Orð og tunga - 01.06.2015, Page 59

Orð og tunga - 01.06.2015, Page 59
Marion Lerner: Af „setubingum" og „hugvitsverkfærum" 47 skýra hugsun og færni til að tileinka sér þekkingu á hinum ýmsu sviðum. Þetta gerði Tómas Sæmundsson líka. Hann hlýtur að hafa punktað hjá sér allt sem honum fannst skipta máli og vert að segja frá. Því miður eru slíkar heimildir ekki varðveittar. I júní 1832 lagði hann af stað frá Kaupmannahöfn, sigldi til eyjunnar Usedom í Norður-Þýskalandi og lagði leið sína til Berlínar þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Afram hélt hann síðsumars í gegnum mið- þýsku bæina Potsdam, Wittenberg, Leipzig og Dresden til Prag, það- an til Waldmunchen, Regensburg og Munchen í Bæjaralandi. Eftir vikudvöl í Múnchen lá leiðin til Vínarborgar með viðkomu í Salz- burg og Linz. I nóvember 1832 kvaddi hann keisaraborgina Vín eftir tveggja mánaða dvöl þar og ferðaðist í gegnum Tríest, Feneyjar, Padúa, Ferrara, Bologna og Flórens til Rómarborgar. Öll þessi ferða- leið var í góðu samræmi við hefðina, samkvæmt henni var best að koma sér yfir Alpafjöllin að haustlagi og dvelja í Rómarborg u.þ.b. til páska. I apríl 1833 fór Tómas til Napólí en hér tók óvenjulegur kafli við. Unga íslendingnum bauðst tækifæri til að fara í fjögurra mánaða skemmtiferð á Miðjarðarhafi með viðkomu á Sikiley, Möltu og ýmsum stöðum í Grikklandi og Tyrkjaveldi. I ágúst 1833 kom hann aftur til Napólí og hélt þaðan af stað snemma í september í gegnum Sviss til Parísar. Frá nóvember 1833 til vors 1834 dvaldi hann í stórborginni. Þegar hér var komið sögu var ferðalangurinn orðinn félaus og einnig heilsulaus og þurfti á hjálp vina sinna að halda. Einhvern veginn tókst honum þó að komast til London og síðan í gegnum Hamborg til baka til Kaupmannahafnar þar sem hann hitti vini sína í maí 1834. Eftir þeim heimildum að dæma sem liggja fyrir, þ.e. bréfum og uppkasti að ferðabókinni, notaði Tómas tímann vel meðan á ferða- laginu stóð. Hann fór yfirleitt hratt frá bæjum til bæja og dvaldi leng- ur í þeim stórborgum sem tíðkaðist að skoða nánar. Þar fór hann á lista-, fornminja- og náttúrufræðisöfn sem og í almenningsgarða, konungshallir og annað í þeim dúr. Hann heimsótti skóla og háskóla, skoðaði borgarskipulag og byggingarlist, fékk innsýn í iðnaðarfyrir- tæki og vinnubrögð ýmissa stétta. Hann hlustaði á fyrirlestra og pre- dikanir, fór í óperuhús, leikhús o.s.frv. Hann hitti menntamenn og las bækur á sviði heimspeki, guðfræði, kennslufræði, bókmennta og margs fleira. Lítið er vitað um aðrar skemmtanir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.