Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 LAUGARDAGUR 9. ágúst 2003 – 180. tölublað – 3. árgangur UMBOÐSMAÐUR KOM Í VEG FYRIR ÍVILNUN Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir ábendingar Umboðsmanns Alþingis hafa valdið því að línu- ívilnun verði ekki tekin upp í haust. Ráðherra kynnti í gær nýjar reglugerðir um stjórnun fiskveiða og úthlut- aði kvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Sjá síðu 2. SAMFYLKINGIN VILL LÍNUÍVILN- UN Ef stjórnarflokkarnir ætla að svíkja lof- orðin sem þeir gáfu Vestfirðingum mun Samfylkingin leggja til á Alþingi að línuíviln- unin verði tekin upp. Þetta kemur fram í samtali Fréttablaðsins við Össur Skarphéð- insson, formann Samfylkingarinnar. Innan stjórnarflokkanna er deilt um það hvort taka eigi upp línutvöföldun í haust. Sjá síðu 2. FYLGIÐ VIÐ BUSH DVÍNAR Sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun hafa vinsældir George W. Bush Bandaríkjaforseta dvínað verulega og hafa þær ekki mælst minni í tvö ár. Nú sögðust 53% aðspurðra ánægð með frammistöðu Bush í embætti en það er svipað hlutfall og mældist fyrir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 11. september árið 2001. Sjá síðu 4. GANGA HINSEGIN DAGA Vegna Hinsegin daga munu samkynhneigðir leiða gleðigöngu niður Laugaveginn í dag. Gang- an hefst við lögreglustöðina við Hlemm klukkan 15 og er gert ráð fyrir því að gang- an verði komin á áfangastað klukkan 16.15. DAGURINN Í DAG STJÓRNMÁL „Ég get ekki svarað fyr- ir ummæli annarra stjórnmála- manna í kosningabaráttu,“ segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, aðspurður um ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á framboðs- fundi fyrir kosningar þar sem Davíð sá ekkert því til fyrirstöðu að tekin yrði upp línutvöföldun nú í haust. Óvíst er nú hvort eða hvenær línutvöföldun verður tek- in upp eftir að Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra lýsti því að hann teldi þessa ívilnun aðeins koma til greina gegn því að skipta á henni og byggðakvótanum, sem þá yrði afnuminn. Vestfirðingar eru ævir vegna þessa og brýna alþingismenn sína til þess að hvika hvergi frá gefnum loforðum. „Við sjávarútvegsráð- herra erum sammála um að þetta geti ekki orðið nema að undangengnum laga- breytingum. Sú vinna verð- ur framkvæmd í vetur og þá verðum við að sjá hvern- ig til tekst með samstöðu,“ segir Halldór Ásgrímsson. Hann segir að hugmynd sjávarútvegsráðherra um að skipta á línuívilnun og byggða- kvóta sé einnig háð lagabreyting- um. „Byggðakvótinn mun að sjálfsögðu standa. Það er bundið í lögum,“ segir hann. Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Framsóknar- flokksins, sagði á fundi á Ísafirði í fyrrakvöld að ef sjávarútvegsráðherra ætl- aði ekki að standa við stjórn- arsáttmálann og taka upp línuívilnunina ætti hann að víkja. Halldór gefur lítið fyrir þá yfirlýsingu flokks- bróður síns. „Það er alveg út í hött að sjávarútvegsráðherra víki. Hann er að fara af stað með vinnu á forsend- um stjórnarsáttmálans.“ Einar Oddur Kristjánsson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks, var staddur á Kili þegar Frétta- blaðið náði sambandi við hann. Hann sagðist koma af fjöllum vegna þessa máls. „Ég treysti því að um þetta náist friður og línuívilnun verði að veru- leika svo skjótt sem auðið er,“ seg- ir Einar Oddur. Stjórnarþingmennirnir Hjálm- ar Árnason og Árni Ragnar Árna- son hafa báðir lýst því yfir að þeir telji möguleika í stöðunni að kalla saman þing. Ekki náðist í Davíð Oddsson vegna þessa máls. DÓMUR Níels Adolf Ársælsson, út- gerðarmaður og skipstjóri á Bjarma frá Tálknafirði, var dæmdur til að greiða eina milljón króna í sekt fyrir brottkast á að minnsta kosti 53 þorskum í tveim- ur veiðiferðum í byrjun nóvember 2001. Í fréttatíma Sjónvarpsins var sýnt myndband frá veiðiferðum á Bjarma BA. Þar má sjá fiska falla út um lúgu á skipshliðinni. Níels ber því við að sá fiskur sem hent var fyrir borð hafi verið sýktur af hringormi eða skemmdur. Hann krafðist sýknu. Dómurinn hafnaði rökunum vegna gagna og vitnis- burðar frá Hafrannsóknastofnun, vitnisburðar fyrrverandi skip- stjóra á Tálknafirði og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fiskifræð- ings, fréttamanns og nú alþingis- manns, sem var um borð í bátnum sem fréttamaður Sjónvarpsins. ■ Skipstjórinn á Bjarma: Milljón í sekt fyrir brottkast MEÐ REGNHLÍF Í SAHARA Eflaust létu sumir höfuðborgarbúa sig dreyma um fjárlæg lönd, sól og hita í rigningunni í Reykjavík í gær. Besti staðurinn fyrir dagdrauma um þessar mundir er án efa á Austurvelli, þar sem gefur að líta ljósmyndir víðs vegar að úr heiminum, m.a. úr Sahara-eyðimörkinni. Halldór á öðru máli en Davíð Oddsson FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M VEÐRIÐ Í DAG NORÐAUSTURLANDIÐ BEST Dálít- ill strekkingur er í kortunum, einkum á Suður- og Vesturlandi. Gert er ráð fyrir mun hægari vindi á Norðausturlandi. Þar verður einnig hvað bjartast og hlýjast, um 15 til 20 stig. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir út í hött að sjávarútvegsráðherra eigi að víkja. Davíð Oddsson taldi fyrir kosningar að línuívilnun ætti að koma til framkvæmda í haust. Hugmyndir um að kalla saman þing. bikarkeppni á laugardalsvelli Jón Ögmundur Þormóðsson: Sextugur í sleggjukasti sagan lifir enn Ingvi Hrafn Jónsson: Keppir við risa undankeppni í meistarakeppni Landsleikur í kvennafótbolta: ▲ SÍÐA 16 ▲ SÍÐA 27 ▲ SÍÐA 30 Leika gegn Rússum HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Lagabreyting þarf að koma til áður en línuívilnun kemur til. Hálfsársuppgjör Landsbankans: Landsbank- inn er í vexti UPPGJÖR Fyrsta hálfsársuppgjör Landbankans undir nýrri stjórn leit dagsins ljós í gær. Hagnaður bankans eftir skatta nam 1,2 milljörðum króna. Það er í sam- ræmi við spá Íslandsbanka, en heldur lægra en spá Búnaðar- banka. Hagnaðaraukningin er 32%. Framlög á afskriftarreikn- ing hafa verið hækkuð um helm- ing í 2,4 milljarða. Afskriftarhlut- fallið er hærra en undanfarin ár. Bankinn er í vexti og jukust eign- ir hans um 51 milljarð. Mesta aukningin var á síðasta fjórðungi. Kostnaðarhlutfall bankans lækkar úr 64% í 55%. Hreinar rekstrartekjur bankans voru 8,6 milljarðar og er það töluvert meira en spáð hafði verið. Aukna tekjumyndun má að mati stjórn- enda rekja til meiri umsvifa, eink- um á sviði verðbréfastarfsemi, aukningu heildareigna og batn- andi stöðu á verðbréfamörkuðum. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segist ánægður með niðurstöð- una. Afskriftirnar séu ekki for- dæmisgefandi fyrir næstu árs- fjórðunga heldur sé um að ræða endurmat á útlánum bankans og mat núverandi eigenda á þeim. Vöxtur bankans á öllum sviðum sé ánægjulegur. „Það má hins vegar ekki gleyma því að rekstrarum- hverfi banka hefur verið mjög gott. Afkoman er mjög góð þó við séum að leggja þetta mikið á af- skriftarreikning.“ ■ Sjá nánar á bls. 8 rt@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.