Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 70
Hassan Shahin klæð-skeri stendur fyrir utan saumastofu sína á Hver f is-götu 43 og nýtur sólarinnar. Hann er með málband lagt yfir axlirnar og heilsar glaðlega. Hann býður blaða- manni í vistlega saumastofu sína og býður upp á konfekt úr risastórri Mackintosh-dollu. Búðareigendur á Laugavegi eru duglegir að benda á Hassan ef viðskiptavini vantar að láta gera við f líkur sínar því hann þykir afar fær klæðskeri. Hann hefur ekki efni á að aug- lýsa en fer stundum með bunka af nafnspjöldum og dreifir þeim í verslanir og til vegfarenda. Og orð- sporið breiðist út. Hann saumar einnig gluggatjöld, eða gerir við og setur upp fyrir viðskiptavini sína. „Það er nóg að gera, en því miður kannski aðeins minna undan- farið vegna framkvæmdanna,“ segir Hassan. Framkvæmdirnar eru nokkru neðar í götunni og enn slæðast því viðskiptavinir til Hass- an. Það er honum mikilvægt að við- skiptin haldist góð enda hefur hann lagt allt sitt undir. Og kannski meira en aðrir í götunni ef nánar er að gáð. Er að frá morgni til kvölds Það eru tvö ár síðan Hassan kom fyrst til Íslands sem f lóttamaður. Hann kom allslaus til landsins frá Írak þar sem hann bjó með föður, móður og bróður við erfiðar aðstæður. En þangað f lúði hann fjórum árum áður frá Damaskus í Sýrlandi. Hann fékk samþykkta umsókn sína um hæli á Íslandi fyrir ári. „Ég dvaldi fyrst um sinn á Arnar- holti og þar var mér bent á Rauða krossinn í Efstaleiti. Ég fór að fara þangað og þar kynntist ég til dæmis Atla Bollasyni sjálf boðaliða sem aðstoðaði mig mikið. Hann bjó hérna hinum megin við götuna og þegar ég sá þetta húsnæði auglýst hringdi ég strax í hann. Og hér er ég nú,“ segir hann og brosir breitt. „Ég er ánægður hér á Íslandi og finnst lífið gott. Og meira að segja veðrið. Mér hefur gengið vel, ég byrja daginn á vinnu í Ásvalla- laug í Hafnarfirði. Vinn þar frá því snemma um morguninn, hálf sjö til hálf ellefu, síðan kem ég hingað og opna saumastofuna og á kvöldin stunda ég nám í íslensku hjá Mími. Ég hef farið á nokkur námskeið og þetta er allt að koma,“ segir hann. Hann segir þrautseigju þann eig- inleika sem hafi komið sér af stað í atvinnuleit og verslunarrekstri. „Ég hef unnið alla tíð sem klæðskeri og því vildi ég halda áfram.“ Sælkerabúðin á horninu Franska sælkeraverslunin Hyalín, rekin af þeim Arnaud-Pierre Fourt- Lífið á Hverfisgötu Blaðamaður heimsótti litla saumastofu, sælkeraverslun og veitingastað á Hverfis- götu og ræddi við eigendur um reksturinn og lífið. Framkvæmdir í götunni hafa dreg- ist á langinn og haft áhrif á reksturinn. Hassan Shahin klæðskeri á saumastofu sinni á Hverfis- götu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Hassan hefur unnið við saumaskap öll sín fullorðinsár. MÉR HEFUR GENGIÐ VEL, ÉG BYRJA DAGINN Á VINNU Í ÁSVALLALAUG Í HAFNAR- FIRÐI. VINN ÞAR FRÁ ÞVÍ SNEMMA UM MORGUNINN, HÁLF SJÖ TIL HÁLF ELL- EFU, SÍÐAN KEM ÉG HING- AÐ OG OPNA SAUMA- STOFUNA OG Á KVÖLDIN STUNDA ÉG NÁM Í ÍSLENSKU HJÁ MÍMI. Hassan Shahin ané og Didier Fitan, á sér trygga aðdáendur. Í versluninni er fjöl- breytt úrval af hágæða vörum frá Frakklandi. Stór og ilmandi hvít- lauksknippi grípa augað, mikið úrval af súkkulaði, ostar, olíur, sósur og paté, svo fátt eitt sé nefnt. Við búðarborðið eru alræmdar saltkaramellur í skál sem eru vin- sælar á meðal viðskiptavina. Þeir Arnaud og Didier eru frá Suðvestur- Frakklandi og fluttu hingað til lands fyrir fjórum árum. Þeir höfðu áður ferðast oft til landsins og heillast af samfélaginu og náttúrufegurð landsins. Þeir bjuggu áður í París í mörg ár, þar ráku þeir bókaforlagið Kaiserin Edit ions. „Við bjuggum lengi í París en eftir margar ferðir hingað til lands þá hugsuðum við með okkur, af hverju ekki? Af hverju ekki að flytja til Íslands?“ Orðsporið skiptir máli Þeim líkar vel á Íslandi og leggja mikinn metnað í verslun sína. Þeir handvelja allar vörur til sölu, marg- ar eru frá fjölskyldufyrirtækjum í Frakklandi og lífrænar. „Lang- stærstur hluti viðskiptavina okkar eru Íslendingar og fólk af frönskum uppruna. En hingað koma líka stundum ferðamenn. Við höfum ekki ráð á að auglýsa og orðsporið er það sem skiptir okkur máli.“ Arnaud segir að sér líki vel á Íslandi. „Myrkrið og veturinn trufla okkur ekki, mér finnst birtan á sumrin erfiðari að venjast. Eftir jólaösina þá lokum við búðinni í heilan mánuð í janúar. Þá tökum við okkur frí og förum til Frakklands.“ Arnaud segir veðrið hafa haft góð áhrif á viðskiptin undanfarna mánuði og segir það hafa vegið upp á móti framkvæmdunum neðar í götunni. „Viðskiptin voru verri síðasta sumar og það var örugglega vegna veðursins. Það hefur verið gott veður í sumar og f leiri á ferli þrátt fyrir framkvæmdirnar,“ segir Arnaud. „Ég verð var við umræðu um að það sé erfitt aðgengi að mið- borginni. Ég er ekki viss um að það Framhald á síðu 32 Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 9 -D 8 0 8 2 3 9 9 -D 6 C C 2 3 9 9 -D 5 9 0 2 3 9 9 -D 4 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.