Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 26

Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 26
24 Þóra Elfa Bjðmsson * I Suðurárbotnum I Hér hafa bílar farið hjá hlaðnir fólki í langferð sem það hefur valið sjálft af forvitni eða hverju? Hvað kemur þessu fólki til að þeysa með toginleit andlit augu sem einhvers leita handan við auðn og grjót að næsta áfangastað, án þess að kanna hvort hér muni fuglar eiga sér bústað. Og svona langar veiðistangir út um gluggann. Eigi eru lengur skuggar á þili. Hvað um spor forfeðranna? Það setur að mér ótta, er ég ein um að huga að slíku? * I Suðurárbotnum II Þeir sem efna til ófriðar við landið eins og til dæmis að fara á einum degi að sunnan um Sprengisand og Gæsavatnaleið í Dreka eiga sér enga hjartadrottningu úr móbergi, mosa og Ólafssúru. Engin ókleif hamrabelti enga lind sem kliðar í vamarleysi. Alls þarf að vitja tíl að njóta.

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.