Orð og tunga - 01.06.2015, Side 162

Orð og tunga - 01.06.2015, Side 162
150 Orð og tnnga Fyrsta útgáfa bókarinnar var brautryðjendaverk, hin fyrsta sinnar tegundar á íslensku, svo gert var ráð fyrir þá þegar að fljótlega þyrfti að endurskoða hana, lagfæra og bæta við. Bókinni var mjög vel tekið af almenningi og fræðimönnum og þremur árum síðar (1988) var hún gefin út aftur nánast óbrey tt en þá búið að leiðrétta og laga ýmislegt sem notendur höfðu bent á, til dæmis hafði Jónatan Þórmundsson lagfært samheiti í lagamáli. Önnur útgáfan hefur verið endurprentuð reglu- lega, síðast árið 2008. Islensk samheitaorðabók hefur verið ómissandi handbók um íslenskt mál, einkum þeim sem fást við skriftir, og ég hygg að flestir íslenskukennarar hafi ráðlagt nemendum sínum að nota bókina í því skyni, enda er bókin hæfilega stór, prentuð á góðan pappír með góðu letri og handhæg í notkun. Óhætt er að fullyrða að bókin hefur reynst mörgum drjúgur orðasjóður. A fyrstu árunum var hugmyndin sú að gefa út samheitaorðabók þar sem orðin voru flokkuð eftir efni og Svavar hóf undirbúning að slíkri útgáfu á árunum 1990 til 1991. Frá því segir í formála 3. útgáfu að horfið hafi verið frá þeirri áætlun og nefnt til skýringar að Jón Hilmar Jónsson hafi verið að undirbúa einhvers konar merkingarflokkaða samheitaorðabók. Bók Jóns Hilmars, Orðastaður. Orðabók um íslenska málnotkun, kom út hjá Máli og menningu árið 1994, og fékk mikið lof sem brautryðjendaverk. Jón Hilmar endurskoðaði bókina og jók við hana í nýrri útgáfu árið 2001 og ári síðar sendi hann frá sér aðra bók um íslenska málnotkun, Orðaheim. Hvorug þessara bóka var þó samheitaorðabók í venjulegum skilningi. I Orðastað var lögð áhersla á að sýna dæmi um notkun hvers orðs í ólíkum merkingum, bæði samsetningar og orðasambönd, en í Orðaheimi voru flettiorðin hug- takaheiti sem sameinuðu merkingarlega samstætt orðafar, en ekki beinlínis samheiti. Sú bók var samt mun nær því að gegna hlutverki samheitaorðabókar en hin fyrrnefnda. Báðar bækurnar voru skömmu síðar sameinaðar í eina bók, Stóru orðabókina um íslenska málnotkun (Jón Hilmar Jónsson 2005) sem ég hef fjallað um annars staðar (Baldur Sigurðsson 2006). Hún er yfir 1500 blaðsíður í stóru broti. Þótt þess- ar bækur Jóns Hilmars hafi haft áhrif á áætlanir Svavars um endur- skoðun Samheitaorðabókarinnar var ljóst að þær komu engan veginn í stað þeirrar handhægu bókar sem Svavar hafði upphaflega ritstýrt. 2 Orðaforði og heimildir í fyrstu útgáfu íslenskrar samheitaorðabókar voru tvær orðabækur lagð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.