Úr öskju tekur hún nokkra skammta, svo skilur hún skápinn eftir opinn. Síðan reikar hún burt, út á ganginn og áfram inn í stofuna aftur. Hún tekur kampavíns- flösku og hellir í glas. Brýtur upp skammtana, hvern af öðrum og lætur innihald þeirra hrynja niður í glasið. Vínið ólgar og freyðir. Hún ber glasið að vörum sér og teygar til hálfs úr því. Yfir hana kemur vitfirrings- kennd stundarfróun. Svo drekkur hún út úr glasinu. Óþekkt, fjarlæg og unaðskennd ró kemur yfir hana, tregablandinn fögnuður fyllir brjóst henn- ar. Hún svífur létt og dúnmjúkt á leið til unnusta síns. Hún er í vistlega, litla súðarherberginu hans. Hún þreifar höndum um höfuð sitt, og finniir að hárið er hálfstorkið í hnakkanum. En hún hirðir ekki frekar um það- Svo hallar hún sér út af á legubekkinn. Þegar gesturinn kemur út af veitingahúsinu, verður honum fyrst fyrir að hugsa um viðskipti sín við þjóninn. Það leikur bros um andlit hans, þegar hann minnist svips þjónsins. Já, það var eins og þegar hundi er gefið bein — vel vöndum hundi, hugsar hann. Hann er þó ekki ánægður, hann kemst að þeirri niðurstöðu að sér hafi mistekizt, honum verður nú ljóst, að tilgangurinn með þessurn ferðum niður í veitingahúsið hefur verið að láta þjóninn tala af sér, a þann hátt, að það réttlæti að einhverju leyti þær misgjörðir, sem hann er að fremja gagnvart honum. En það hefur alveg mistekizt. Gesturinn gengur mjúkum, næstum því óheyranlegum skrefum, siðasta spölinn að húsinu. Hann hefur sigrað, Bláeyg mundi eftir þetla yfirgefa þjóninn. Hann horfir upp, og það eru ljós í gluggunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.