Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 87

Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 87
Stefán Karlsson: Fagrlegr - farlegr - fallegr 77 verið fallinn saman við ‘11’ í mæltu máli og líklega borinn fram [dl], þannig að þeir hafa haldið að hér væri lo. ‘falligr’ á ferðinni, sömu merkingar og ‘fagrligr’ og jafnvel ófullkomin mynd þess orðs.10 3 Dæmi um ‘falligr’ í fornu máli Mjög fá dæmi um lo. ‘falligr’ eru kunn úr handritum frá því fyrir siðbreytingu. í orðabók sinni tók Guðbrandur Vigfússon (1874:138) upp orðið ‘fallegur’ en vísaði í ‘fagrligr’, þar sem hann segir: Fagrligr, adj., mod. contracted fallegr (cp. fallega above), which word is at the present time in Icel. used very much as fine, nice are in Engl., that is to say, of almost everything, whereas this form is hardly found in old writers. Þegar Jón Þorkelsson rektor fór af stað með hin merku orðasöfn sín, Supplement til islandske Ordbpger, gat hann þess í formála fyrsta bindisins (1876) að ætlun hans væri að leggja sinn skerf til nýrra orðabóka með því annars vegar að birta orð sem ekki hefðu áður komist í orðabækur og hins vegar að vísa til prentstaða sem ekki væri vísað til í eldri orðabókum. Þetta síðarnefnda átti m.a. við um lo. ‘falligr’ sem hann vísaði til í Tómas sögu erkibyskups, en þar stendur: kardinalis sparir huarki klerkdom ne klokskap at hafa uti badar hendr, adra til lofs ok eptirmælis vid konung i Einglandi, enn adra til lytis Thomasi erchibyskupi. Suo til eptirmælis vid konunginn, at allar þær þynganir, sem nu voru lesnar upp ai skada kirkiunnar, skreytir hann ok fegrar med falligum lit af rettindum laganna, at þui framarr megi þat lofaz ædr med nockurum hætti vel þolaz. (Thomas saga erkibyskups 1869:373-74.) Hér er falligum rétt prentað eftir eldri hluta Tómasskinnu (GKS 1008 fol., f. 36v) frá því um 1400, eina handriti þessarar yngstu gerðar sögunnar, sem til er að dreifa á þessu skeiði hennar. Af samhenginu má þó e.t.v. ráða af hér sé falligum mislestur skrifara fyrir falsligum, sbr. dæmið úr Elucidarius rétt hér á eftir. í Orðabók sinni (1883-96:373) vísaði Fritzner til ofangreinds dæmis um ‘falligr’ í Tómas sögu, en einnig til annars texta: Enn skal segja þersu næst, hversu falligt yfirbragð kann at verða lygiligt... (íslendzk æventýri I, nr. XXVI.)11 10Sjá nánar um samfall í 4. kafla. nÞessi texti er prentaður eftir AM 657 b 4to frá því um miðja 14. öld. — Fritzner vísaði jafnframt til LVI. ævintýris hjá Gering, en tvö dæmi þar um ‘falligr’ eru bæði úr fyllingum Gerings sjálfs í skarðan texta, sbr. íslendzk æventýri 1:171 neðanmáls. — í orðasafni í íslendskum æventýrum II, 269, segir: “falligr, adj. (d.i. fagrligr) schön”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.