Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 16
UMHVERFISMÁL Á morgun mun hópur fólks ganga upp á Ok þar sem komið verður fyrir sérstöku minnismerki um þennan fallna jökul. Það eru bandarísku vís- indamennirnir Cymene Howe og Dominic Boyer sem standa fyrir viðburðinum. Á síðasta ári var frumsýnd heimildarmynd þeirra sem ber heitið „Not Ok“ sem fjallaði um fjallið sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Vísindamenn telja að ef ekk- ert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum gætu allir íslenskir jöklar horfið á næstu 200 árum. Á minnismerkið eru rituð skilaboð til framtíð- arinnar um að við vitum hvað sé að gerast og hvað þurfi að gera. Aðeins sá sem lesi skila- boðin í framtíðinni viti hvort eitthvað hafi verið gert. Með í för verða Oddur Sig- urðsson jarðfræðingur sem úrskurðaði um afdrif Oks og rithöfundurinn Andri Snær Magna- son sem skrifaði textann á minnis- merkið. Andri Snær segir aðkomu hans tilkomna af því að hann hafi verið fenginn sem viðmælandi í heimildarmyndina um Ok. Heimspekileg áskorun „Þau hringdu í mig og báðu mig að skrifa þennan texta. Það var auð- vitað svolítið heimspekileg áskor- un. Ég hugsaði að ég væri að skrifa þetta fyrir rosalega fáa. Kannski þessar tíu manneskjur sem myndu þvælast upp á Ok á næstu árum. Síðan er þetta sennilega orðinn mest lesni texti sem ég hef skrifað,“ segir Andri Snær. Viðburðurinn hefur nú ratað í f lesta af stærstu fjölmiðlum heims en Andri Snær segir þetta greinilega hafa slegið einhverja nótu í heim- inum. Hann hafi aldrei séð aðra eins umfjöllun. „Það er að verða mjög mikil vakn- ing í heiminum um loftslagsmálin og þau eru náttúrulega stærsta frétt heimsins. Þeir sem hafa haft áhyggjur af þessu í 30 ár hafa ein- mitt kvartað yfir því að það hafi ekki verið þannig.“ Göldrótt tímasetning Andri Snær telur að tímasetningin nú sé svolítið göldrótt. Þannig vilji til að Angela Merkel og allir for- sætisráðherrar Norðurlandanna séu að koma til landsins. „Ég myndi segja að þessi við- burður ætti að hjálpa til við að vekja athygli á þessum málum. Svo er Greta Thunberg akkúrat núna á leiðinni yfir Atlantshafið á skútu. Hún er að sýna að krökkunum er alvara. Það er ekki verið að undir- búa farveginn fyrir þeirra framtíð.“ Þannig hittir á að Andri Snær sem hefur síðustu ár verið að skrifa bók um þessi málefni skilaði loka- próförk í gær. „Svo er það bara beint upp á Ok. Það sem ég er að fjalla um í bókinni er það hvernig nátt- úran er farin að breytast á mann- legum hraða í stað jarðfræðilegs. Á ævi einnar manneskju eru að verða breytingar sem áður gerðust kannski á milljón árum.“ Enginn her til bjargar Andri Snær segir að auðvitað geti það gerst öðru hverju að jöklar hverfi einhvers staðar. „En að þeir séu allir á förum samtímis, það eru hamfarir. Íslendingar hafa verið svolítið værukærir. Við upplifðum auðvitað litlu ísöldina og alls konar sveiflur í jöklum.“ Síðastliðinn júlímánuður mæld- ist hlýjasti mánuður heimsins frá upphafi mælinga og hafa síendur- teknar hitabylgjur gengið yfir víða um heim. „Þetta sumar hefur ekki verið eðlilegt að neinu leyti. Hita- met voru slegin í Evrópu um fjórar gráður. Hitamet eiga að vera slegin um 0,1 gráðu en ekki fjórar. Þetta er algjört rugl,“ segir Andri Snær. Hann segir að reiknað hafi verið út að hægt sé að fara langt með því að draga nægilega mikið úr notkun skaðlegra orkugjafa og auka hlut umhverfisvænni orku fyrir um 2,5 prósent af framleiðslu heimsins. „Það er álíka mikið og hernað- arútgjöld eru að meðaltali í hinum vestræna heimi. Það er samt eng- inn her sem getur forðað okkur frá þessu. Staðan er þannig að annað- hvort vinna allir eða allir tapa.“ Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverð- laun Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað í annað sinn í apríl 2020. Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af menningar-, íþrótta – og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent handrit fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunaafhendinguna niður það árið. Handritum skal skila undir dulnefni, en nafn og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 9. janúar. Utanáskrift: Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur b.t. Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur veitt árlega að vori fyrir handrit að nýrri barna eða ungmennabók. Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2019 fyrir handritið að bókinni Kennarinn sem hvarf. Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2020 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur rennur út 1. október. Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum: launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Allar umsóknir eru nú einstaklingsumsóknir; í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega. Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef loka- eða framvinduskýrslu vegna síðustu úthlutunar hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Vakin er athygli á að atvinnuleikhópar sækja til leiklistarráðs (styrkir til atvinnuleikhópa); umsóknin getur einnig gilt til lista- mannalauna sé merkt við þar til gerðan reit í umsóknarformi. Umsóknareyðublað og eyðublað fyrir framvinduskýrslu ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn og stefnu stjórnar, má finna á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Zoëga og Guðmundur Markússon á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is. Stjórn listamannalauna, ágúst 2019 Umsóknarfrestur 1. október Listamannalaun 2020 Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Þegar Andri Snær Magnason rithöfundur var beðinn um að skrifa texta á minnismerki um Ok, jökulinn sem hvarf, hélt hann sig vera að skrifa fyrir örfáa einstaklinga. Nú er þetta líklega orðið hans mest lesni texti frá upphafi. Á ævi einnar manneskju eru að verða breytingar sem áður gerðust kannski á milljón árum. Andri Snær Magnason rithöfundur Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar “Not Ok.” MYND/RICE UNIVER- 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -A B 9 8 2 3 9 9 -A A 5 C 2 3 9 9 -A 9 2 0 2 3 9 9 -A 7 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.