Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 4
STJÓRNMÁL „Það komu ekki fram neinar nýjar upplýsingar sem breyta okkar afstöðu. Það voru allir sammála um að það er ekkert í þriðja orkupakkanum sem skyldar Ísland til að leggja sæstreng,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Fimm gestir komu á fund nefnd- arinnar í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Níu gestir til við- bótar koma á fund á mánudag. Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna og Arnars Þórs Jónssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, á fundinum. Arnar Þór, líkt og aðrir sem tala gegn þriðja orkupakkanum, var þar í boði fulltrúa Miðflokksins. Hann sagði að með innleiðingu orku- pakkans myndi Ísland veikja varnir sínar gagnvart þeim sem vilja leggja sæstreng. Sagði hann einnig „lág- markskröfu að lög frá Alþingi byggi á staðreyndum en ekki spádómum“. Þessi orð fóru ekki vel í þingmenn. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, vara- formaður utanríkismálanefndar, segir framgöngu Arnars Þórs óboð- lega. Hann hafi vænt þingmenn um að virða ekki stjórnarskrá, grafa undan fullveldi þjóðarinnar og dregið alvarlega í efa getu þing- manna til að taka upplýstar ákvarð- anir. „Við erum kjörnir fulltrúar og mér finnst þetta ekki endurspegla virðingu gagnvart löggjafarvald- inu. En þessi maður vinnur við að dæma eftir lögum sem við setjum,“ segir Rósa Björk. „Mér finnst alveg spurning, eftir þessa framkomu í dag og skrif hans að undanförnu, að velta upp hvort hann sé óhæfur til að dæma í málum sem snerta EES-samninginn og Mannréttinda- dómstól Evrópu, sem hann hefur líka verið að tjá sig harkalega um.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mál- flutning andstæðinga orkupakkans ekki sannfærandi. „Þetta er orðin yfirgengileg della.“ Málið hafi sam- einað íhaldsarma flokkanna og rök- semdafærsla þeirra sé mun frekar ógn við fullveldi þjóðarinnar en orkupakkinn. Áslaug Arna segir málið hafa oft komið fyrir þingið á síðustu tíu árum og nú sé verið að klára það. „Það var klárað að mestu leyti í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Dav- íðs [Gunnlaugssonar] og Gunnars Braga [Sveinssonar], núna er eftir að aflétta stjórnskipulega fyrirvaran- um og breyta lögum um sjálfstæði Orkustofnunar. Annað er búið. Við erum búin að fá þær undanþágur og fyrirvara sem óskað var eftir. Það er ekkert í málinu sem er að hræðast,“ segir Áslaug Arna. Ekki komi til greina að hætta við innleiðinguna. „Við eigum ekki að nota öryggis- ventilinn sem EES-samningurinn býður upp á nema rík ástæða sé fyrir hendi.“ Undir það tekur Margrét Einars- dóttir, dósent við lagadeild HR, sem kom fyrir nefndina. „Þeir sem eru mest að gagnrýna þriðja orkupakkann vilja meina að í þessu felist skylda til að leggja sæstreng eða heimila lögaðilum að leggja sæstreng. Hvað við ætlum að ná fram með því að synja upptöku er algjörlega óljóst,“ segir Margrét. Varðandi umræðuna og andstöðu almennings segir Áslaug Arna það taka meiri tíma að útskýra afstöðu þeirra sem styðja málið en þeirra sem finna pakkanum allt til foráttu. „Það er auðvelt að hræða fólk. Okkur er öllum annt um fullveldið okkar og auðlindirnar. Málið er auðvitað flókið og auðvelt að þæfa það, en við sem höfum sett okkur vandlega inn í málið, leitað til sér- fræðinga, við erum fullviss um að það sé ekkert að hræðast.“ arib@frettabladid.is Þetta er orðin yfirgengileg della. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar GOÐSÖGNIN NÝR JEEP® WRANGLER jeep.is JEEP® WRANGLER RUBICON Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100% driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar og fjarstýrðar samlæsingar. WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 Ed Sheeran tónlistarmaður Rauðhærða sjarma tröllið heillaði Íslendinga með tvennum tónleikum um síðustu helgi. Samanlagt lögðu 50 þúsund gestir leið sína á Laugardalsvöll. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans Greint var frá miklum rekstrar- halla Land- spítala og nýju skipuriti þar sem gert er ráð fyrir að fækka framkvæmdastjór- um verulega. Páll sagði að allt yrði gert til að vernda grunnþjónustuna og ekki væri stefnt að lokun deilda. Fundað væri stíft með heilbrigðis- ráðuneytinu til að finna lausn. Birna Lárusdóttir talsmaður VesturVerks Spennan vegna Hvalárvirkjunar eykst og allt er á suðupunkti við jarðamörk Seljaness. VesturVerk telur sig í fullum rétti til að bæta veginn á jörðinni og kveðst tilbúin til að kalla til lögreglu ef verkið verður hindrað. Hluti eigenda Seljaness vaktar veginn. Þrjú í fréttum Tónleikaveisla, taprekstur og taugaspenna TÖLUR VIKUNNAR 11.08.2019 TIL 17.08.2019 lítrum af bjór var stolið úr húsnæði Fjölsmiðj- unnar á Akureyri. 1.000 verður lágmarksfjöldi íbúa í hverju sveitarfélagi árið 2026 nái tillaga sveitar- stjórnar- ráð- herra fram að ganga. íbúar skrifuðu nafn sitt á undirskriftalista til að mótmæla áformum um hundagerði í Fossvogsdal. 183 LEIÐRÉTTING Sagt var í frétt á síðu 2 í blaðinu í gær að Nauthóll væri í eigu Múlakaffis, það er ekki rétt. krónum eyddu ríkisstofnanir í mat hjá Múlakaffi í júní síðastliðnum. 3.427.000milljarðar króna er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að Fjarðar- heiðargöng kosti. 34 Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. Utanríkismálanefnd hélt nokkra opna fundi um þriðja orkupakkann síðasta vor. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1.000 Nánar um málið á frettabladid.is 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -A 1 B 8 2 3 9 9 -A 0 7 C 2 3 9 9 -9 F 4 0 2 3 9 9 -9 E 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.