Orð og tunga - 01.06.2015, Page 121

Orð og tunga - 01.06.2015, Page 121
Katrín Axelsdóttir: Beyging og merking orðsins hjalt 109 verið kallaðir lexical gang (Haspelmath og Sims 2010:128) sem mætti þýða orðagengi. Slík gengi eru ekki alltaf mjög einsleit, orðin í þeim víkja mismikið frá dæmigerðustu fulltrúunum. Benda má á áþekkt dæmi í íslensku. Að minnsta kosti fjórar sagnir fylgja eða geta fylgt 1. flokki sterkra sagna (t.d. svífa - sveif) þó svo að búast hefði mátt við öðru. Þetta eru sagnirnar blífa, kvíða, dýfa og dvína.10 1. flokkur sterkra sagna er mjög reglulegur í samanburði við flesta aðra flokka sterkra sagna. í flestum sögnum flokksins er um að ræða alveg sömu hljóðskiptahljóðin og á eftir rótarsérhljóði kemur nær alltaf eitt samhljóð. Þarna má kannski einnig tala um orðagengi (þar væru þá sagnir á borð við bíða, líða, ríða, skríða, sníða, svíða; drífa, hrífa, klífa, rífa, svífa, þrífa; hrína, skína). Hjalt, hjölt tilheyrir flokki sk. a-stofna hvorugkynsorða. Þessi flokkur hefur dregið að sér orð sem áður tilheyrðu smærri flokkum, s.s. nánast öll orð sem áður tilheyrðu undirflokknum iea-stofnum (s.s. smjör, kjöt, högg) og nokkur sem tilheyrðu undirflokknum /a-stofnum (s.s. veð, kið, flet). Orðiðfé (eí.fjár) hefur stundum eignarfallsmyndina fés fyrir áhrif frá þessum stóra flokki. Þá er flokkurinn opinn fyrir tökuorðum (s.s. app, deit). Þetta aðdráttarafl er skiljanlegt í ljósi stærðar flokksins. Nýjungin hjöltu er mynduð að fyrirmynd sk. an-stofna hvorug- kynsorða, þ.e. orða eins og hjarta, bjúga, auga, eyra og nýra (sbr. (4) í 4. kafla). Sá flokkur getur ekki talist stór. I honum eru líklega ekki nema fáir tugir orða. Að minnsta kosti átta orð, sem tilheyrðu flokknum í fornu máli, hafa nú yfirgefið hann; ýmist hafa þau horfið úr málinu eða færst í annan beygingarflokk, þar af nokkur í hinn stóra flokk fl-stofna. Orðin átta eru ökkla, síma, miðmunda, viðbeina, hvela, hjóna, flagbrjóska og leika. Orðið bjúga er í máli sumra kvenkynsorð (góðar bjúgur). Þetta er ekki óvænt þróun í ljósi smæðar flokksins. En það er þó ekki svo að flokkurinn taki ekki við nýjum orðum. Orðin vélinda og milta hafa hugsanlega bæst í hópinn á síðari öldum.* 11 * IV Þá hafa all- nokkur tökuorð fallið í þennan flokk. Hér má nefna pasta, lasanja, para- 10 Blífa er tökusögn og það hefði því mátt búast við veikum myndum, *það blífar, blífaði. Kvíða var áður veik sögn (og er að hluta til enn: ég kvíði), af flokki sem er ekki svo lítill. Dýfa tilheyrir sama flokki veikra sagna en fær stundum sterka mynd í þátíð og lýsingarhætti (deif og difið í stað dýfði og dýft). Dvína tilheyrir 1. flokki veikra sagna, það dvínar. En fyrir kemur að sögnin fær sterka mynd í nútíð, það dvín. 11 Vélinda er hvorki í orðabók Fritzners né ONP (aðeins vélindi sem hefur aðra merk- ingu en vélinda í nútímamáli) og milta er í ungum heimildum, frá 15. öld (Fritzner IV 1972:249, ONP), annars er aðeins orðið milti þekkt. Auðvitað má vera að vélinda og milta hafi verið til í fornu máli en þetta gætu líka verið nýliðar í flokki a«-stofna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.