Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 20
FÓTBOLTI Selfoss og KR leiða saman hesta sína í úrslitaleik Mjólkur­ bikars kvenna í knattspyrnu síð­ degis í dag. Það verður Egill Arnar Sigurþórsson sem flautar til leiks á Laugardalsvellinum klukkan 17.00. Þetta verður í fyrsta skipti sem Egill Arnar dæmir bikarúrslitaleik í meistaraflokki. KR býr að ríkari hefð hvað bikar­ meistaratitla varðar en félagið freistar þess að vinna sinn fimmta bikarmeistaratitil á meðan Selfoss hefur tvisvar sinnum farið í bikar­ úrslit og tapaði í bæði skiptin. KR vann bikarkeppnina síðast árið 2008 en þá skoraði Hólm­ fríður Magnúsdóttir núverandi leikmaður Selfoss þrjú marka KR í 4­0 sigri gegn Val. Selfoss laut hins vegar í lægra haldi fyrir Stjörnunni í bikar úrslitum árin 2014 og 2015. Selfoss að reyna í þriðja sinn Anna María Friðgeirsdóttir, fyrir­ liði Selfoss, kom inn á sem vara­ maður í fyrra tapinu en var í byrj­ unarliðinu í seinna tapinu. Hún segir það hafa verið á markmiða­ lista sínum fyrir sumarið að fara í bikarúrslit en Alfreð Elías Jóhanns­ son, þjálfari liðsins, hafi skammað hana fyrir að ganga ekki nógu langt í markmiðas etningu sinni. „Góður árangur okkar í sumar hefur alls ekki komið okkur á óvast og það var til að mynda á markmiðalistanum mínum að fara alla leið í bikarúrslit. Alfreð Elías var hins vegar ekki ánægður með það og vildi að ég breytti því í að vinna titilinn. Það er vissulega rétt hjá honum að það er bjánalegt að stefna ekki á sigur þegar þú ert komin svona langt,“ segir Anna María um sumarið á Selfossi. „Það er mikil stemming fyrir þessum leik á Selfossi og það hjálp­ ar okkur mikið hvað bæjarbúar standa þétt við bakið á okkur. Við erum með mikið breytt lið frá því að við vorum síðast í úrslitum og aðrir lykilleikmenn en voru þá. Við erum staðráðnar í að brjóta blað í sögu félagsins og vinna okkar fyrsta bikarmeistaratitil í þessum leik. Þetta eru jöfn lið og KR­ingar eru með betra lið en staða þeirra í deildinni gefur til kynna. Við verð­ um bara að fara eftir þeim gildum sem hafa komið okkur í þennan leik og eiga okkar besta leik til þess að takast það sem við ætlum okkur,“ segir hún um komandi verkefni. Skemmtilegasti leikur ársins Lilja Dögg Valþórsdóttir, varnar­ maður KR sem hefur orðið bikar­ meistari með KR, Val og Breiðabliki, segir það alltaf jafn skemmtilegt að undirbúa sig fyrir bikarúrslitaleik og leikdagurinn í bikarúrslitum sé engum líkur. „Þetta er klárlega skemmtilegasti leikur sem ég spila og það verður ekkert þreytt að fá að taka þátt í honum. Undirbúningur okkar hefur og mun verða frekar hefð­ bundinn utan þess að við hentum okkur í rappgírinn og tökum upp pepplag fyrr í vikunni. Það er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér að ég myndi gera að vera í rappmynd­ bandi en hvað gerum við ekki fyrir boltann?“ segir Lilja Dögg um stemminguna í Vesturbænum. „Spilamennska okkar hefur verið sveiflukennd í sumar en mér finnst við hafa bætt okkur í síðustu leikjum okkar og við mætum fullar sjálfstrausts í þennan leik. Þetta verður jafn leikur og það mun bara ráðast á því hvort liðið nær að sýna sitt rétta andlit hvorum megin bikarinn endar. Þetta eru lið sem spila ólíkan leik­ stíl og ég á von á skemmtilegum leik. Vonandi endar hann á jákvæðan hátt og allt of langri bið KR­liðsins eftir bikarmeistaratitli ljúki,“ segir þessi þrautreyndi varnarmaður um leikinn. hjorvaro@frettabladid.is Bikarinn á Selfoss eða í Vesturbæinn KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands­ liðið í körfubolta leikur í dag gríð­ arlega mikilvægan leik í undan­ keppni  EuroBasket 2021  þegar Portúgal kemur í heimsókn í Laug­ ardalshöll. Þetta er annar leikur liðanna á tíu daga tímabili eftir að Portúgal vann leik liðanna ytra með minnsta mun, 80­79, þar sem það munaði millimetra að Ísland hefði sigur með lokaskoti leiksins. Íslenska liðið hefur fengið tæpa viku í hvíld í undirbúningnum fyrir þennan leik og að sögn lands­ liðsþjálfarans var lítið um meiðsli innan hópsins. Eftir sextán stiga sigur Portúgals á Sviss á miðvikudaginn er það ljóst að Portúgal tryggir sér sigur í riðl­ inum með sigri í dag þó að Ísland og Sviss eigi eftir að mætast. Það er því Erum með betra lið en Portúgal og eigum að vinna í dag Selfoss getur orðið bikarmeistari í knatt- spyrnu kvenna í fyrsta skipti þegar liðið leikur gegn KR sem hefur aftur á móti unnið keppnina fjórum sinn- um. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í sumar en lykilleikmenn lið- anna sem keppa í dag búast við jöfnum og spennandi leik. Þórunn Helga Jónsdóttir, fyrirliði KR, og Anna María Friðgeirsdóttir, kollegi hennar hjá Selfossi, berjast um bikarinn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þetta er klárlega skemmtilegasti leikur ársins og það verður ekkert þreytt að fá að taka þátt í honum. Lilja Dögg Valþórsdóttir allt undir hjá íslenska liðinu í dag við að komast í lokakeppni Euro­ Basket þriðja skiptið í röð. „Okkur fannst að við ættum að vinna leikinn úti þó að þeir væru að hitta á einn sinn besta leik í langan tíma. Það voru allir að hitta hjá þeim og það gekk allt 50/50 upp hjá þeim sem segir mér að við eigum að vinna í dag. Við erum betri en Portúgal í körfubolta, erum með betra lið og hæðina á þá sem fyllir mann sjálfstrausti fyrir leikinn. Þetta er leikur sem við verðum að vinna eftir úrslitin í leik Portúgals og Sviss,“ sagði Martin Hermanns­ son, aðspurður út í andstæðing dagsins. Stutt er síðan liðin mættust síðast í Laugardalshöllinni þar sem Ísland vann öruggan 24 stiga sigur en Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, á von á erfiðari leik í dag. „Það var sérstakur leikur, það var ljóst að liðin kæmust ekki áfram úr riðlinum. Portúgal saknaði nokk­ urra lykilleikmanna á meðan við vorum með afar sterkt lið þann daginn. Þeir eru komnir með nýjan bandarískan leikmann og eru með gott og reynslumikið lið, menn sem leika í sterkum deildum og ég sé fram á erfiðan leik í dag,“ sagði Craig. Aðspurður út í að stærð sigursins gæti skipt máli sagðist Craig ekki vera að velta sér upp úr því. „Við erum ekkert að velta okkur upp úr því hversu stór sigurinn er, ef við vinnum leikinn þá erum við með örlögin í okkar höndum fyrir lokaleikinn gegn Sviss á miðviku­ daginn.“ – kptMartin átti stórfínan leik síðast þegar liðin mættust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -B A 6 8 2 3 9 9 -B 9 2 C 2 3 9 9 -B 7 F 0 2 3 9 9 -B 6 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.