Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 113

Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 113
Katrín Axelsdóttir: Beyging og merking orðsins hjalt 101 (7) Sverðið var mjög langt. En________á því voru frekar lítil. Með textanum fylgdi mynd af sverði, áþekk því sem sjá má á Mynd 1 hér á eftir. Sumir nemendanna spurðu fólk undir tvítugu, aðrir fólk milli tvítugs og fimmtugs og enn aðrir spurðu fólk yfir fimmtugu. I yngsta aldurshópnum skrifaði enginn hjöltun, aðeins kom hjöltin (fjög- ur dæmi) og svo hjaltar (eitt dæmi). En í hinum tveimur hópunum var nokkurt jafnræði með hjöltin og hjöltun. Þessi litla könnun er auðvitað ekki mjög áreiðanleg en rétt er að hafa í huga að hugsanlega spurðu einhverjir nemendanna sama fólkið (könnunin var nafnlaus). Sá munur, sem kom fram milli yngsta aldurshópsins og hinna tveggja, er örugglega ekki marktækur. Frá yngsta aldurshópnum bárust einungis fimm svör, frá hinum samanlagt 26. En þessi könnun staðfestir þó að fleirtölumyndirnar hjöltun og hjöltin eru báðar vel þekktar og að hjöltun er ekki nein nýjung hjá börnum og unglingum nútímans. Það sem hér hefur verið rætt, hjölt(in) —> hjöltu(n), er augljóslega breyting þótt hún eigi e.t.v. aldrei eftir að enda með sigri myndarinnar hjöltu(n). Með breytingunni verður til nýtt tilbrigði í málinu. Hvorki vitnisburður heimildarmannanna sem getið var að ofan né nemenda- könnunin gefa vísbendingar um hvort nýjungin hjöltu(n) er í sókn eða ekki. En það er ósennilegt að nýjungin hjöltu(n) verði gerð afturreka. Ekki er vitað til þess að amast hafi verið við nýjunginni hjöltu(n) í skólum eða í málfarsleiðbeiningum. Það kemur varla á óvart. Orðið, sem hér um ræðir, er sjaldgæft og umvandanir beinast líklega fyrst og fremst að algengari nýjungum á borð við mig/mér hlakkar, læknir- ar o.s.frv. Vera má að aldrei hafi verið amast við þessari nýjung ein- faldlega vegna þess að enginn hefur tekið eftir henni. Vert er að nefna hér í lokin að skiptar skoðanir geta verið um orð- myndirnar innan fjölskyldna. Nokkrir heimildarmannanna, sem leit- að var til, tengjast fjölskylduböndum og í þessum hópi voru þrenn hjón. í tveimur tilvikum voru hjón ósammála í dómum sínum um myndirnar. í þriðja tilvikinu voru hjónin á sama máli (hjöltu) en dóttir þeirra var á öndverðum meiði (hún tók hjölt eindregið fram yfir). Þarna kjósa foreldrarnir nýjungina en afkvæmið velur eldri mynd. Myndina hefur dóttirin því ekki lært af foreldrum sínum. Við því væri ekki heldur endilega að búast. Orðið hjalt kemur varla oft fyrir í daglegu tali fólks. Líklegra er að menn læri það af bókum frekar en af eldri kynslóðum. Ef svo er þarf ekki að koma á óvart að mörgum þyki hjölt(in) og hjöltu(n) jafngóðar myndir; báðar hafa þekkst á prenti öldum saman. Og báðar hafa nokkuð til síns ágætis. Sú fyrri er í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.