Félagsbréf - 01.08.1961, Page 37

Félagsbréf - 01.08.1961, Page 37
FÉLAGSBRÉF 35 — Gott kvöld, segir maðurinn. Þjónninn lítur upp og virðir manninn fyrir sér, áður en hann svarar. — Gott kvöld, segir svo þjónninn, tónlaust. Þeir horfa hvor á annan rétt sem snöggvast. Þjónninn kannast við mann- inn, það er gesturinn, sem hann hefur afgreitt þrisvar sinnum í kvöld. Honum finnst þetta ekkert undarleg tilviljun, hann víkur til hliðar og ætlar að halda áfram, en hikar þó. Gesturinn er rólegur, hann tekur upp gullslegið vindlingaveski, og býður þjóninum reyk. — Ég reyki ekki, takk. — Þér eruð þá svona mikill reglumaður, segir gesturinn. — Mér þykir það ekki gott — og það er mér nóg. — Einmitt, segir gesturinn og er nú vingjarnlegri. Við höfum víst sézt áður, heldur hann áfram. Það örlar fyrir brosi á vörum hans. — Já — í kvöld þrisvar. — Alveg rétt, segir gesturinn, þér kannist þá við mig, já svona eins og það almennt er kallað. — Yður, segir þjónninn, og horfir á gestinn, þér gerðuð mér einu sinni greiða, mér og kærustunni minni, og ég borgaði þann greiða. Eða var það ekki svo? — Rétt er það, ég minnist þess, þér borguðuð vissulega. Það er að segja, að svo miklu leyti sem hægt er að meta slíkan greiða, eins og þér kallið það, til peninga — en það er önnur saga. — Jæja þá, en ég borgaði það sem þér settuð upp. — Mikil skelfing — góði maður — þér hafið borgað það — það er önnur saga. Án þess að mælast við, ganga þeir spölkorn, þá segir gesturinn. — Ég á skemmtilegan vínskáp heima, þér eruð vænti ég ekki bindindis- maður? — Nei, ekki er nú svo vel. — Þér hefðuð kannske gaman af því að koma heim til mín, og fá yður einn gráan? — Ég er þreyttur, og ekki vel frískur, svo ég veit varla. — Þér hvílizt og hressizt — mér þætti gaman að spjalla við yður. — Kannske að ég slái til — litla stund. — Það lízt mér.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.