Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 54

Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 54
44 Orð og tunga Hjá Gunnlaugi Oddsen (1823-1824: II68) kemur fyrir orðtakið mæla rán og regin. Textasamhengið er eftirfarandi: varar hann þá vid þeim júdasinnudu kénnurum, er mœltu alleina rán og reginn (...], er stiptudu íllt eitt. Þetta er þýðing á málsgreininni: advarer han dem modde jpdisksindede Lœrere, der kun skiældte og smœldede [...], der kun stiftede Ondt (Rasmus M0ller 1820: 260). Orðrétt merkir fyrri tilvísunarsetningin ‘sem einungis jöguðust og rifust’. í þýðingu Gunnlaugs (og félaga) stendur mœla rán og regin sem sé fyrir ‘jagast og rífast’ e.þ.h., en það er vissulega ekki nákvæm útlegging á orðum Rasmusar M0llers. Bæði danski textinn og íslenzka sögnin ragna ‘bölva’, sem leidd er af regin (ef. ragna), benda til að orðtakið sé notað í merkingunni ‘formæla, bölva’. En þar sem við höfum aðeins þessa einu heimild, er greining orðmyndarinnar rán nokkrum vafa undir- orpin. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:741 s.v. 3 rán) gerirráð fyrirþeim inöguleika að rán sé hvorugkyn fleirtölu og merki ‘goðmögn’. Ekki er útilokað að hvorugkyn lýsingarorðsins *rahna-, sem endurgert var hér að ofan, hafi við nafngervingu39 fengið merkinguna ‘ákvörðunarvald, goð’ (< ‘það sem ákvarðar’). Þó er ekkert sem styrkir þá skoðun frekar. Aftur á móti hefur íslenzkt fornmál orðasambandið ráð ok regin (sbr. §3.1). Því virðist mér líklegra að í umræddu orðtaki sé rán og regin afbökun þess. í stað orðsins ráð er komið gyðjuheitið Rán. 3.3 *rahnö- Hér er um verknaðarnafnorð (nomen actionis) að ræða, sem leitt er af rótinni *rah- með viðskeytinu *-nö-, sbr. t.d. ísl. rún ‘rúnastafur, vísdómur, leyndarmál, o.fl.’, gotn. nlna ‘leyndarmál’ (< frg. *runö-) og ísl. laun ‘leynd’, fhþ. lougna *(af)neitun’ (< frg. *laugnð-, af rótinni *Ieug- í Ijúga). Merking stofnsins *rahnö- var ‘ákvörðun’. Sem persónugerving liggur hann fyrir í gyðjunafninu R(m, Rán.40 Samsvarandi persónu- gervingu sýna norr. rý ‘vættur’, regin ‘goðmögn’ og ráð, sem í fleirtölu hefur m.a. merkinguna ‘goðmögn’. Af nafnorðinu *rahnð- ‘ákvörðun’ var leidd sögnin *rahnija- ‘ákvarða, ákveða, leggja mat á, álíta, o.fl.’ (sbr. gotn. rahnjan ‘reikna út, telja til/með, álíta, líta á sem’). Af þessari sögn var svo aftur leitt gerandnafnið (nomen agentis) *rahnija- ‘sá er tekur ákvörðun, ákveður, o.fl.’. Samsvarandi orðmyndunarsamband er t.d. að finna í nafn- orðinu *runö- (ísl. rún), sögninni *rúnija- (ísl. rýna) og lýsingarorðinu *rúnija- ‘sá er rýnir’ (ísl. rýnrí). -wSbr. t.d. hvorugkynsorðin djúp og gruim, sem upphaflega voru endingarlausar myndir nefnifalls og þolfalls eintölu af lýsingarorðunum djúpur og gruimur (sbr. Hellquist 1891: 7-8). 40Andstætt þessari skýringu leit A. Kock (1896: 205) svo á að Rán væri orðið til úr *Raðn, sem væri n-afleiðsla af rótinn ráð- í ráða. Um merkingu þess tjáir hann sig ekki, en af orðum hans má ætla að hann hafl talið það merkja ‘sú er hefur yfirráð (yfir e-u)’. Kock gerði ekki frekari grein fyrir orðmynduninni, en tvö viðskeyti kæmu til greina, sem bæði eru notuð við myndun óhlutstæðra nafnorða: og *-ni-. Á skýringu Kocks eru eftirfarandi vandkvæði: 1) Merkingin ‘ríkja yfir’ er ung hjá sögninni ráða: hún virðist aðeins koma fyrir í norrænu og ensku. 2) Sem frumviðskeyti (þ. Primársuffix, e. primary suffix) eru *-nö- og *-ni- notuð í orðum er tilheyra elzta orðaforða germanskra mála (aðeins í myndun óhlutstæðra nafnorða af stofnum veikra sagna hélzt viðskeytið *-ni- frjótt í germönskum málum, sbr. Meid 1967: 116-118).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.