Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 49
FÉLAGSBRÉF 47 aði hann bókina Ordeal, sem lýsti Eng- lamii eftir sprengjustríð, og var það furðu nákvæm lýsing a ástandinu, eftir heims- styrjöldina síðari. I bókinni No Highway lýsir luinn flugvélum, sem springa af málmþreytu, löngu fyrir Comet-slysin. — Það verður ekki sagt, að bókin Á strönd- inni. sé uppörvandi, þegar ]>etta er haft í huga. Still höfundar er mjög skýr, en ekki að sama skapi litríkur. Þýðendur hans •eiga því alltaf ú hættu að missa skýrleik' ann en halda litleysinu. Njörður P. Njarð- vik hefur þýtt þessa bók og tekizt lipur- lega. Hann fylgir þó stundum enska text- anum of fast eftir svo að þýðingarsvipur kemur berlega í ljós. Bókin er öll þægileg aflestrar, þó að tilþrifin séu ekki mikil. lljálpar þar mjög til, að höfundur þekkir efni sitt til fullnustu. Sem verkfræðingur þekkir hann, hvernig kafbátar, kappakst- ursbílar o.s.frv. vinna, og verður sagan öll trúlegri fyrir þetta. Það sem erfiðast er að fella sig við, or hið algera vonleysi. Höfundur skilur við alla dauða. Hann eygir hvergi und- ankomulcið. Enginn gerir tilraun til að bjarga sér eða öðrum. Engin umbrot verða í þjóðlífinu, meðan fólk bíð'ur dauð- nns. Enginn gefur sig skelfingunni á vald. Enginn fæst til að sigla kafbátnum sunn- >r á hnöttinn, þó að það þýddi lengra líf. Enginn krýpur og biðst fyrir. Er þetta trúleg lognmolla, þegar fólk stendur frammi fyrir dauðanum? Er það líklegt, að engar sviptingar ættu sér stað, okki einu sinni í sálarlifi einstaklinga? Er það liklegt, að allir vildu fremur fremja sjálfsmorð en deyja eðlilegum dauðdaga? Er ekki liklegra, að fólk liefði verið troðið ■andir við að reyna að' komast í kafbát- inn, þó að ]>að kannske þýddi aðeins nokkurra daga lif? Þessum spurningum verður hver að svara fyrir sig að' lestri bókarinnar lokn- uni. Að inenn eigi að lesa bókina tel ég ekkert álitamál. Þó ég sé ósammála ýmsu í bókinni, er hún ekki leiðinleg, og þó sú aðvörun, sem hún flytur, sé ekki eins skýr og bezt verður á kosið, fær hún fólk til að' hugsa. Idvað sem fær fólk til þess styð ég af heilum hug. Ólafur SigurSarson. Einar Asmundsson. Fjúkandi Iauf Ljód. 78 bls. Almenna bókafélagiö 1961. að þykir jafnan nokkrum tíðindum sæta er ný skáld kveða sér hljóðs. Slíkar bækur ber einnig að lesa af meiri varfærni og meiri athygli en aðrar bækur. Þá má vekja athygli á því að ljóðabækur eru yfirleitt lengur að eignast heimili í huga lesandans en skáldsögur. Eftir þau tiltölulega stuttu kynni sem ég hef haft af ljóð’um Einars Ásmundssonar virðist mér einna helzt mega greina þau í fjóra flokka þótt sú skipting geti að vísu engan veginn talizt alger. I fyrsta flokkinum ber að telja kvæði sem inér virðast persónulegri en önnur kyæði bókarinnar því ég hef einhvern veg- inn á tilfinningunni að þar liggi hugur skáldsins opnari fyrir lesendunum en ann- ars staðar. Þessi kvæði eru öll dapurleg og tregafull og þrungin svartsýni. Þau fjalla um dauðann, um ósigur veikburða manns andspænis lífinu, um „ævinnar hálf- kveðna ljóð, sem er ritað og geymt“ en ekki verður ort að nýju. Feigðin virðist sitja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.