Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 44. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLADIÐ, LAUQAjlDAflyB 27. FEBRÚAR 1982
i'.w'Í'Í
HLAÐVARPINN
HVAÐ ER VERIÐ AÐ GERA?
„Það er enginn vandi
að skrifa eitthvað
sem enginn skilur"
Gísli l'or Gunnarsson sendi á
liðnu hau.sii frá sér fyrstu skáld-
sögu sína, „Kærleiksblómið" og
kom hún út hjá Almenna bókafé-
laginu. Ég mætti Gísla á förnum
vegi eins og fleiri, þ.e. í Aðalstræt-
inu. Ég var á leiðinni að kaupa kók
ásamt kollega mínum, „ai", en
Gísli hafði verið að kaupa sér not-
aða hljómplötu með Neil Diamond.
Við spjölluðum nokkra stund
saman úti í veðurblíðunni sem
ríkti þessa stundina eins og fyrir
misskilning og mér hugkvæmdist
að nýta spjallið í Hlaðvarpa vik-
unnar. Við settumst í fyrstu inn
á bókasafn Morgunblaðsins sem
hefur aðsetur í sama húsi og HV
en þegar hungrið fór að sverfa að
gengum við yfir í matsöluna á
horni Aðalstrætis og Túngötu,
annari hæð, og héldum talinu
áfram yfir borðum.
—  Hvað er verið að gera?
„Ég  var  að  ljúka  við  nýja
skáldsögu um daginn. Ég var upp
í Munaðarnesi að skrifa hana
núna síðast. Hún heitir „Ljótu
andarungarnir", en ég vil ekkert
vera að tala um hana núna. Nei
ég skal segja þér annað. Ég er á
leið til ísrael í mars. Ég er forvit-
inn að vita hvernig útkoman er
hjá þjóð, sem hefur fengið jafn
hroðalega útreið og þeir. Ég hef
sterka samkennd með gyðing-
um."
—  Hvers vegna skrifarðu?
„Það sem ég hef raunverulega
verið að gera með þessu er að
hreinsa hugann. Markmiðið er að
koma sjálfum mér í það jafn-
vægi, að ég geti speglað hvaða
reynslu sem er, án allrar blygð-
unarsemi og tilfinningasemi. Eg
lít á sjálfan mig líkt og brunn,
sem hefur ekki verið notaður
mjög lengi, vegna þess að auðvit-
að eru komnar vatnslagnir inn í
öll hús. Sumir leika sér að því að
kasta steinum niður í brunninn
og örfáir fá sér vatn að drekka úr
honum. Þar sem vatnið er tært
og hreint er stundum hægt að sjá
til botns.
Þeir sem horfa niður í brunn-
inn, sjá þar spegilmynd sína. Ég
er ekki kominn til með að segja
til um það hvernig hlutirnir eiga
(Ljótim. Kmilía.)
Gísli iHir Gunnarsson.
að vera, eða hvernig þeir voru,
heldur hvernig þeir eru. En þú
mátt ekki kalla mig rithöfund í
viðtalinu. Það myndi alveg eyði-
leggja mína ímynd. Ég vil ekki
ímynda mér að boðskapur minn
sé það mikils verður að aðrir
þurfi að sjá fyrir mér. Það er
meðal annars þess vegna sem ég
vil ferðast út í heim og gjarnan
suður eftir, því þar er mun ódýr-
ara að lifa, en hér.
Eg vil reyna, í því sem ég
skrifa og í þeim lögum sem ég bý
til, að vera fullkomlega einlægur.
Þegar ég skrifa eyði ég mestum
tíma í að finna einföldustu orðin
og einföldustu orðasamböndin,
sem fólk á best með að skilja.
Það er enginn vandi að skrifa
eitthvað sem enginn skilur. En
það er vandi að skrifa eitthvað
sem er svo einfalt, að allir halda
að þeir skilji það, þótt þeir skilji
það í raun og veru ekki."
—  Áttu þér einhverjar fyrir-
myndir meðal rithöfunda?
„Ja, ég finn til andlegs skyld-
leika við ýmsa. Til dæmis John
Steinbeck, Leonard Cohen og
sömuleiðis Guðrúnu Lárusdótt-
ur."
—  Fyrir hverja skrifarðu?
„Ég skrifa handa fólki sem lít-
ur á lífið sem leik, fólki sem er að
leita sér að lífsleið til að fleyta
því í gegnum boðaföll tilverunn-
ar. Annrs er það svo um flest
sem ég skrifa að þar eru rifjaðar
upp mjög heitar tilfinningar í
kyrrþey. Ég, sem persóna, er af-
leiðing þeirra atburða sem gerast
í sögunum mínum."
— Hefurðu skrifað mikið fyrir
utan „Kærleiksblómið"?
„Ég skrifaði einu sinni leyni-
lögreglusögu fyrir börn. Hún hét
„Leynihellirinn" og birtist sem
framhaldssaga í Æskunni árið
1979. Svo bjó ég til sögu handa
fimm ára systur minni og ég hef
lesið hana fyrir hana svona fimm
hundruð sinnum. Hún er þakk-
látasti áheyrandi sem mér hefur
hlotnast.
Svo kom Kærleiksblómið í
fyrra. Þar er ástin í ýmsum
myndum megin þemað. Afleið-
ingar þess er ást milli foreldra og
barns breytist í afskiptaleysi og
um ást milli karls og konu.
Niðurstaða bókarinnar er eigin-
Iega að það sé einhvers konar
víðtækari kærleikur, alheims-
kærleikur, sem sé nauðsynlegast-
ur til vaxtar og viðgengis mann-
inum.
Það er að vísu ekki í tísku núna
að vera heilagur maður, þ.e.
stríðsmaður sem berst fyrir há-
leitum hugsjónum og markmið-
um, með orðum og hugarorku,
fremur en vopnum. Að ýmsu
Ieyti lít ég á mig sem slíkan
mann. Ég samdi lag og ljóð á
ensku um slíkan mann. Það heit-
ir: „Hergöngulag þeirra sem
neita að berjast."
Mér dettur í hug í sambandi
við það sem ég var að segja áðan
um ást milli foreldra og barns,
ein samlíking sem ég var að
hugsa um í sambandi við uppeldi
barna.
Við erum eins og garðyrkju-
menn sem látum áburð og stein-
efni hjá plöntunum, en það er
samt ekki nóg. Þær þurfa líka að
fá vatn og njóta sólarljóss. Það
verður að vera þannig samtvinn-
að í uppeldinu, samband barns-
ins við ást foreldra og kærleika
guðs."
Hótelstjórinn á Hótel Húsavfk, Auður Gunnarsdóttir.
l.jÓHm. Hlaðvarpana: Árni Johnaen.
AF LANDSBYGGÐINNI: ¦¦¦¦¦¦i
Hótelstjóraspjall
Þau tíðindi urðu fyrir skömmu norður í Þingeyjarsýslu að Auður
Gunnarsdóttir var ráðinn hótelstjóri Hótels llúsavíkur. Þar sem rit-
stjórn Hlaðvarpans hefur löngum þótt hafa stórt hjarta þegar dreifbýl-
iskjarnarnir eru annars vegar var einum tíðindamanninum gert að slá
á þráðinn norður á Húsavík til Auðar og rekja úr henni garnirnar. Var
nú fyrst spurð hvernig henni litist á að vera tekin til við stjórn
hótelsins.
—  Mér líst ágætlega á það —
það er hins vegar ekki á áætlun
hjá mér að vera í þessu nema
til skamms tíma, ég brúa svona
bilið þar til góður maður finnst.
Telurðu þig þá ekki góðan
mann?
—  Ha, nei, það var ekki það
sem ég meinti — ég ætlaði mér
bara ekki að fara í þetta starf,
ég var bara fengin til þess. Ég
er búin að starfa hér í 5 ár og
komin á það sjötta þannig að
þetta er ekkert nýtt fyrir mig.
Er ekki alltaf fullt af fólki
hjá ykkur?
—  Það er það nú ekki að
vetrinum en yfir sumarmánuð-
ina þrjá er hótelið yfirleitt full-
nýtt. Svo koma líka margir og
gista hér til að fara á skíði —
það er ekki nema fimm mínúna
gangur frá hótelinu að lyftunni.
Það er ljómandi góð aðstaða
orðin hér í skíðalöndunum —
fjórar lyftur eru í fjallinu, upp-
lýstar brekkur og nýtísku
snjótroðari alltaf til taks að
halda öllu í góðu lagi. Það er
búið að vera mjög gott skíða-
færi undanfarið og synd að ekki
hafi fleiri notað sér snjóinn.
Hvað kostar að fara í heim-
sókn til ykkar norður?
—  Við erum með sérstaka
pakka í gangi í samvinnu við
Flugleiðir — helgarpakka og
miðvikupakka. I miðvikupakk-
anum felst flug fram og til
baka og þriggja nótta gisting og
kostar hann kr. 986. Helgar-
pakkarnir eru dýrari. Og svo er
hægt að gera fleira hér en
renna sér á skíðum. Nú er Leik-
félag Húsavíkur t.d. að sýna
leikritið Konurnar í Niskavuori
og ber mönnum saman um að
það sé ásjálegt.
bó.

Steinunn Þórarinsdóttir
sýnir á Kjarvalsstöðum
STEINIJNN Þórarinsdóttir mynd-
listarmaður opnar í dag sýningu í
vi-sturforsal Kjarvalsstaða. Sýnir
hún skúlptúra sem flestir eru unnir í
leir, en einnig úr öðrum efnum svo
sem gieri gibsi, járni o.fl. Segir hún
verk sín vera hugleiðingu um mann
inn, sem einstakling og hópveru.
Þetta er önnur einkasýning
Steinunnar, en áður hefur hún
einnig tekið þátt í samsýningum
hérlendis og erlendis. Hún hóf
listnám sitt árið 1974 í Ports-
mouth College of Art and Design
og lauk síðan BA-prófi frá lista-
deild Portsmouth Polytechnic
1979. Árið eftir var hún gestastúd-
ent við listaakademíuna í Bologna
á ítalíu. Verk Steinunnar Þór-
arinsdóttur á sýningunni eru flest
unnin sl. hálft ár og eru þau öll til
sölu. Sýningin er opin daglega kl.
14 til 22 og lýkur 14. mars.
Steinunn Þórarinsdóttir er hér við
eitt verka sinna á sýningunni í vest-
urforsal Kjarvalsstaða.
LjÓHm.: KÖK
Hnefaleikarinn í Regnboganum
BANDRISKA kvikmyndin
„Hnefaleikarinn" er sýnd í
Regnboganum um þessar
mundir. Hún fjallar um hnefa
leikara, sem tekst að komast á
toppinn en kemst að raun um
að það er ekki eins auðvelt að
fóta sig þar og hann hélt, því
ýmis Ijón eru á veginum.
Með aðalhlutverk í kvik-
myndinni fara Leon Isaac
Kennedy, Jayne Kennedy og
Muhammad Ali, hinn frægi
heimsmeistari í hnefa-
leikum, sem leikur sjálfan
sig. Leikstjóri er George
Bowers.
Hér má sjá Leon Isaac Kennedy f
hlutverki hnefaleikarans.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48