Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 fri0íwmMíifoií!> Síminn á afgreiösiunni er 83033 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Ekkert miðar í átt til samkomulags um fiskverð eða sjómannasamninga: Deilur í ríkisstjórninni gjaldeyrisdeildir lokaðar KKKKRT miðar í átt til samkomulags um nýtt fiskverð og hið sama er að segja um sjómannasamninga. Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum í gærmorg- un stöðu efnahagsmála og tillögu Seðlabanka íslands um 10 til 11% gengis- fellingu. Kngin niðurstaða varð af fundi ríkisstjórnarinnar og munu skoðanir ráðherra vera mjög skiptar um lausn vandamálanna, sem við er að glíma. Gjaldeyrisdeildir bankanna voru lokaðar í gær og útlit var fyrir í gærkvöldi að svo yrði áfram í dag. Námsmenn og ferðamenn fá þó fyrirgreiðslu gegn greiðslu sérstakrar tryggingar. I>eim fjölgar stöðugt, sem stöðvun fiskiskipa- flotans bitnar á, og auk sjómanna og starfsfólks í fiskvinnslufyrirtækjum hefur stöðvunin þegar komið niður á starfsfólki í mörgum öðrum greinum. Deilurnar innan stjórnarinnar snúast einkum um það, samkvæmt samtölum Morgunblaðsins við ráðherra og samkvæmt öðrum heimildúm, hvort reyna eigi að ákveða fiskverð, gengisfellingu og nauðsynlegar hliðarráðstafanir samtímis; hvern lið fyrir sig, eða gengisfellingu og fiskverð sameig- inlega, áður en aðrar aðgerðir verða ákveðnar. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, og Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra, sögðu báðir í gær, að óhjá- kvæmilegt væri að taka ákvörðun um gengisfellingu um leið og fisk- verð yrði ákveðið. Steingrímur sagði einnig, að „allt stæði fast“ í yfirnefndinni og sér væri ekki ljóst hvenær eða hvernig niður- staða fengist. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði aftur á móti, að langt væri frá því, að þessi tvö mál væru náskyld. Sjávarútvegsráð- herra hefði lagt fram hugmyndir til lausnar fiskverðsmálinu, sem fulltrúar þeirra aðila, sem sæti eiga í yfirnefnd, hefðu ekki viljað fallast á. Þeir héldu enn við sínar kröfur, sem væru ósamrýmanleg- ar. Áfram yrði þó reynt til þrautar að ná samkomulagi. Um gengis- mál væri það aftur á móti að segja, að lengi hefði verið ljóst, að taka þyrfti gengisskráningu til endurskoðunar og Seðlabankinn og ríkisstjórnin hefðu haft það mál til meðferðar um tíma. Þar þyrfti að taka mið af öðru en fisk- verði, svo sem stöðu iðnaðar og viðskiptastöðu við útlönd, sagði forsætisráðherra. Fulltrúar í yfirnefnd verðlags- ráðsins voru svartsýnir á lausn málsins er Morgunblaðið ræddi við þá og sögðu ekkert hafa gerzt í gær, sem auðveldaði lausn máls- ins. Hvað snertir fiskvinnsluna er enn ekki ljóst hvernig gengis- skráningu verður hagað á næst- unni og hinum megin við borðið sitja sjómenn og útgerðarmenn, sem deilt hafa harkalega um olíu- gjaldið að undanförnu. Sjómenn segja forsendu fiskverðs og sam- ninga að olíugjaldið verði fellt niður, en útgerðarmenn telja breytingu á því ógnun við afkomu sína. Meðan þessi atriði komast ekki á hreint af hálfu stjórnvalda eru litlar líkur taldar á fiskverði. Það var tómlegt í gjaldeyrisdeildum bankanna í gær. Þar fengu eingöngu afgreiðslu ferðamenn og og eins og sjá má á myndinni var síðasta gengisskráning rækilega hulin reiknivélastrimlum. Ljósm. Mbl. Kmilía B. namsmenn Björnsdóttir. Atvinnuleysistryggingasjóður: Lausaféð dugir í viku s Fjármagn útvegað úr ríkissjóði, segir Ragnar Arnalds \% gengisfelling 0,9% verðbólga MIÐAÐ við óbreytt skilyrði þýðir lækkun gengis um hvert eitt pró- sentustig 0,9% hækkun fram- færsluvísitölu á ári. Gengis- fellingin í nóvember síðastliðnum og 10% gengisfelling í þessari viku hefði þannig í för með sér, að framfærsluvísitala hefði hækkað um 12% í nóvember næstkomandi. LAUSAFK Atvinnuleysisstryggingasjóðs var eingöngu 10 millj. kr. um síð- ustu áramót. Reiknað er með að greiða þurfi á milli 6.000 til 8.000 manns atvinnuleysisbætur, ef ekki leysist úr, hvað varðar stöðvun fiskiskipaflotans og mun það þýða um 1,5 til 2 milljóna kr. greiðslur úr sjóðnum á dag. Lausafé hans myndi því einungis duga í um viku, ef ekki koma til auknar greiðslur í sjóðinn, en samkvæmt lögum ber ríkissjóður ábyrgð á greiðslun- um. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, var spurður álits á þessari bágu lausafjárstöðu Atvinnuleys- istryggingasjóðs í gær og sagði hann þetta ekki mikið vandamál, ef verkföll stæðu aðeins í skamm- an tíma. „Sjóðurinn stendur feiki- lega vel eignalega, en lausaféð er af skornum skammti. Þetta fjár- magn verður útvegað ef til þess kemur," sagði hann. — Hvaðan verða þeir peningar teknir? „Úr ríkissjóði," svaraði fjár- málaráðherra. Helmingur tekna Atvinnuleys- istryggingasjóðs kemur úr ríkis- sjóði, en lögboðið er að öllu fram- lagi ríkissjóðs sé varið beint til fjárfestinga í Byggingarsjóði ríkisins. Einn fjórði hlutinn kem- ur frá atvinnurekendum og einn fjórði frá sveitarfélögum. Þá hef- ur Atvinnuleysistryggingasjóður m.a. verið látinn fjármagna eftir- launagreiðslur til aldraðra og samkvæmt áætlun nema mánað- argreiðslur í upphafi þessa árs þremur millj. kr. til þess þáttar. Atvinnuleysistryggingasjóður mun láta fara fram sérstaka heildarskráningu atvinnulausra nk. mánudag og er talið að þá verði endanlega ljós fjöldi þeirra á landinu í heild. rhlaup hófst í gær: íkid hlaup og getur orðið hættulegt gna mikils íss f Skaftá og Kúðafljóti nirm í„i._p.-L--------j---- «... nu ur náð ^kveðinni hæð brýst það til vill í hættu, og einnig land og fram Vatnið vprður hæði til fvrir trirðintíar neðar við ána. einkum í „MJOG MIKILL ís hefur verið á ánni, og við heyrum drunurnar frá hlaupinu vel hingað heim í bæinn, enda veður stillt,“ sagði Böðvar bóndi Kristjánsson í Skaftárdal í Kirkjubæjarhreppi í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Skaftá rennur skammt frá bæ Böðvars, en um kvöldmatarleytið í gær varð þess vart að hlaup var hafið í ánni, hið fyrsta síðan haustið 1979, en að jafnaði verða stór Skaftárhlaup annað hvert ár. Kr Morgunblaðið ræddi við Böðvar í gærkvöldi, var hann nýlega kominn frá ánni, og óx hlaupið þá mjög hratt sagði hann, en óvenjulítið vatn var í Skaftá síðustu daga, enda hefur verið frost nú um talsverðan tíma. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær- kveldi, að hann hefði átt von á hlaupinu nú um nokkurt skeið, og hefði sér ekki komið á óvart þótt það hefði orðið á gamlársdag. Kvaðst Sigurjón hafa farið tvíveg- is austur milli jóla og nýárs til að fylgjast með ánni, og er hann frétti af brennisteinsfnyki í gær hefði hann vitað hvers kyns var. Hlaupin sagði hann hafa orðið nokkurn veginn á tveggja ára fresti síðan 1951, en þau verða á þann hátt að mikið vatn safnast saman í ketilsigskálum norðvestur af Grímsvötnum, og er vatnið hef- ur náð ákveðinni hæð brýst það fram. Vatnið verður bæði til fyrir áhrif bráðnunar frá hverum undir jöklinum, og einnig bætist leys- ingavatn við. Sigurjón sagði erfitt að segja til um hve mikið vatn rynni fram í Skaftárhlaupum, 1000 rúmmetrar á sekúndu væri þó ekki fráleitt, en það gæti þó vel orðið meira, og hugsanlega einnig minna í minni hlaupum. Hlaupið sagði hann geta orðið hættulegt nú, langt væri frá síðasta hlaupi, og veðurfar væri nú þannig að mikill ís væri á ánni, sem gæti orsakað stíflur á leið hlaupsins niður ána, þannig að hún flæddi yfir bakka sína, og væru þá brýr ef til vill í hættu, og einnig land og girðingar neðar við ána, einkum í Meðaliandi, þar sem hlaupið renn- ur um Kúðafljót. Hámarki sagðist Sigurjón telja að hlaupið næði á fimmtudag, eða aðfaranótt fimmtudagsins, morgundagsins, en í dag heldur Sigurjón austur til að fylgjast með hlaupinu og gera mælingar á því. Vatn í Skaftá hefur sem fyrr segir verið mjög lítið að undan- förnu, og sagði Sigurjón það að- eins 9 cm hærra en það hefði lægst verið. Brennisteinsfnykur fannst víða um Suðurland í gær. Prins Polo uppselt HII) vinsæla súkkulaðikex Prins Polo er nú ófáanlegt í landinu og er það vegna ástandsins í Pól- landi, að engar sendingar hafa borist til landsins. Kkki er vitað hvenær næsta sending af Prins Polo kemur til landsins frá Pól- landi, en að jafnaði borða íslend- ingar um 30 tonn á mánuði af þessu súkkulaðikexi. Það er fyrirtækið Ásbjörn Olafsson hf. sem er með umboð fyrir Prins Polo hér á landi og í viðtali við Morgunblaðið sagði Björn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, að eitt af skipum Hafskips ætti að lesta í Gdynia á föstudag og þá hefði verið lof- að að senda 1000 kassa eða 30 tonn með skipinu. Hins vegar væri ekki hægt að byggja á þessu loforði, þar sem ekki væri vitað um hvernig vinnu hefði verið háttað í verksmiðjunni, sem framleiðir Prins Polo, að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.