Orð og tunga - 01.06.2015, Side 156

Orð og tunga - 01.06.2015, Side 156
144 Orð og tnnga menn útbreiddu almennt þá afstöðu eftir kristnitöku að goðin væru djöflar og að Óðinn væri sjálfur myrkrahöfðinginn (Einar Ól. Sveins- son 1940:68). Astæða er til þess að undirstrika að kirkjan afneitaði ekki tilvist goðanna heldur leit á þau sem djöfla. Athygli vekur til- vik Þorgerðar hölgabrúðar (hörgabrúðar), í ljósi þess sem segir hér að ofan um tröllgervingu Freyju. Þorgerður var sérstakt átrúnaðar- goð Hákonar Hlaðajarls og hans ættmenna. Hákon jarl mun hafa eflt átrúnað á Þorgerði í Noregi á sinni valdatíð. Harðar saga getur um hof Þorgerðar að Ölfusvatni (Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson (útg.) 1991:51) og er það eina hofið á Islandi sem sagt er að hafi verið helgað kvenlegu goðmagni. Svo virðist sem viður- nefni Þorgerðar þessarar hafi breyst úr hölgabrúður í hölgatröll eftir að kristni útrýmdi heiðni á Norðurlöndum. Þá ber og að geta þess í tengslum við nafnið Þór og tvímynd þess, Þórir, að „[ejftir kristnitöku verða þessi nöfn líklega bæði nöfn á einskonar illvætti í náttúrunni, sbr. holtaþór eða -þórir, í merk. 'refur' en nafnið Þórir er líka oft nafn á illræðis- og útilegumönnum" (Svavar Sigmundsson 2009:161). Holtaþór er raunar einnig heiti á steintegund (glerhallur, draugasteinn). 5 Niðurstöður í þessari grein hefur verið leitast við að svara þeirri spurningu hver sé skýring og uppruni nafnanna Menglöð og Gullbrá í viðkomandi þjóð- sögum og hvað það segi um örnefnin Gullbrárfoss og Menglaðarfoss. Bent hefur verið á margt sem styður þá skoðun að í báðum tilvikum sé um nöfn/heiti gyðjunnar Freyju að ræða. Jafnframt bendir ýmislegt til þess að sögurnar sjálfar feli í sér einhvers konar afskræmingu/tröll- gervingu Freyju, gyðju frjósemi og ásta. Sé það rétt að Freyja búi að baki sögunum má ætla að fossarnir tveir, Menglaðarfoss og Gullbrárfoss, hafi í heiðni verið helgistaðir gyðjunnar eða þar einhvers konar helgi henni tengd. Leggja ber áherslu á að hér er um líkindi að ræða en ekki sönnun. Hins vegar verður að telja að líkindin séu næg til að vekja aðra spurningu, það er hvort hugsanlega séu einhver önnur dæmi þess að goðin hafi verið afskræmd við kristnitökuna á Islandi með svipuðum hætti og verið gæti í tilviki fossflagðanna Gullbrár og Menglaðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.