Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 10
Miðlína — íslenzkt landgrunn inn fyrir miðlinu — eða sameiginleg efnahagslögsaga íslendinga og Norðmanna? Miklar umraíður fara fram í Noregi um þessar mundir, ekki síður en á íslandi. um áform norsku stjórnarinnar um útfærslu efnahagslögsögu við Jan Mayen í 200 mílur. Afstaða íslendinga hefur sem kunnugt er verið sú, að þeir eigi rétt til hafsvæða, sem ná inn fyrir miðlínu milli Jan Mayen og íslands. Þessi afstaða kemur meðal annars fram í reglugerð um útfærslu íslenzku 200 mflnanna frá 1975, þar sem ákveðið er að hugsanleg efnahagslögsaga við Jan Mayen skuli ekki skerða efnahagslög- sögu íslendinga, en bráðabirgðaákvæði er um að framfylgja íslenzkri efnahags- lögsögu aðeins að miðlínu þar til öðru vísi verði ákveðið. Af hálfu íslendinga hefur þvi meðal annars verið haldið fram að Jan Mayen sé á fslenzka landgrunninu, enda hafi eyjan af jarðfræðingum jafnan verið talin til hinnar fslenzku neðansjávar- hásléttu. Með tilliti til þessara aðstæðna sé ljóst að miðlínuskipting milli íslands og Jan Mayens mundi skerða hafsbotns- réttindi íslendinga, auk þess sem bent er á að Jan Mayen megi teljast óbyggð smáeyja. Eyjuna helguðu Norðmenn sér með lögum árið 1930, og krefjast samkvæmt því 200 mflna efnahagslögsögu. Marg- sinnis hefur þó komið fram af hálfu norsku stjórnarinnar að Norðmenn gera sér grein fyrir því að ekki sé um skýlausan og afdráttarlausan rétt þeirra að ræða, enda viðurkenna þeir að við íslendinga sé að eiga og að ekki verði af útfærslu án samráðs við þá. Af ýmsu má ráða að norska stjórnin er treg til að hreyfa málinu þar til nýr hafréttarsáttmáli liggur fyrir eða að minnsta kosti endanlegt uppkast að honum. Hins vegar kemur það til að sjómenn og útgerðarmenn, aðallega f Norður-Noregi, þrýsta mjög á stjórnina og vilja að hún færi út sem fyrst, enda eru verulegir fiskveiðihagsmunir í húfi og mikils um vert að á þessum miðum verði sem fyrst gripið til viðeigandi ráðstafana til verndunar fiskstofnum. Við skiptingu efnahagslögsögunnar við Jan Mayen hafa þrír möguleikar einkum verið ræddir: 1. Að miðlfna verði látin gilda. 2. Að tillit verði tekið til þess að íslenzka landgrunnið nær inn fyrir miðlfnu milli íslands og Jan Mayen og að efnahagslögsaga íslendinga markist f samræmi við það. 3. Að íslendingar og Norðmenn hafi sameiginlega efnahagslögsögu á þvf 25 þúsund ferkflómetra svæði, sem myndast þar sem 200 mflna Ifnur frá Jan Mayen og íslandi ganga á vfxl. Síðasti kosturinn hefur nokkuð verið til umræðu í Noregi og virðist mörgum vænlegur. Um afstöðu norsku stjórnar- innar til slfkrar lausnar er ekki vitað með vissu. f>að hlýtur að teljast í samræmi við tregðu hennar til að tjá sig um málið yfirleitt, en af ýmsu má þó ráða að hún sé síður en svo fráhverí slfkum hugmyndum. Heita má að hér á íslandi hafi sameiginleg efnahagslög- saga ekki komið til umræðu, enda hefur fslenzka ríkisstjórin enn ekki markað sér stefnu í þessu máli, þrátt fyrir það að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóð- anna hefjist að nýju 17. þessa mánaðar, en þar verða réttindi strandrfkja utan 200 mflna efnahagslögsögu og önnur skyld mál mjög á döfinni. Ummæli Benedikts Gröndals f norska sjónvarpinu 31. janúar sfðastliðinn urðu til þess að þrýstingur á norsku stjórnina um að færa út í 200 mflur við Jan Mayen jókst enn. Ummæli ráðherrans voru á þá leið að Norðmenn ættu rétt á því að færa út f 200 mflur við Jan Mayen. Jafnframt kvað hann framvindu á hafréttarráð- stefnunni vera í þá átt að í framtíðinni mundi miðlfna skipta efnahagslögsögu milli íslands og Jan Mayen. Norskir sjómenn og aðrir hagsmuna- aðilar kættust heldur en ekki við þessi ummæli fslenzka utanríkisráðherrans. en hér heima var hann harðlega gagn- rýndur fyrir að hafa fengið Norðmönn- um tromp í hendur áður en formlegar viðræður um málið væru svo mikið sem fyrirhugaðar. í ljós kom að málið hafði ekki verið rætt í íslenzku ríkisstjórn- inni, þannig að Benedikt Gröndal bar einn ábyrgð á þessum ummælum. Svo virðist sem ráðherrann hafi komið norsku stjórninni í nokkurn vanda með þessum orðum sfnum, þar sem hún hafði fram að þessu gert sér far um að draga málið á langinn og forðast að gefa ákveðnar yfirlýsingar um það. Hjá því varð þó ekki lengur komizt hinn 8. febrúar sfðastliðinn, en þá lýsti Knut Frydenlund utanríkisráðherra því yfir að Norðmenn hygðu á útfærslu, en ekki væri þó tímabært að nefna ákveðinn dag í því sambandi. Á fundi Nordlis forsætis- ráðherra, BoIIes sjávarútvegsráðherra og Frydenlunds ásamt fulltrúum norska sjómannasambandsins var þessi afstaða sfðan ítrekuð og þar við situr nú. Eins og að lfkum lætur hafa málefni Jan Mayen verið mikið rædd í Noregi að undanförnu, ekki síður en hér á íslandi, og fyrir nokkrum dögum birtist eftir- farandi grein í Fiskaren. Höfundurinn er Henry Henriksen hjá NTB-frétta- stofunni, en hann hefur á undanförnum árum fylgzt náið með þróun hafréttar- mála. Norska stjórnin hefur lýst yfir fyrirætlunum sínum um út- færslu í 200 mílur við Jan Mayen en hefur þó á þann fyrirvara að til slíkrar útfærslu komi ekki fyrr en stjórnin telji ástæðu til. Þetta þýðir að langur tími geti liðið þar til efnahagslögsaga við eyna verður að veruleika. Að baki þeirrar stefnu norsku • stjórnarinnar að bíða átekta liggja pólitískar ástæður, sem krefjast þess að stjórnir beggja hlutaðeigandi ríkja fari hægt í sakirnar. Beiskjublandnar yfir- lýsingar sem heyrzt hafa úr röðum stjórnmálamanna á Is- landi að undanförnu benda til þess að efnahagslögsaga við Jan Mayen sé þar viðkvæmara mál en menn gera sér almennt grein fyrir í Noregi. Norska stjórnin hefur tekið afstöðu til málsins opinberlega, og telur með tilvísun til þjóða- réttar að Norðmönnum sé heimilt að lýsa yfir efnahagslög- sögu við Jan Mayen. Islenzka stjórnin hefur hins vegar ekki tekið afstöðu til málsins opin- berlega. Þvert á móti virðist málið hafa valdið ágreiningi milli þeirra flokka, sem aðild eiga að núverandi samsteypu- stjórn á íslandi. Fyrst svo er þá gæti það komið stjórninni í óþægilega aðstöðu ef Norðmenn tækju málið föstum tökum of snemma og tiltækju sérstakan dag fyrir útfærslu efnahags- lögsögunnar. Með tilliti til þess að deilur um fiskveiðihagsmuni leiða oft til alvarlegra árekstra og óstöðug- leika í stjórnmálaástandi á Is- landi er ekki erfitt að skilja Punktalínan sýnir efnahagslögsögu Jan Mayen þar sem miðað er við miðlínu. óbrotin lína sýnir óskerta 200 efnahagslögsögu þar sem miðh'nureglan er Iátin gilda annars staðar en við Jan Mayen, þar sem það á við. (Kort: Sjómælingar íslands). þessa afstöðu norsku stjórnar- innar. Það væri afar óheppilegt ef ágreiningurinn um efnahagslög- sögu Jan Mayen leiddi til nokkurs konar þorskastríðs- ástands milli þessara tveggja nágrannastrandríkja. Kefla- víkurdraugurinn kynni þá að komast á kreik að nýju og lögsögumálið þar með orðið að utanríkis- og öryggismáli. Klettur eöa eyja? Fyrstu aðgerðir í málinu beinast að því að fá íslendinga til að viðurkenna rétt Norðmanna til að færa efna- hagslögsögu við Jan Mayen út í 200 mílur. Þegar slík viður- kenning er fengin er hægt að hefja viðræður um hvar draga Bítlarnir Bandarískt rokk á Kúbu í fyrsta sinn 120 ár Stytta af Bítlunum reist í Liverpool Liverpool 2. marz Reuter INNAN tíðar verður reist í Liverpool stytta af Bftlunum og segir í Reuterfrétt, að mörg- um þyki sem það sé tímabært í meira Iagi að borgaryfirvöld sýni þessum fjórum frægustu sonum sinum þann sóma. Leyfi hefur fengizt hjá þeim eftir langa baráttu aðdáenda Bítlanna og hefur nú verið ákveðið að hefja söfnun til að standa straum af verkinu og er ætlunin að safna 40 þúsund sterlingspundum eða sem svar- ar um 28 milljónum ísl. króna. Styttan verður sett upp í hjarta borgarinnar sem heitir Wilhjálmstorg. Er gert ráð fyrir að styttan verði afhjúpuð sumarið 1980 og verði þá meiri- háttar hátíðahöld í borginni. Formaður nefndarinnar, sem forgöngu hefur haft um þetta, sagði að Bítlunum fjórum yrði að sjálfsögðu boðið að koma. Stytturnar verða um 2.5 metrar á hæð og gerðar í brons og standa á fimm metra háum stalli. Brezkum myndhöggvara, Brian Burgess, hefur verið falið að gera styttuna. Havana, 2. marz. Reuter. BANDARÍSKAR rokkstjörn- ur hafa nú stigið á kúbanska grund í fyrsta skipti í tuttugu ár og munu halda þar hljóm- leika. Hefur slíkt ekki verið þar á boðstólum síðan í bylt- ingunni 1959. Þar eru á ferðinni söngvarinn Kris Kristofferson og kona hans, Rita Coolidge, einnig þekkt söngkona. Þau komu til - Havana í morgun og halda sína fyrstu hljómleika í kvöld, föstudag. Það er kúbanska menntamálaráðu- neytið og Colombía-hljóm- plötufyrirtækið í Banda- ríkjunum sem hafa haft veg og vanda af þessari heim- sókn. Á hinn bóginn setur það svip sinn á móttökur þær sem Bandaríkjamennirnir hafa fengið, hve sambúð ríkjanna hefur kólnað undan- farið. Nánast ekkert hefur verið sagt frá heimsókninni í kúbönskum fjölmiðlum og aðeins útlendingar hafa get- að fengið keypta miða. Hins vegar segja sendiráðsfull- trúar margra ríkja að í sendi- ráð hafi verið hringt til að leita upplýsinga um hvernig Kúbanir kæmust yfir miða. Hljómleikarnir verða alls þrír og verða í Karl Marx-leikhúsinu sem tekur fimm þúsund áhorfendur í sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.