Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 Við rætur Akrópólis gerðist margt skrýt- ið fyrir 2400 árum Leiklist Ólafur M. Jóhannesson ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: ORESTEIA, forngrískur harmleik- ur er samanstendur af Aga- memnon, Sáttafórn og Hollvættum. Höfundur: Æskýlos. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikhljóð: Þorkell Sigurbjörnsson. Dansar og hreyfingar: Marjo Kuusela. Lýsing: Árni Baldvinsson. Búningar: Helga Björnsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. í athyglisverðri ritgerð um leiklist sem írski rithöfundurinn James Joyce samdi og birti um síðustu aldamót farast honum svo orð um tengsl leikskáldskap- ar og hins hversdagslega lffs: „Ég held að leiklistin sé síður háð efniviðnum en aðrar list- greinar. Ef steinblökk molnar verður ákveðin höggmynd að minningu, ef efnahvörf eiga sér stað í litablöndu hverfur ákveðið myndverk af vegg. Efniviður leiklistarinnar er hins vegar ætíð til staðar. Ég held nefnilega að leiklistin spretti eins og af sjálfu sér úr hinu daglega lífi ... Sérhver kynslóð hefir skapað sér goðsögn og það er innan vé- banda slíkra goðsagna að leik- listin varð til og blómstraði." (J.J. Drama and Life.) Þessar línur úr penna meistara Joyce komu til mín er ég frétti af Oresteiu í Þjóðleikhúsinu. Mér varð enn fremur hugsað til þess er vinur minn sagði mér frá því að enn mætti greina rústir Dion- ýsusarleikvangsins í suðurhlíð- um Akropolishæðar — þess staðar þar sem þessi þríeini harmleikur var frumsýndur fyrir rösklega tvöþúsund og fjögurhundruð árum. Eg spurði sjálfan mig — eru mennirnir að smíða fornminjar, að leita á vit minningar eða er slíkur lífsmáttur í þeim goðsögn- um sem kynslóð Æskýlosar fóstraði, að okkur í dag finnist Oresteian sprottin úr okkar dag- lega lífi. Sveinn Einarsson frá- farandi Þjóðleikhússtjóri og að- alábyrgðarmaður þeirrar Orest- eiu sem við fáum nú að kynnast í Þjóðleikhúsinu hefur þetta um málið að segja hér í Sunnudags- blaðinu er hann lýsir þeim verk- hætti sem var viðhafður „við vinnum ... meðvitað með ákveð- in stílbrot, til að ljóst sé að þetta er ekki bara fjarlæg saga, heldur saga sem við getum sótt lærdóm í. Hvað er goðsaga og hver er veruleikinn í goðsögunni og eru ekki einhverjar goðsögur í veru- leikanum í kringum okkur?“ Hér hefði fráfarandi Þjóðleikhús- stjóri mátt bæta við; er sams- konar goðsögur að finna í veru- leikanum í kringum okkur og á þeirri tíð er Oresteian varð til í höndum Æskýlosar? Ef svo er ekki duga engin „stílbrot" til að endurvekja hinn forna seið. Leikhúsfræðingar, fornleifa- fræðingar og sagnfræðingar kunna að finna fyrir návist Dionýsusar — guði víns, blóðs og plöntusafa er þeir reika um suð- urhlíðar Akrópólis, hinn venju- legi ferðamaður sér þar aðeins máðar rústir nema hann gefi sér tíma til að hlusta á langa fyrir- lestra úr munni þartilkvaddra sérfræðinga í forngrískri menn- ingu. Sér hinn almenni leik- hússgestur þessa dagana á stóra-sviði Þjóðleikhúsins máðar rústir eða greinir hann í hinum forna harmleik þann menning- arlega bakgrunn sem Oresteian er sprottin úr? Ef hann finnur návist Dionysusar, er það máski vegna þess að slík er nálægð þeirrar goðsögu sem Æskýlos spann þetta verk úr að hann kemst ekki undan, einnig hefur þá leikstjóra og öðrum aðstand- endum sýningarinnar heppnast „stílbrotið". Því miður hef ég lagt nokkra vinnu í að skoða baksvið Oresteiu og get því vart talist í hópi þeirra áhorfenda sem koma eins- og vera ber — óundirbúnir á sýninguna. Ég var því einn þeirra sem fann fyrir nálægð Dionýsusar áður en gengið var í salinn á miðvikudagskvöldið til móts við Oresteius — og á því erfitt með að dæma um lífsmagn sýningarinnar sem slíkrar, en vil þó leggja persónulegt mat á nokkur atriði sem sérstaklega vöktu athygli mína. Verður fyrst vikið örlítið að goðsögunni en síðan að uppfærslunni og „stíl- brotinu“ margumrædda. Áður en ég tíunda hvað snart Helga Bachmann f hlutverki Klýtemestru og Hikon Waage í hlutverki Ægistosar. mig helst í hinum 2400 ára gamla goðsagnaveruleika er kannski ekki úr vegi að rífja stuttlega upp efni þess þríleiks sem ber yfirskriftina Oresteia. Að vísu er búið að tíunda efni verksins í blöðum — sums staðar í tvígang en ekki verður með góðu móti skilið á milli goðsög- unnar og efnisþráðar í þessu verki. í fyrsta hluta verksins Agamemnon lýsir Æskýlos endurkomu hins sigursæla Ága- memnon úr hinu tíu ára langa Trójustríði heim til Argos en þar fellur hann fyrir konu sinni Klýtemestu sem tekur yfir ríkið ásamt friðli sínum Ægistusi. í öðrum hluta verksins, Sáttafórn- inni, lýsir skáldið því er Orestes sonur Agamemnons snýr úr fel- um fullþroska maður og hefnir föður síns meðal annars með þvi að drepa mömmu sína, hana Klýtemestru. I síðasta þætti þríleiksins er nefnist á íslensku Hollvættir er því lýst er Orestes flýr undan þeirri bölvun er fylgir móðurmorði til Aþenu en þar dæma guðir og menn í máli hans en hér verður ekki upplýst hver var niðurstaða dómsins. Ljósmynd sem teiknar Jeanne Rozerot klædd að hætti stásskvenna um aldamótin. Myndlist Bragi Ásgeirsson „Það er ljósmyndin, sem teiknar, um leið og hún litar, hún er lífið sjálft," sagði franski rithöfundurinn Emile Zola um þessa nýju listgrein, er tók hug hans allan síðustu ár ævinnar. Þessi ummæli lýsa vel afstöðu hans til þessa listmiðils, og hann mun hafa skynjað þá miklu möguleika, er í tækninni fólust og þýðingu hennar í fram- tíðinni. Hann sagði einnig: „Listin er ekki annað en lífið sjálft, og með því að afla sér vitneskju um lífið, er hægt að útskýra og skilja, það sem mannkynið hefur skapað.“ Þessi ummæli afhjúpa betur en flest annað afstöðu Zola til lífs og listar, en hann hefur verið nefndur einn mesti natúristi sinnar samtíðar. Það væri held- ur ekki út í hött að nefna ljósop- ið „radar náttúruvísindanna", því að með aðstoð rafeinda- smásjár hefur verið mögulegt að taka myndir af hinu óendanlega smáa, jafnvel minnstu sameind- um. Þá er það ljósmyndavélin, sem hefur tekið myndir af jörð- inni á hreyfingu utan úr geimn- um og gefur okkur upplýsingar um efnasambönd á fjarlægum plánetum. - • - Fyrir tilstilli menningar- fulltrúa franska sendiráðsins, Daniel Charbonnier, er hingað komin mikil sýning á ljósmynd- um Emile Zola, og gefst mönnum færi á að skoða hana að Kjarvalsstöðum fram á þriðjudagskvöld. Emile Zola þarf ekki að kynna íslendingum a.m.k. ekki þeim, er komnir eru til vits og ára. Það var t.d. algengt í minningarorð- um hér áður fyrr er vitnað skyldi til mikilla mannkosta hins látna, að vísa til þess „að viðkomandi hafi tekið einarð- lega og skelegga afstöðu til Dreyfus- málsins! Þá minnast víst flestir sjónvarpsþáttarins um Zola fyrir ári, er mikla at- hygli vakti hjá ungum sem öldn- um. Að sjálfsögðu þekkja íslend- ingar Zola fyrst og fremst sem mikinn rithöfund og mannrétt- indapostula, en fæstir hafa haft hugmynd um, að hann hafi lagt fyrir sig ljósmyndun. Það er þó algengt, að rithöfundar hafi sýnt áhuga á þessum listmiðli, en ég held, að fáir hafi virkjað þennan áhuga sinn, — miklu al- gengara er, að málarar hafi einnig verið prýðisgóðir ljós- myndarar og jafnvel notað eigin ljósmyndir sem uppistöðu verka sinna eða sem hjálparmiðil. Það er mjög eðlilegt, þar sem þeir hafa numið þau undirstöðuat- riði í myndbyggingu, sem svo mikilvæg eru við töku ljós- mynda og auk þess eru þeir stöðugt að þjálfa augað. Ég á mikla bók, er skýrir þessa áráttu málara frá fyrstu dögum ljósmyndarinnar og hugðist gera hér táknrænan samanburð, en því miður er bókin einhvers staðar í útláni ... Hvernig áhuganum er farið um iðkendur annarra listgreina, veit ég minna um. Emile Zola vann aðeins 6 síð- ustu ár sín að ljósmyndun, en þó munu myndirnar, er hann gerði á þessum tíma, vera fleiri en orðin, sem hann skrifaði! Munu glerplöturnar vera eitthvað á milli 7—8000 talsins og hann framkallaði þær sjálfur á eigin vinnustofu. Þetta sýnir ótak- markaðan áhuga á viðfangsefn- inu og við það má bæta, að þessi iðja var honum m.a. mikil hug- arfróun í hinni erfiðu útlegð í Englandi. Eg held, að það sé alveg rétt, sem Charbonnier sagði í blaða- viðtali, „að ljósmyndina megi skoða sem framlengingu á list- rænum hæfileikum Zola, fremur en t.d. hluta af ritverki hans“. Á líkan hátt er einnig talað um teikninguna sem framlengingu hanar og tilfinninga iðkandans. Zola er einmitt að lýsa sinu nánasta umhverfi, myndir hans eru að stórum hluta fjölskyldu- myndir, en þær eru gerðar af tilfinningahita og skarpskyggni hins þjálfaða listamanns og náttúrurýnanda. Þannig eru þær miklu meira en venjulegt tómstundagaman, því að þær eru spegill langt aftur í fortíð- ina, er gefur okkur hlutdeild í lífi og áhugamálum mikils húm- anista. Það er hinn nafnkunni franski Ijósmyndari, Jean Dieuzaide, sem er maðurinn á bak við björgun þessara mynda. Hann tók að sér að endurvinna þær, en margar voru illa farnar. Höfðu þær verið lokaðar niðri í kössum í 80 ár, og tók það Dieuzaide fjögur ár að telja sonarson rit- höfundarins, Francois Emile Zola lækni, á að leyfa sér að vinna myndirnar upp úr þessu safni með sýningu fyrir augum. Það er svo safnið „Galeri du Chateau d’Eau," sem stendur að baki farandsýningunni á ljós- myndum Emile Zola, en for- stöðumaður þess og jafnframt stofnandi er einmitt nefndur Jean Dieuzaide. Það eru 134 ljósmyndir á sýn- ingunni að Kjarvalsstöðum, og er sýningunni skipt niður í 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.