Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 34

Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 34
24 Orð og tunga sem þeir bidia vel, edur aumka, kalla þeir Hræ. Hræid mitt eg bid þig vertu ecke ad eiga vid mig, fyrir Láttu mig vera kirrann, vertu ecke ad eiga vid keirid mitt, Hlutinn minn etc.“ (BA XXXIX: 150). Dæmi í Tm um merkingu þá sem fram kemur í vasabókinnni benda ekki til staðbundinnar notkunar. Þau eru m.a. úr Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, af Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi. Sjá gelmingur. ingjaldur (+Önf.)‘grautur samanhrærður við flautir’. B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur það ekki með í sinni bók og engin dæmi fundust í Tm. Tvö dæmi voru hins vegar í Rm. Annað var úr Safni til sögu íslands (IV:81) og var heimildin frá 1861: „kölluðu þeir ... vatnsgraut: Þorgarð, mjólkurgraut: Ingjald“ (IV:81). Hitt var úr áðurnefndu orðabókarhandriti Hallgríms Schevings: „Ingjaldr: flautir hrærðar saman við graut.“ Hann merkir orðið ekki staðbundið. Eitt dæmi fannst í Tm og kom þar fram að orðið hefði verið algengt í Borgarfirði um þykkan grjónagraut. Af dæmum er ekki hægt að draga þá ályktun um að um staðbundna notkun sé að ræða. jákkall = járnkall (alm.) B1 nefnir ekki þessa framburðarmynd. kani iítill askur’. B1 merkir orðið Vf. og Af. ÁBIM hefurþessa merkingu sem eina af mörgum og merkir orðið því ekki staðbundið. Það kemur fyrir í fornu máli og í yngra máli allt frá 17. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1983:162-163). í orðasafni skrifuðu af vestfirskum manni líklega 1770-1780 stendur: „kani askur“ (BA XX:282). Dæmi í Tm sýna að orðið er þekkt í öllum landshlutum. kapróna ijót húfa’. B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur það ekki í þessari mynd en merkir sem gamalt og úrelt orðið kaprún í merkingunni ‘hetta’ sem án efa er af sama uppruna. Dæmi fundust hvorki í Rm né Tm og er því vegna dæmafæðar ekki hægt að kveða upp úr um dreifingu. karta ‘svo er kallað milli skurða á hertum steinbít’ (+-Df.). Bætt er við að í Df. sé notað orðið kúla. B1 merkir orðið Arnf. ÁBIM gefur upp ýmsar merkingar við orðið karta og setur að lokum þrípunkta sem merkir að hann þekkir fleiri án þess að geta þeirra. Allmörg dæmi voru í Rm um orðið en ekkert í merkingu BMÓ. Vegna dæmafæðar er ekki hægt að segja til um dreifingu. kati ‘lítill askur’. B1 merkirorðiðRang. og Vf. ÁBIM merkirþaðekki staðbundiðog gefur merkingarnar ‘skip; askur, ílát undir spónamat’ (1989:450). Merkinguna ‘askur’ segir hann notaða á Vestfjörðum og í Skaftafellssýslum (Ásgeir Blöndal Magnússon 1983:164). Það kannast JÓlGrv við því að hann getur urn vestfirska notkun í orðasafni sínu. Rask nefnir orðið í orðasafni frá 1814-1815 meðal orða sem hann skrifaði upp á Vesturlandi: „kati, m. en lile askr (d.s.s. nói, kani)“ (BA XX:292). Orðið er einnig á orðalista Brynjólfs Oddssonar (sjá dornikur): „kati lítill askur, nói“ (BA XXXIX: 156). I Tm var aðeins eitt ísfirskt dæmi. katólska ‘geðillska’, katólskur ‘geðillur’. Orðið er ekki merkt staðbundið í Bl. ÁBIM gefur aðeins upp lýsingarorðið katólskur, kaþólskur, en fyrir utan merkinguna ‘sem aðhyllist rómversk-kaþólska trú’ gefur hann ‘geðvondur, reiður, reiðigjarn’. Elst dæmi hefur hann frá 19. öld og getur ekki um staðbundna notkun. Dæmið er líklegast úr bréfi frá Páli Melsteð til Jóns Sigurðssonar: „Hin bréfin reif eg af í katólsku, en á þínu bréfi ætlaði eg að vanda mig“ (1913:22). í talmálssafni var aðeins til ein heimild úr Vestur-Skaftafellssýslu. Fleiri dæma er þörf til þess að hægt sé að meta útbreiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.