Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 60

Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 60
48 Orð og tunga 3 Drög að ferðabókinni Eins og áður segir kom Ferðabók Tómasar Sæmundssonar ekki út á með- an hann lifði. Reyndar tókst honum alls ekki að klára drög að bókinni. Tómas kom heim til íslands síðsumars 1834 og dvaldi næsta vetur í Laugarnesi og í Garði í Aðaldal (Jón Helgason 1941). A þessum mán- uðum vann hann að útgáfu Fjölnis með vinum sínum en hann hafði einnig næði til að vinna að ferðabókinni (Þórir Oskarsson 2003). Því miður gat hann ekki haldið því áfram þegar hann gifti sig og tók við prestsembætti á Breiðabólstað. Þannig kvartaði hann í bréfi til Jónasar Hallgrímssonar frá 6. september 1835: Síðan ég fór að norðan í vor um sumarmálin hefi ég ekki kom- ist til að taka á ferðabókinni og mér finnst ég vera búinn að gleyma því öllu, og ekki finst (sic) mér ég hafa lyst til að sýsla neitt þar við, því ég sé mér engan tíma til að stúdera svo mikið sem það útkrefur. Þokuandarnir eru þannig strax búnir að taka úr mér allan kjark [...]. (Tómas Sæmundssonl907:164) Þegar Jakob Benediktsson tók saman efnið löngu síðar lá aðalhand- rit að ferðabókinni (Lbs. 1443, 4°) fyrir í fjórtán 16 blaða kverum eða 468 blaðsíðum ásamt formála á fjórum lausum blöðum og „ályktan bókarinnar" á sex lausum blöðum (Jakob Benediktsson 1947:XVI). Texti, sem hefur fengið heitið inngangsbrot, var til í þremur 16 blaða kverum eða 96 blaðsíðum (Lbs. 2839, 4°). Þessi kver voru merkt með númerum III til V þannig að þar vantaði heftin I og II og hugsanlega fleiri. Jakob Benediktsson ákvað að setja inngangskaflann aftan við frásögn af ferðinni þar sem það vantaði nokkuð framan af textanum. Jakobi fannst greinilega ekki hægt að bjóða lesendum upp á að hefja lestur í miðjum klíðum inngangsins: „Þar sem inngangur Tómasar var svo óheill og ófullgerður, þótti bezt við eiga að setja hann sem eins konar viðbæti aftan við ferðabókina, á eftir drögum þeim sem Tómas hefur gert að ályktunarorðum bókarinnar, þó að þau séu að vísu heldur ekki fullgerð" (Jakob Benediktsson 1947:XVII). Uppröðun textabrota í bókinni er þar með frá Jakobi komin en ekki frá Tómasi. Það sama gildir um kaflaheitin (að undanskildum yfirskriftunum „Notanda til formála", „Frá Kaupmannahöfn til Berlínar. Upphaf sögu" og „Ályktan bókarinnar") og einnig um titil bókarinnar sem er einfaldlega Ferðabók með tilvísun til höfundar. Hægt er að fullyrða að nefnd uppköst, þ.e. ferðakaflar I-XIV eða frá Kaupmannahöfn til Waldmunchen, urðu til á vetrarmánuðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.