Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 170

Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 170
158 Orð og tunga og bekkpiður er ekki meðal samheita orðsins önd. Orðið lækjarfugl finnst hvergi í neinni þessara heimilda. Við höfum hingað til séð dæmi um að flettur samhljóma eða sam- ritaðra orða eru aðskildar ef formlegur munur er á orðinu, orðflokkur, kyn eða framburður, en ekki ef eingöngu er um aðskilda merkingu að ræða. I bókinni er sögninflóa tvær flettur: !flóa hita, 2flóafljóta ..., sem bendir til að uppruni eða merking ráði hér einhverju, en einnig mætti hugsa sér að hér ráði ólík beyging, án þess að það sé tekið fram. Orðið velta er þrjár flettur, eitt nafnorð og tvær sagnir: ’velta hliðarsveifla, veltingur ..., 2velta, v. á vera háð, vera komið undir; v. fram byltast fram ..., 3velta hverfa, snúa (við). Undir flettunni 2velta eru eingöngu orðasambönd sem hæglega gætu fallið undir 3velta samkvæmt þeim vinnureglum sem virðast gilda um skiptingu í ólíkar flettur því hér er ekki munur í beygingu og merkingarkjarni allra flettnanna virðist sá sami. Sögnin verpa er hins vegar aðeins ein fletta þótt hún sé notuð í tveimur ólíkum beygingum og merkingum. Sagnirnar brenna og renna eru dæmi um sagnir sem geta beygst bæði sterkt og veikt og eru nánast sömu merkingar nema að því leyti að sterka sögnin er áhrifslaus en veika sögnin áhrifssögn. Þær eru að- greindar með tölu skýringarlaust svo lesandi sér ekki í fljótu bragði hvers vegna hér er um tvær sagnir að ræða og sér að samheitin eru furðu ólík. Málfræðilega glöggur lesandi getur þó gert sér ástæðuna í hugarlund og getur sannreynt hana með því að máta þátíðina við dæmin í huganum. Við yfirferð á orðsgrein sterku sagnarinnar brenna rekur lesandi sig á að dæmið brenna afætti að vera í orðsgrein hinnar veiku. Einu samheiti sagnanna sem sýna hinn nána merkingarlega skyldleika þeirra eru dæmin sviðna og svíða. Benda má á að heppilegt væri að undirstrika skyldleikann með því að byrja orðsgrein veiku sagnarinnar á dæmunum láta loga og kveikja í, til samræmis við fyrstu samheiti sterku sagnarinnar, loga; vera kviknað í. Þótt beyging eða fallstjórn sagna sé hvergi auðkennd hlýtur hún samt að vera undirliggjandi í greiningu og flokkun orðaforðans. Við sjáum til dæmis mun áhrifssagna og áhrifslausra í notkun sagnanna kaupa og versla sem margir nota jöfnum höndum sitt á hvað, öðrum til mikillar armæðu. Samheitaorðabókin gerir greinilega ráð fyrir að fallstjórn skipti máli fyrir merkingu og birtir málpólitíska afstöðu sína mjög snyrtilega; sagnirnar kaupa og versla eru ekki samheiti, en ýmis orðasambönd með þessum sögnum geta verið það. Hvað sem því líður þarf ítarlegri umfjöllun um vinnureglur bókarinnar á þessu sviði og margir lesendur mundu taka því fagnandi ef beyging eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.