Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 61

Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 61
59 Comelis Vreeswijk, hinn ástsæli vísnasöngvari Svía lést skömmu fyrir síðustu jól í Stokkhólmi, aðeins fimmtugur að aldri. Raunar var Comelis Hollendingur að ætt og upp- mna en fluttist til Svíþjóðar tólf eða þrettán ára gamall. Comelis Vreeswijk gaf út allnokkrar ljóðabækur. Sú síð- asta þeirra kom úr fáum dögum fyrir dauða hans og nefn- ist Till Fatumeh. Snaranir þær sem hér birtast em allar úr þeirri bók. Eins og lesendur sjá er ein þeirra, „Af sjóumn- um fimm“ staðfærð. Astæða þess er upphaf Ijóðsins: „Vi var fem islandskarlar. Vi gick ut efter torsk.“ Wolfgang Schiffer, f. 1946. Þýskt ljóðskáld, búsettur í Köln. Schiffer er einkum þekktur fyrir ljóð sín en hann hefur einnig samið útvarpsleikrit og önnur prósaverk og er leik- listarráðunautur WDR-útvarpsins í Nordrhein-Westfalen. Hann hefur komið nokkmm sinnum úl Islands og var einn aðalhvatamaður að útgáfu sérheftis tímaritsins Die Horen sem birú mikið af íslenskum nútímabókmenntum í þýsk- um þýðingum 1986 og vakti góða athygli í Þýskalandi. Schiffer vinnur nú að því að láta þýða á íslensku úrval þýskrar nútímaljóðagerðar og em ljóðin væntanleg á bók á næsta ári. Þóra Elfa Bjömsson, f. 1939. Prentiðnakennari í Reykjavík. Hefur ekki birt ljóð á prenú um fjölda ára en vakú kom- ung athygli fyrir ljóð í sýnisbók ungskálda. Ljóðin ofan af öræfum em hluú úr ljóðabréfi til eins ljóðormsins. Þómnn Guðmundsdóttir, f. 1956. Ljóð eftir hana hafa birst í Lesbókinni.

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.