Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 9 Þolinmæði lánardrottnanna hefur verið á þrotum og eigendunum gert Ijóst að ef ekki næðist að leysa úr málunum, yrði fé- lagið keyrt í gjaldþrot fyrir áramót Kaup- þing Búnaðarbanki er stærsti lánardrott- inn félagsins og næst stærsti hluthafi en ásamt bankanum standa að sambanka- láni Norðurljósa Landsbanki íslands og ABN Amro. Rekstur Norðurljósa hefur gengið ágætlega að undanförnu en skuldirnar hafa sligað félagið. Reykjavíkurflugvelli kLH.45í gærmorgun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Lagasetning að litlu haldi „Ég hef mun minni áhyggjur af eignarhaldi fjölmiðla nú en ég hafði áður,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi borgarstjóri. Hún var einn gesta á opnum fundi Politica, félags stjórnmálafræði- nema, sem haldinn var í hátíðarsal Háskólans. „Hér áður var Morg- unblaðið með þvílíka yf- irburði á þessum mark- aði að með eindæmum var. Mér er rórra núna þegar annar stór aðili myndar mótvægi við þennan fyrrum risa." Ingibjörg telur laga- setningu um eignarhald fjölmiðla ekki koma að gagni. „Það ætti fremur að líta til þess að tryggja með einhverjum hætti að eigendur skipti sér ekki af málefnum innan ritstjórnar. Það er nógu erfitt að standa í fjöl- miðlarekstri án þess að fleiri boð og bönn komi til. En auðvitað er mikil- vægt að fylgjast vel með og gæta þess að það sem hefur gerst víða erlendis komi ekki fyrir hér.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Flottust! Magnús og Jón Gunnar i góðum fíling ásamt bakraddasöngkonunum þremur. Þúsund manna hátíð í Kaplakrika: Idol í Kaupþingi Fyrrum söngvari hljómsveitar- innar Þeys, Magnús Guðmundsson, er Idol Kaupþings Búnaðarbanka. Magnús deilir sigrinum með starfs- félaga sínum Jóni Gunnari Sæ- mundsen og þremur bakraddasöng- konum. Öll vinna þau í lífeyrisdeild bankans. Idol-keppnin var haldin í lok starfsdags hjá Kaupþingi og dugði ekki minna hús en íþróttahúsið í Kaplakrika. Þúsund manns fögnuðu hverju söngatriðinu á fætur öðru og segir Magnús rúmlega 20 hópa hafa reynt sig í keppninni. Bubbi Morthens var yfirdómari og sá um að allt færi fram samkvæmt Idol- reglum. „Það kom mér skemmtilega á óvart hversu margir talentar leynast í bankanum. Margar stjörnur stigu á svið og sumar hreint frábærar," sagði Magnús í samtali við DV. Sigurlagið sem Magnús flutti ásamt Jóni Gunnari var smellurinn „That’s Life" sem Frank Sinatra gerði frægt á sinni tíð. „Við fluttum lagið í eigin útsetningu og tókum kabarett-spor á sviðinu eins og vera ber. Allt gekk upp og ég upplifði tón- leikastemningu sem minnti mig á gamla daga,“ segir Magnús og bætir við að hann hafi verið fjarri bransan- um um langt árabil - eða síðan hljómsveitin Þeyr hætti að spila um miðbik níunda áratugarins. arndis@dv.is The Pension Brothers Magnús Guðmundsson og Jón Gunnar Sæmundsen komu fram sem The Pension Brothers. KððSflHðÉHÍ Hvers vegna eru fleíri konur en karlar í háskólanum? Minni mismunun í skólastofu Konur gefa sér betri tíma til að mennta sig og það er meira áríðandi fyrir þær að geta sýnt fram á góða menntun, vegna þess að jafnrétti hefur ekki verið náð ennþá. Mennt- unarsókn kvenna er dæmi um það sem hefur tekist einna best að virkja konur í. Það er ekki tilviljun að kon- ur sæki í menntun, því erfiðara er að mismuna konum í skólastofu heldur en á vinnustað. Sigrar á sviði mennt- unar eru aðgengilegri fyrir þær en á vinnumarkaði og nauðsynlegri en fyrir karla. Þórunn Siguröardóttir, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar. Konur taka völdin Konur sækja fram á öilum svið- urn og munu á endanum yfirtaka stjórn samfélagsins. Mikilvægur lið- ur í þeirri þróun er áukin menntun og færni kvenna og öllu þvf sem við- kemur því hvernig okkur er stjórnað. Þær standa sig yfirleitt betur í skóla allt ftá barnsaldri og eftir því sem konur stjórna fleiri stofnunum, eins og skólum, uppeldisstofnunum og stjórnunarstofnunum, vex þeim ás- megin og tækifæri þeirra til að láta til sín taka aukast. Þetta er snjó- boltaþróun sem virðist ekki verða stöðvuð. Stefán Jón Hafstein, borgarfull- trúi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.