Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 128

Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 128
116 Orð og tunga talgreiningu (Adda-Decker o.fl. 2000). Sérstaða aðferðarinnar sem beitt er í Kvisti, orðskiptingartólinu sem hér er lýst, er fólgin í því að búa til stofnhlutatré en annars staðar er látið duga að skipta samsettu orðunum í línulega röð af ósamsettum orðum. Kvistur nýtir stofnhlutagreiningu til þess að finna líklegustu skipt- ingu orða í orðhluta og er eina tólið sem höfundar þessarar greinar vita um þar sem þeirri aðferð er beitt.1 í stofnhlutagreiningunni er gengið út frá tvígreiningu í orðmyndunargreiningunni og samsettu orði er þar með alltaf skipt í fyrri hluta (ákvæði) og síðari hluta, sem er beygingarlegur haus orðsins og oftast einnig merkingarlegur haus (Kristín Bjarnadóttir 2005). Orðmyndunarreglurnar eru endurkvæm- ar þannig að samsett orð geta einnig verið inntak í þær, bæði sem ákvæði og haus, og liðirnir geta verið úr öllum opnum orðflokkum. Samsett nafnorð þar sem fyrri hlutinn er einnig nafnorð eru algengust og þar eru reglurnar virkastar. Endurkvæmni reglnanna er einnig mest í nafnorðunum og orðhlutarnir þar með flestir og því er þörfin fyrir orðskiptingartól brýnust þar. Samsett nafnorð verða því notuð sem dæmi í greininni en Kvistur reynist þó jafn vel fyrir samsett orð úr öllum orðflokkum. Kvistur byggist á tölfræðilegu líkani sem metur líkurnar á því að tveir tilteknir orðhlutar geti myndað samsett orð saman. Líkanið er búið til með því að nota stórt safn af fullgreindum íslenskum sam- settum orðum sem unnin voru í höndunum (Kristín Bjarnadóttir 1996). Forritið er þjálfað á safninu og síðan notað til þess að finna lík- legasta stofnhlutatréð (tvíundatré) fyrir samsett orð. Líkurnar á stofn- hlutagreiningu orða þar sem einhverjir orðhlutar eru óþekktir eru metnar með því að skoða sambærilegar orðgerðir í öðrum samsettum orðum. Stofnhlutagerðin er notuð til þess að skipta óþekktum sam- settum orðum í tvennt og eins langt gengið í skiptingunni og þörf krefur hverju sinni. Oft er nóg að skipta á meginskilum í orði en skipta má orðum í fíngreindari tré ef þörf krefur. Við nefningu og mörkun2 er yfirleitt nóg að síðasti orðliðurinn sé rétt greindur þar sem hann er beygingarlegur haus og orðflokkurinn er þar með ljós. í 1 Vinna við Kvist tengist öðrum máltækniverkefnum á Stofnun Áma Magnússonar í íslenskum fræðum. Fyrsta gerð Kvists var unnin af Jóni Friðriki Daðasyni undir handleiðslu Eiríks Rögnvaldssonar prófessors í námskeiði í máltækni. Sigrún Helgadóttir og Sven Þ. Sigurðsson veittu ráðgjöf á öllum stigum verksins. Hafi þau öll bestu þakkir fyrir. Onefndir ritrýnendur Orðs og tungu eiga einnig þakkir skildar fyrir mjög góðar athugasemdir. 2 Nejhing (lemmun) er það að finna nefnimynd (uppflettimynd) lesmálsorðs; mörkun er það að greina málfræðiatriði, s.s. orðflokk og beygingarþætti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.