Orð og tunga - 01.06.2015, Page 115

Orð og tunga - 01.06.2015, Page 115
Katrín Axelsdóttir: Beyging og merking orðsins hjalt 103 samt er notuð fleirtala, hjöltu. Heimildarmennirnir, sem minnst var á í 4. kafla, voru allir sammála um að fleirtala, hjölt eða hjöltu, væri 'fremra hjalt', tveir þeirra sögðust þó einnig geta skilið fleirtöluna sem 'efra og fremra hjalt'. Þarna virðist því hafa orðið breyting (a.m.k. í máli sumra); það sem eitt sinn virðist alltaf hafa verið kallað hjalt (eða nánar tiltekið fremra hjalt) er nú í máli sumra (flestra?) hjölt eða hjöltu; þetta er þá fleirtöluorð í máli þessa fólks. Þessi merkingarbreyting, sem er nánar tiltekið merkingarþreng- ing,6 virðist ekki alveg nýtilkomin þótt svo mætti e.t.v. ætla með hlið- sjón af íslenskri orðabók (2002). í seðlauppskrift af óútgefnu orðabók- arhandriti Jóns Ólafssonar (1734-1779) eru tveir seðlar um orðið hjalt. Ekki verður betur séð en að á þeim báðum sé með fleirtölumyndinni hjölt átt við 'fremra hjalt'.7 Merkingarþrengingin er skv. þessu þegar orðin á 18. öld. Ekki er hlaupið að því að tímasetja merkingarþrenginguna nánar því að í ritum er oft óljóst við hvaða hluta sverðs fleirtalan á nákvæm- lega. En gera má tilraun til að komast aftar í tíma. I fornaldarsögunni Hrómundar sögu Gripssonar stendur þetta: (9) Hrómundr varð glaðr við ok kyssti á hjölt sverðsins ok umbunaði vel karli. (Fornaldar sögur Norðurlanda II 1950:418) Nú getur verið að höfundur sögunnar hafi hugsað sér að Hrómundur hafi margkysst sverðið, efra hjalt, fremra hjalt, og jafnvel meðalkaflann líka. En ef kossinn er aðeins einn merkir fleirtalan hjölt hér væntanlega 'fremra hjalt'. En hér er rétt að nefna að Hrómundar saga er ung, hún er varla samin fyrir miðja 17. öld (sjá t.d. Simek og Hermann Pálsson 1987:181). Dæmið bendir því ekki til þess að merkingin 'fremra hjalt' hafi þekkst í fornu máli. En dæmið bendir hins vegar til þess (ef það er rétt skilið að kossinn sé einn) að merkingin hafi verið komin upp á 17. öld. 6 Hér er notað hugtakið merkingarþrenging. Með því er átt við að ný merk- ing fleirtölunnar vísar til hluta þess sem sú eldri vísaði til. Ekki er víst að allir túlki merkingarþrengingu á þennan hátt. Merkingarbreytingar eru ekki alltaf flokkaðar á sama hátt og milli flokka getur verið skörun (sbr. t.d. Campbell 2004:254). 7 Áöðrum stendur: „Partes gladii sunt x x hiallt, n. hodie in pl. hióllt. anterior manubri pars, hodie stickplata." 'Hlutar sverðsins eru ... hjalt, hk. nú í ft. hjölt, fremri hluti handfangs, nú stikkplata.' Á hinum stendur: „hjallt, n. umbo ensis, inter capulum et laminam, vulgö hjóllt. n. pl. (SnE)." 'hjalt, hk. hlíf á sverði, á milli handfangs og blaðs, almennt hjölt, hk.ft. (SnE).'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.