Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JAKOB BENEDIKTSSON + Sigurður Jakob Benediktsson fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 23. janú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (f. 5.1. 1878, d. 15.10. 1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi á Fjalli, (f. 12.11. 1865, d. 12.12. 1943). Systkini Jakobs voru Halldór Benedikt (f. 28.11. 1908, d. 29.10. 1991), bóndi á Fjalli, og Margrét (f. 24.12. 1913, d. 20.3. 1942), hús- freyja á Stóra-Vatnsskarði. Kona Halldórs var Guðrún Þóra Þorkelsdóttir (f. 17.4. 1918, d. 21.11. 1995). Þau áttu kjördótturina Margréti (f. 2.2. 1946, d. 2.7. 1992). Margrét giftist Ólafi Þ. Ólafssyni vél- stjóra og eignuðust þau börnin Þóru Halldóru, Bryndísi og Jakob Benedikt. Eiginmaður Margrétar Benediktsdóttur var Benedikt Pétursson (f. 12.11. 1892, d. 11.9. 1964), bóndi á Stóra-Vatnsskarði. Synir þeirra eru Benedikt (f. 7.9. 1938), bóndi á Stóra-Vatns- skarði, og Grétar (f. 20.11. 1941), bifvélavirki á Akureyri. Kona Benedikts er Marta Magnúsdóttir og eiga þau börnin Margréti, Benedikt, Ástu Nínu, Halldóru og Guðmund. Kona Grétars er Erna Bjarnadóttir og eiga þau börnin Benedikt og Sigurlaugu. Jakob varð stúdent utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík 1926 og lauk cand. mag.-prófí í latínu og grísku við Hafnarháskóla 1932. Dr. phil varð hann við sama skóla 1957. Hinn 17. júní 1936 gekk Jakob að eiga Grethe Kyhl (f. 26.8. 1909, d. 3.10. 1996), mag. art. í klassískri fomleifafræði. Hún var dóttir Olafs Kyhl ofursta og konu hans, Gerdu Kyhl. Hún kenndi um skeið dönsku við Háskóla íslands og vann við þýðingar; var Jakobi auk þess ómetanlegur samstarfs- maður við prófarkalestur og textaútgáfu. Jakob starfaði í Kaupmannahöfn til ársins 1946. Hann var stundakennari við ýmsa skóla í Kaupmannahöfn 1932- 37; aðstoðarmaður prófess- ors Chr. Blinkenbergs við útgáfu grískra áletrana frá Lindos 1933- 42; starfsmaður við orða- bók Árnanefndar um fornís- lensku 1939-46; bókavörður við Háskólabókasafnið í Kaup- mannahöfn 1943-46. Á Hafnar- ámnum hófst samstarf þeirra Jakobs og Halldórs Laxness. Jak- ob þýddi íjölmörg verka Laxness á dönsku og naut þar dyggrar aðstoðar konu sinnar. Eftir að Jakob Benediktsson helgaði líf sitt því starfi að ljúka upp leyndardóm- um fortíðar þannig að gagnast mætti sem flestum, skýra samhengið í menningarsögu Islendinga. Hann var afkastamikill textafræðingur og útgefandi fombókmennta, latínu- texta og klassískra fræða,_ aðalrit- stjóri Orðabókar Háskóla íslands í tæpa þrjá áratugi, höfundur ritgerða á breiðu sviði bókmennta og sagn- fraeði. Hann var fjölmenntaður og forvitinn vísindamaður, vandvirkur og vinnusamur, öðrum fyrirmynd um gagnrýna hugsun og vinnubrögð. En hann var ekki við fortíðarfjölina eina felldur heldur virkur þátttak- andi í menningarlífí sinnar samtíðar og raunar er verkaskrá hans svo viðamikil að dygði mörgum mönnum og ólíkum. Jakob var vökull yfírles- ari skálda og fræðimanna, afkasta- mikill þýðandi bókmenntaverka á ís- lensku, höfuðþýðandi Halldórs Lax- ness á dönsku, stjórnarmaður Máls og menningar og meðritstjóri tíma- Crfisdrykkjur Uaitingahú/ið GflPt-mn Sími S55 4477 Blémastofa Iridflnn# Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. ritsins um áratuga skeið. Hann hafði brennandi áhuga á sígildri tónlist sem hann kynntist ungur maður í Kaupmannahöfn og vann merkilegt hugsjónastarf með félögum sínum í Kammermúsíkklúbbnum við tón- leikahald. Bemskuheimili Jakobs á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði var menn- ingarheimili og hann ólst upp við ást á bókum og tónlist sem fylgdi honum ævina á enda. Benedikt faðir hans hvatti hann til mennta og studdi hann sjálfur fyrstu skrefín. Enginn skóli var í Seyluhreppi á þessum ár- um og skólaganga torsótt fátækum sveitapilti. Fyrst kenndi séra Tryggvi Kvaran á Mælifelli honum undirstöðuatriði í ensku og dönsku og síðar las séra Hálfdan Guðjóns- son á Sauðárkróki með honum undir próf í fyrsta bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri vorið 1921. Ári seinna sat hann nokkrar vikur í þriðja bekk og tók svo gagnfræðapróf utanskóla. Haustið 1923 settist Jakob í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og sat þá eina vetur sinn allt til stúd- entsprófs samfellt á skólabekk. Vet- urinn 1924-25 fékk hann tilsögn hjá þriðja prestinum í Skagafírði, séra Hallgrími Thorlacius, og tók svo stúdentspróf utanskóla vorið 1926. Þrátt fyrir þessa slitróttu skóla- göngu náði Jakob afburðaárangri á stúdentsprófí og hlaut fjögurra ára styrk til framhaldsnáms. Hann hélt til Kaupmannahafnar sama haust, nítján ára gamall og hóf nám í klassískum fræðum, latínu og grísku. Kandídatsprófi lauk hann 1932 og var næstu árin stundakenn- ari við ýmsa skóla í Danmörku. I há- skólanum kynntist hann Grethe Kyhl og þau gengu í hjónaband árið 1936, sama ár og hún lauk kandídatsprófi í fornleifafræði. Grethe var alla tíð nánasti sam- verkamaður Jakobs og þau hjón ein- staklega samrýnd, samband þeirra byggt á gagnkvæmri virðingu, djúpri umhyggju og ástúð. Þau voru sam- stillt í áhuga sínum á fræðum og góðum bókmenntum, fagurri tónlist, skemmtilegu fólki og lifandi sam- ræðu og jafn einhuga í fullkomnu áhugaleysi um veraldleg gæði og dægurflugur. Fyrstu árin eftir námslok fékkst Jakob m.a. við útgáfu fornra grískra texta en tók líka, fyrir hvatningu Jóns Helgasonar prófessors, að þau Grethe fluttust til íslands var Jakob forstjóri Máls og menningar í tvö ár. Árið 1948 varð hann forstöðumaður Orðabókar Háskóla Islands og gegndi því starfí til 1977. Af öðrum störfum Jakobs má nefna að hann var ritstjóri tímaritsins Fróns (1-3) í Kaup- mannahöfn, ritstjóri Tímarits Máls og menningar um áratugi og meðritstjóri af íslands hálfu fyrir Kulturhistorisk Leksikon. Hann gaf út fjölda rita, þeirra á meðal Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns, VII, X og XI bindi 1940-43; Arngrimi Jonae Opera Latine conscripta I-IV 1950-57 og Landnámabók og fslendingabók 1968. Dokt- orsrit Jakobs er Arngrímur Jónsson and his works (Kbh. 1957). Um ritstörf Jakobs má fá glöggt yfírlit í Lærdómslistum, riti sem gefíð var út honum til heiðurs áttræðum. Titlar rita hans munu vera á sjöunda hundrað. Jakob hlaut stúdenta- stjörnuna 1969 og var gerður heiðursdoktor við fimm há- skóla. Ótalin eru félagsstörf af ýmsu tagi. Hann var formaður útvarpsráðs 1946-49, formaður Kínversk-íslenska menningar- félagsins 1953-75 og Félags ís- lenskra fræða 1954-57; for- maður Islenskrar málnefndar 1966-77; í stjórn Vísindasjóðs 1968-74 og í stjórn Orðabókar Háskóla íslands frá 1970, og er þá fátt eitt talið. Hann var mik- ill áhugamaður um tónlist og voru þau hjón mikilvægur bak- hjarl Kammermúsikklúbbsins áratugum saman. Minningarathöfn um dr. Jak- ob fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 1. febrúar kl. 13.30. beina sjónum að íslenskum latínu- textum. Fyrsta bók Jakobs var út- gáfa á verkum Gísla Magnússonar árið 1939, og síðan fylgdu margar í kjölfarið. Höfuðverk hans á þessu sviði er útgáfa á verkum Arngríms Jónssonar lærða í þremur bindum 1950-52 og skýringarbindi 1957, en hluti þess var jafnframt doktorsrit- gerð Jakobs frá Hafnarháskóla. Jakob bjó í Kaupmannahöfn í tutt- ugu ár og fékkst við fjölbreytileg við- fangsefni: hann hóf að þýða bækur Halldórs Laxness á dönsku 1935 og þýddi tíu verk hans, hið síðasta var Atómstöðin sem út kom 1952 og Jak- ob vann í félagi við Grethe konu sína. Hann ritstýrði tímaritinu Fróni 1943-45, vann að undirbúningi forn- íslenskrar orðabókar, var styrkþegi Amanefndar 1939-46 og bókavörður á Háskólasafninu 1943-46. Þegar Jakobi bauðst árið 1946 að leysa Kristin E. Andrésson af við stjórnvöl Máls og menningar fékk hann leyfi frá bókavarðarskyldum og hélt heim. Ái'ið 1948 var hann síðan ráðinn aðalritstjóri Orðabókar Há- skólans og því starfi gegndi hann til ársins 1977 þegar hann fór á eftir- laun. Meginverkefni Orðabókarinnar á þeim árum var skráning orða úr bókum og handritum, og söfnun úr talmáli með tilstyrk útvarpsþáttanna íslenskt mál. Þá orðtók Jakob elstu Biblíur okkar og skráði á seðla tor- læsilegt orðabókarhandrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík í níu stór- um bindum og gerði með þeim hætti aðgengilega einstaka heimild um ís- lenskt mál við upphaf átjándu aldar. Jakob var formaður Islenskrar mál- nefndar um árabil og ritaði fjölmarg- ar greinar um sögu orðaforðans, málfar og málstefnu. Meðal viðameiri verkefna Jakobs eftir heimkomu var að ritstýra í félagi við aðra fræðimenn stórri menningar- sögulegri orðabók um norrænar mið- aldir, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, sem kom út í 22 bindum á árunum 1956-78. Jakob skrifaði þar um 300 greinar auk þess að vera lengstum höfuðritstjóri um málefni tengd íslandi. Af öðrum við- fangsefnum hans á þessum árum má nefna undirstöðuútgáfu á Landnámu og íslendingabók sem hann vann fyr- ir Fomritafélagið og út kom 1968. Eftir að Jakob fór á eftirlaun tók hann að sér að ritstýra handbókinni Hugtök og heiti í bókmenntafræði sem út kom 1983. Hann skrifaði raun- ar sjálfur langflestar greinar í þá bók og sýndi þar enn yfirburðaþekkingu sína og einstakan hæfíleika til að greina kjama frá hismi og gera svo grein fyrir flóknum fræðum að allir skildu án þess að slaka á kröfum. Jakob var heiðursdoktor frá fimm háskólum og tvö afmælisrit hafa komið út honum til heiðurs; hið fyrra með sjötíu ritgerðum eftir jafnmarga fræðimenn á sjötugsafmæli hans, hið seinna tíu árum síðar með ritgerðum eftir hann sjálfan og ítarlegri skrá 580 ritverka hans, stórra og smárra. Þessa skrá hélt hann áfram að lengja framundir hið síðasta, að sjónin hafði daprast svo að hann átti erfitt um lestur. Jakob var af og til stunda- kennari við Háskóla Islands og alla tíð óþreytandi við menntun sam- ferðamanna sinna; ötull og vinsæll fyrirlesari, jákvæður og gagnrýninn yfirlesari á verk annarra fræði- manna, hann sat í fjölmörgum dóm- nefndum og átti margvísleg sam- skipti við fræðimenn um allan heim. Jakob var hjartahlýr maður og fé- lagslyndur, kunni betur en aðrir menn að njóta lífsins. Hann tók hverjum manni af fullkomnu yfirlæt- isleysi og talaði við ungt fólk sem var að hefja sína fræðagöngu einsog jafningja, forvitnaðist um sjónamið og ný viðhorf af opnum huga. Þannig tók hann mér þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna fyrir rúmum tveimur áratugum. Þá höfðu bæði að mestu lokið sinni formlegu starfsævi og gátu helgað sig frjóum lífsnautn- um: lesið og spjallað langt inn í nótt- ina, hlustað á góða tónlist, sofið frameftir á morgnana. Bækur og tímarit voru í hverju horni og mér fannst andrúmsloftið þrungið mennta- og menningarangan, sem kannski var vegna þess að hann reykti pípu og hún vindla og þau voru lítið fyrir að rífa upp glugga. Heimsóknirnar urðu margar og ég vil þakka fyrir þær, tebollana alla og kexið, sögumar og staupin sem skemmtilegra var að stinga útúr með Jakobi og Grethe en öðru fólki. Eg var líka svo lánsamur að vinna tvisvar undir leiðsögn Jakobs, fyrst sem sumarstrákur á Orðabókinni og seinna að Hugtökum og heitum í bókmenntafræði. Þar komst maður í tæri við meistara Jakob, lærdóms- manninn sem aldrei féll verk úr hendi en hafði þó endalausan tíma til að spjalla um þau viðfangsefni sem fáfróðum strák þóttu mikilsverð. Engum manni hef ég átt samleið með sem hefur kennt mér meira og sat ég þó aldrei tíma hjá honum. Ég vil þakka Jakobi fyrir uppeldið og þeim hjónum ómetanlega vináttu. Ornólfur Thorsson. Jakob var að fyrra nafni skírður eftir öfum sínum. Sigurðarnafnið festist þó ekki við hann, en Jakobs- nafnið hefur verið Benedikt föður hans kært. Bróðir Benedikts hét því nafni og lést tvítugur að aldri árið 1880 meðan hann var við nám í Lat- ínuskólanum. Föðurbróðir Bene- dikts var séra Jakob Benediktsson, síðast prestur í Glaumbæ, og kenndi hann frænda sínum Benedikt ýmis bókleg fræði. Börn sr. Jakobs voru mjög tónelsk og mun Benedikt hafa fengið tilsögn hjá þeim í söng og org- elleik. Líf hans og heimili hefur þannig mótast af kynnum við þetta frændólk sitt. Einn sona sr. Jakobs var Halldór og drukknaði ungur. Svo virðist sem Benedikt hafi látið skíra yngri son sinn eftir honum. Mér finnst Jakob frændi minn alla tíð hafa verið mér nálægur þó að oft hafi liðið langt á milli funda. Ég þekkti líka fólkið hans fyrir norðan. Þegar ég kom lítill kaupstaðarstrák- ur að Fjalli árið 1956 var sú mikla öðlingskona Sigurlaug Sigurðardótt- ir, móðir Jakobs, orðin ekkja fyrir allmörgum árum og var ,í horninu“ hjá Halldóri syni sínum og konu hans, þóru. Gamla konan gekk þó í öll verk enda annáluð dugnaðar- manneskja. Á austurveggnum í litlu stofunni hjá þeim Halldóri og þóru var mynd af henni ungri og önnur af Benedikt manni hennar. Á milli þeirra var mynd af syninum Jakobi við skrifborðið sitt í Kaupmannahöfn og bókastaflarnir allt í kring. Þarna í stofunni var líka orgelið sem Bene- dikt hafði m.a. kennt bróðursyni konu sinnar, Pétri Sigurðssyni, að spila á. Þessir tveir, tónskáldið Pétur og Benedikt, bassinn hreimfagri, stofnuðu Bændakórinn og sungu með honum á árunum 1917-1927 eins og Kristmundur á Sjávarborg grein- ir skilmerkilega frá í bókinni Stilltir strengir. Um þennan tvöfalda kvar- tett var enn talað í Skagafirði ára- tugum síðar. I þeim litla hóp voru auk eiginmanns Sigurlaugar tveir bræður hennar og tveir bróðursynir. Þeir bræður, Halldór og Jakob, hafa þannig fengið tónlistargáfuna úr báðum ættum. Halldór var einn af stofnendum karlakórsins Heimis og söng með honum í meira en hálfa öld. Jakob varð manna fróðastur um tónlist og gat spilað að því er virtist áreynslulaust eftir nótum. I Seyðis- fjarðarkirkju spilaði hann eitt sinn undir hjá Sigurði Skagfield á tón- leikum sem efnt vai' til í snatri í stuttri viðdvöl snemma á fjórða ára- tug þessarar aldar. Og á Hafnarár- unum mun hann hafa sungið_ dúett með sveitunga sínum Stefáni Islandi á góðra vina fundi. Ógleymanlega stund átti ég með Jakobi á haust- mánuðum þegar hann rifjaði upp þessi gömlu atvik, nýfluttur inn á dvalar- og hjúkrunarheimilið í Skóg- arbæ í Reykjavík. Mér þótti það einkennilegt í æsku að foreldrar þeirra bræðra, Jakobs og Halldórs á Fjalli, skyldu bæði vera Sigurðarbörn og fædd á sama bæ, Stóra- Vatnsskarði. Bamsvitið skildi þetta ekki. Reyndar var Bene- dikt fluttur frá Vatnsskarði áður en Sigurlaug fæddist. En atvikin hög- uðu því svo að þau eignuðust fram- tíðarbólstað á Éjalli, næsta bæ við Vatnsskarð. Jarðirnar liggja saman og ná m.a. yfir mikinn hluta Grísa- fells, þess dulmagnaða fjalls. Vett- vangur þessa ættfólks hélt áfram að vera á báðum jörðunum því systir þeirra bræðra, Margrét, giftist til Vatnsskarðs og gekk að eiga Bene- dikt Pétursson. Hún lést ung að aldri árið 1942. Synir hennar, þeir Bene- dikt og Grétar ólust svo upp hvor á sinni jörðinni, Benedikt hjá fóður sínum á Vatnsskarði og Grétar hjá Sigurlaugu ömmu sinni á Fjalli. Benedikt býr nú á Vatnsskarði en Grétar á Akureyri. Það vantaði bara að hann settist að á Fjalli! En þar tók Halldór við búi meðan Grétar var enn ungur að árum. Þeir Bene- dikt og Grétar eru einu nánu ætt- ingjar Jakobs af sinni kynslóð. Mar- grét, dóttir Halldórs, lést árið 1991, langt um aldur fram. Það var þeim Jakobi og Grethe vissulega mikið áfall enda hafði Margrét búið hjá þeim á skólaárum sínum og verið þeim stoð og stytta eftir að ellin knúði dyra. En áfram nutu þau hjón frábærrar hjálpsemi Ólafs þ. Ólafs- sonar, eiginmanns Möggu. Jakob hélt lengra en systkini hans, og í Kaupmannahöfn kynntist hann Grethe sem hann löngu síðar fluttist með til íslands. Jakob kom á hverju sumri norður í Skagafjörð á þessum miklu annaárum sínum, og oftast var Grethe með honum í fór. Þess var beðið með eftirvæntingu að rútan skilaði þeim á leiðarenda. Sér- stakur svipur var yfir heimilinu þann tíma sem þau stóðu við. Andagtugur fylgdist maður með þessu fólki og skynjaði þyt heimsmenningarinnar. Og hlý hönd var lögð á koll drengs- ins. Oftar en einu sinni kom Steffen, systursonur Grethe, með þeim á æskuslóðir Jakobs. Þá heyrði maður dönsku óma um bæinn. Steffen var Jakobi alla tíð mjög kær, og margoft kom hann til íslands til að vera sam- vistum við þau Grethe. Eftir á að hyggja var merkilegt að fylgjast með þeim bræðrum við vinnu. Þeir fóru að engu óðslega, en furðulegt var hve vel þeim vannst. Eitt sinn munaði reyndar mjóu að illa færi. Þeir voni að moka af vagn- inum í súreysgryfjuna með forláta heykvíslum. Það var fullþröngt fyrir tvo og Halldór rispaði gagnaugað á bróður sínum. Jakob lét sér hvergi bregða og hélt mokstrium áfram, sagði að sár greru fljótt á höfði. Hann færði heimilinu ævinlega lesefni. Eitt sinn kom hann með rit- gerðir þórbergs í tveimur stórum bindum. Dagana á eftir tók Halldór sér óvenjulanga matartíma _ og sofnaði ekki við lesturinn eins og hann gerði stundum þegar efnið var þynnra. Nú eru þau góðu hjón, Jakob og Grethe, bæði horfin sjónum. Maður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.