Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 79

Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 79
Margrét Jónsdóttir: Um sagnimar virka og verka 69 í framhaldi af því sem hér hefur komið fram er eðlilegt að spurt sé hvort einhver munur sé nú á virka og verkal Sýna dæmin sem hér em notuð einhvern mun? Sé merkingin ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ skoðuð kemur í ljós að báðar sagnirnar geta merkt það sama. Það votta dæmin um virka í (5) og (6) annars vegar og hins vegar dæmin í (14) - (17) um verka. Það sama á við um merkinguna ‘rækja hlutverk, starfa’, sbr. dæmin um virka í (7) og (8) og verka í (19) - (21). Samt er það svo að ýmsir greina nokkurn merkingarlegan mun á sögnunum.14 Sá munur sýnist vera fólginn í þvx að virka er miklu frekar notuð í merkingunni ‘rækja hlutverk, starfa’ en verka einkum í merkingunni ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’. Dæmi um þennan mun má sjá í (25): (25) a. Lyfið virkar ekki. b. ?Lyfið verkar ekki. c. Lyfið verkar ekki/öfugt á mig. d. ?Lyfið virkar ekki/öfugt á mig. e. Bremsumar virkuðu en verkuðu ekki vegna hálku. f. ?Bremsurnar verkuðu en virkuðu ekki vegna hálku. Aldur dæmanna um virka og verka í umræddum merkingum styður að sú notkun sem lýst er í (25) sé það sem algengast er nú. Dæmin eru flest ung; dæmin um virka eru t.d. öll frá 20. öld eins og áður hefur komið fram. Óbeinan stuðning má líka finna í notkun sagnarinnar svínvirka, sbr. (9). En sé sú túlkun rétt sem hér hefur verið sett fram þá em sum þeirra dæma sem finna má í öðmm og þriðja kafla í besta falli vafasöm eða jafnvel ótæk. Ekki er þó víst að allir séu á einu máli um þetta. 5 Að lokum Sagnimar virka og verka eru um margt athyglisverðar. Enda þótt virka sé fremur ung tökusögn hefur hún haft mikil merkingarleg áhrif á verka. Vegna þessa og þess að sagnirnar em nánast eins, em lágmarkspar, hafa mörkin milli þeirra orðið óljós og hafa þær því víxlast merkingarlega. Jafnframt em dæmi þess að verka hafi verið notuð í málvöndunarskyni þar sem eðlilegra hefði verið í ljósi samtímans að nota virka. Heimildir Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Björn Halldórsson. 1992. Orðabók. íslensk - latnesk - dönsk. Fyrst gefin út árið 1814 af Rasmusi Kristjáni Rask. Ný útgáfa. Jón Aðalsteinn Jónsson sá um útgáfuna. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðfrœðirit fyrri alda U. Fritzner, Johan. 1896. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Omarbeidet, forpget og forbedret Udgave. Tredie Bind. Den norske Forlagsforening, Kristiania. Fritzner, Johan. 1972. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Rettelser og tillegg ved Finn Hpdnebp. Fjerde bind. Universitetsforlaget, Oslo, Bergen, Tromsp. 14Það kom a.m.k. fram á málstofu í málfræði 3. maí sl. þegar rætt var um efnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.