Ljóðormur - 01.07.1988, Side 57

Ljóðormur - 01.07.1988, Side 57
55 Halldór tekst á við djúpan sársauka á þann hátt að sannfær- andi er. Bók hans er einungis fjórtán tölusettar síður. Síðu- fjöldi hefur ekki reynst góður mælikvarði á gæði ljóða. Svo er ekki heldur hér. Þ.H. * Ur byrginu Björn Garðarsson Hlustir. Gefiö út á kostnaö höfundar, Rvk 1988. Hlustir er fyrsta ljóðabók ljóðársins 1988 og auk þess fyrsta fóm höfundar, Bjöms Garðarssonar, til ljóðagyðjunnar. Aður hefur hann birt nokkur ljóð í Ljóðormi á síðasta ári. Hlustir bera þess glöggt vitni að Bjöm er að feta sig áfram í leit að eigin stfl. Margt fer honum ákaflega vel úr hendi, annað síður. Höfundur setur ljóðum sínum ákveðinn ramma: Fyrsta ljóð bókarinnar og það síðasta em staðsett í e.k. byrgi og leggja áherslu á einmanaleika og einangrun. Fyrsta ljóðið heitir / byrgi: „hér hefur aldrei verið glug^i / hér hefur aldrei verið hurð / og þvísíður NEYÐARUTGANGUR.“ Sögunni víkur enn að byrginu í síðasta ljóðinu og kemur í ljós að það er sjálfskaparvíti ljóðmælandans, flóttaleið frá veröld sem er bæði hörð og mjúk, full erfiðleika en einnig ævintýra. I byrginu er hins vegar „ . .. tíðindalaust / kyrrð- in ríkir og myrkrið / og kannski er gott að hvflast.“ Byrgið er þannig athvarf eða griðastaður þess sem þreyst hefur en veit innst inni að fyrr eða síðar yfirgefur hann þetta athvarf og tekst á við það sem bíóur hans fyrir utan, mjúkt og hart: ég horfi fram um öxl á framtíð mína sem bíöur þess handan gættar, að ég freisti útgöngu

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.