Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 28

Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 28
18 Orð og tunga á þessum kafla eru að mestu leyti í stafrófsröð og þau voru öll tekin með í Blöndalsbók.1 Ef +Df. stendur við orð hefur Sigfús látið nægja að merkja Vf. en standi -j-Df. hefur hann oft merkt orðið Arnf., þó ekki alltaf. Ég hef í hyggju að líta á þessi „arnfirzku“ orð og bera þau að söfnum Orðabókar- innar, ritmálssafni (hér eftir Rm) og talmálssafni (hér eftir Tm) og öðrum heimildum, þar á meðal Islenskri orðsifjabók Asgeirs Blöndals Magnússonar (hér eftir ÁBIM), orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.; hér eftir JÓlGrv.) og orðasöfnum frá Vesturlandi, sem til eru í handritum, til þess að sjá hversu mörg þeirra eru í raun og veru vestfirsk og þá staðbundin. Aftan við stafrófsraðaða kaflann eru fleiri orð merkt Arnf. sem ekki eru tekin með að þessu sinni. Merkingarskýringar við orðin eru úr vasabókinni. andi ‘bráðapest’. B1 hefur þessa merkingu sem eina af mörgum og merkir hana Arnf. ÁBIM nefnir hana ekki en endar merkingarlýsinguna reyndar á þrípunktum sem bendir til að hann hafi þekkt fleiri merkingar en gefnar eru upp. JÓlGrv hefur ekki þessa merkingu. I Rm er að finna dæmi frá miðri 19. öld úr Sóknalýsingum Vestfjarða, nánar tiltekið úr Barðastrandarsýslu: „Sumir kalla sýki þessa „anda“, af hjátrú þeirri, að illur andi leggist á féð, og þykjast nokkrir hafa séð kallinn í fuglslíki“ (1:219). Þetta er eina dæmið í safninu um hana. Ekkert dæmi fannst í Tm og er því hugsanlegt að merkingin sé staðbundin en til þess að ganga úr skugga um það þarf fleiri dæmi. bokka ‘lítil flaska’. B1 inerkirorðið Vf. ÁBIM hefurelst dæmi frá 19. öld, sennilega úr vasabókinni, og telur orðið líklegast fengið að láni frá ensku buck (1989:69). Elstu dæmi í Rm eru frá fyrri hluta 20. aldar. í orðasafni Steingríms Jónssonar (1769-1845) biskups, Idiotismi Vestfiördensium, sem skrifað er í lok 18. aldar, er orðið að finna í merkingunni ‘lítil flaska’ (BA XXXIX: 150). Bokka er vel þekkt í dag, en einkum um vínflösku, og er hugsanlegt að merkingin ‘lítil flaska’ hafi verið vestfirsk. bredda ‘hnífur’. Ekki er tekið fram um hvers konar hníf er að ræða. B1 gefur sem fyrstu merkingu ‘stór hnífur’ og sem aðra merkingu ‘bitlaus hnífur’. Hann merkir hvoruga sem staðbundna. ÁBIM hefur elst dæmi um orðið frá 15. öld og nefnir bæði stóran hníf og hnífgarm. Ekkert bendir til að orðið sé staðbundið. brosma ‘koli (lítill)’(+Df.). B1 merkir orðið ekki staðbundið. Hann gefur annars vegar merkinguna ‘keila’, á dönsku ‘brosme’, og merkir hana sem úrelta, og hins vegar merkinguna ‘flúra, skrápflúra’. ÁBIM merkir orðið ekki heldur sem staðbundið. I Rm eru elstu dæmin í merkingunni ‘keila’. I Skýrslu Náttúrufrœðifélagsins fyrir árin 1890-1891 stendur: „fyrir vestan er „brosma“ haft um einhverja kolategund, gráa með framdegnu höfði, hörðu og skörpu hreistri, óæta. Eg man ekki hvaðan eg hef þetta“ (50). Lúðvík Kristjánsson nefnir orðið brosma sem eitt flyðruheita á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð en ekki meðal þeirra sem tíðkast á Vestfjörðum (111:271). JÓlGrv hefur dæmi um orðið en ekki sem kola. Ekkert bendir til sér vestfirskrar notkunar. bylgjumikill ‘mikið klæddur’. B1 merkirorðiðekki staðbundið. Hann nefnirþrenns konar notkun. í fyrsta lagi er orðið haft um stórar öldur, í öðru lagi um föt, bylgjumikil föt, og í þriðja lagi um áberandi mann í framkomu, bylgjumikinn mann. ÁBIM hefur orðið ekki í sinni bók. Eina dæmið í Rm var úr Nucleus latinitatis Jóns Árnasonar og 1 Stafrófsröð var löguð þar sem þess var þörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.