Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 15 Það sem snart mig helst í þeim goðsagnaveruleika sem liggur að baki fyrrgreindum efn- isþræði var sú áhersla sem Æsk- ýlos leggur á hybris — eða ofdrambið. Kemur þetta atriði vel fram í verkinu er Agamemn- on kemur heim frá stríðshaldinu og kona hans lætur breiða purrpuradúk heim að húsi. Fyrst neitar hann að ganga eftir dúkn- um minnugur þeirrar bölvunar er fylgir ofdrambinu — því að storka guðunum — lætur loks undan eftir að hafa dregið skó af fótum. Þetta kemur og fyrir und- ir lokin er Orestes biðum um réttlátan dóm. Raunar má kannski segja að hybris sé enn sú synd sem leiðir flesta í glötun, nægir hér að nefna sýnileg dæmi úr okkar þjóðfélagi er blasa við í Seðlabankagrunni og húsi Fram- kvæmdastofnunar — þar ræður ofdramb ríkjum. Einnig í þeirri ákvörðun valdsmanna hérlendra að útdeila smánarlegum lág- launabótum á sama tíma og þeir sjálfir hirða blygðunarlaust fúlgur fjár í formi vísitölubóta. Því miður er goðsögnin ekki eins nálæg okkur nútíma íslend- ingum og forngrikkjum og því getum við ekki kallað guðina til vitnis um framferði þessara manna. Máski er okkar öld, vegna þessa, fátækari að siðferði en þau mannlífsskeið er guðir og refsinornir vöktu yfir hverju spori? Og ég verð því miður að lýsa yfir að ekki snart mig fram- ganga guðanna í þessu verki. Ég held að að því leyti sé goðsagan frá tímum Æskýlosar næsta bragðlaus. Við getum ómögulega þefað af Apollon og Pallas- Aþenu og fundist þar persónur af holdi og blóði gæddar lífs- magni á við dauðlega menn — en svo fannst kynslóð Æskýlosar. Guðirnir voru þá sem heima- gangar og jafn óaðskiljanlegur hluti daglegs lífs og verðbólgan er nú hér hjá okkur. Enda ber að líta á hina fornu harmleiki sem einskonar lokaþátt í guðsþjón- ustu þess tíma. Þar gátu menn séð svart á hvítu hver var staða mannsins og hver staða guðsins. Hér er því verið að ræða hinstu rök mannlegrar tilvistar af alls- gáðri skynsemi. Menn eru að jafna sig eftir æði Dionýsusar- hátíðarinnar þegar guð gróand- innar tók sér bólfestu í dýrkend- unum. Hið gríska borgríki stend- ur öðrum fæti í fornlegri frjó- semisdýrkun en hinn hvílir á þeim grunni sem vestræn sam- félög standa enn í dag. Hér á því vel við eftirfarandi fullyrðing Þorsteins Gylfasonar í ritgerð- inni „Að hugsa á íslensku", en þar segir Þorsteinn: „Eins og fagur skáldskapur er skynsam- legur, en skynsemin skáldleg." Ég held að ekki sé hægt að lýsa skáldskap Æskýlosar betur. Þar fer fram rökræða en jafn- framt er þar tekist á um tilfinn- ingar. Og nú kemur að „stílbrot- inu“. Að mínu mati er það ekki fólgið í því að skeyta inn í sýn- inguna tveim atriðum þar sem hinar forngrísku persónur klæð- ast nútímabúningum og hoppa þannig inn í goðsagnaveruleika núsins. Stílbrotið kemur að mínu viti fram í því að hrært er saman tilfinningaþrunginni túlkun og yfirvegaðri. Þetta kemur vel fram í lokaatriðinu þegar Pall- as-Aþena vegur og metur af stillingu rökin í máli Oresteu en hann sjálfur synir merki mikill- ar innri spennu. Einnig kemur þetta fram í sundurgerðarlegum klæðnaði leikendanna. Hér hefði verið nær að stilla saman hvítu, svörtu og gráu og jafnframt ein- falda leikmynd Sigurjóns Jó- hannssonar. Raunar gæti ég tínt endalaust til atriði í hinum sjón- ræna þætti sýningarinnar sem hefði mátt einfalda og færa nær því markmiði að færa upp leik- verk þar sem skynsamleg rök- ræða um hinstu rök mannlegrar tilvistar fer fram en ekki er ver- ið að færa upp æsilegt saka- máladrama í shakespírskum stíl. Ég sá nefnilega lausnina ljós- lifandi á sviðinu — hún birtist í gerfi refsinornanna. Þar birtist hinn rammi forni seiður í öllu sínu veldi. Snilldarlegar grímur þessarra norna vöktu með manni ugg. Og hreyfimynstrið hannað af hinni finnskættuðu Marjo Kuusela bar með sér myrkar hugsanir og tilfinningar. Það er nefnilega einu sinni svo að það þarf ekki að grípa til „stílbrots" til að endurvekja þá veröld sem lýst er í Oresteiu. Enn í dag bítur sök sekan og það er næsta bros- legt að sjá refsinornir allra tíma stinga sér í diskódans þegar hæst ber. Var kannski Orestes í Broadway? En þessi ógreinilega framsetning hins sígilda efnis nær einnig til hinna fornu bún- inga í ríkara mæli en áður er lýst, þannig er engu líkara en Hákon Waage í hlutverki Ægist- osar sé fornrómverskur keisari. Mál er að linni nöldri, því þott uppfærsla þessa háklassíska verks hafi fremur einkennst af sundurgerð og tilfinningasemi en hreinleika og agaðri fram- setningu hinnar skynsamlegu en skáldlegu hugsunar þá bætti mikið frábær frammistaða leik- hópsins. Hér á leikstjórinn Sveinn Einarsson stóran hlut að máli því hlutverkaskipanin er óaðfínnanleg. Það er einsog leik- endur njóti sín til fullnustu hver í sínu afmarkaða hlutverki. Orestes er í öruggum höndum Hjalta Rögnvaldssonar en leik- sigur vinnst fyrst og fremst af Helgu Bachmann er leikur Klýt- emestreu. Þar sjáum við kald- hamraðan veruleika Æskýlosar ómengaðan tilfinningasemi. Há- kon Waage í hlutverki Ægistos- ar er einnig fullkomlega á valdi þess örlagavefs sem þarna er spunninn af goðum og mönnum. Vissulega mætti telja upp fleiri leikara einsog Önnu Kristínu Arngrímsdóttur í hlutverki Kassöndru — en hér verður að linna hóli. Aðeins er eftir að minnast á leikhljóð Þorkels Sigurbjörns- sonar sem voru í sparsamara lagi en rímuðu þó oft býsna vel við hinn forna seið. Búningar Helgu Björnsson voru ansi mis- jafnir að gæðum einsog áður greindi en þar hefur hún ekki ráðið ein ferðinni. Lýsing Árna Baldurssonar var og nokkuð háð hinum forákvarðaða túlkunar- máta. Þýðing Helga Hálfdanar- sonar er hins vegar líkt og frum- texti Æskýlosar — óháð tíma, rúmi og hvers kyns „stílbrotum". Þar er um klassískt verk að ræða sem eiginlega tekur ekki síður mið af íslenskri málhugsun en hugsun frumtextans. Hitt er svo aftur annað mál hvort sú stein- blökk sem texti Oresteiu var upp- haflega meitlaður í sé ekki farin að molna. En þeir hafa greini- lega gaman af að blása ryki af fornminjum í Þjóðleikhúsinu þessa dagana. Slíkt er svo sem góðra gjalda vert svo fremi sem rykið fýkur ekki framan í áhorf- endur. Hver og einn verður að dæma um hvort hann sér í gegn- um það kóf en mönnum er ráð- lagt að hafa með sér hlífðargler- augu, það er — lesa sér svolítið til um baksvið Oresteiu áður en þeir fara til fundar við þetta ágæta verk sem sýnir stórhug fráfarandi Þjóðleikhússtjora. Vonandi að sá sem við tekur sé jafn óhræddur við stórvirkin á sviði leikbókmennta. þætti. Emile Zola, ljósmyndari/ Lífið í Verneuil/Emile Zola, nat- úralisti/Emilie Zola í út- legð/Heimssýningin árið 1900/Andlitsmyndir/Lífið í Médan/ og loks, Meira af heims- sýningunni árið 1900 ... Ef við ályktum sem svo, að ljósmyndarans sé ekki að líkja eftir viðfangsefninu, því að vélin sjái um það, þá hefur Zola vissu- lega lifað sig á réttan hátt inn í hlutverk sitt sem ljósmyndari. Innlifun hans er einmitt mjög rík, hann er eiginlega allsstaðar nálægur og þar er samkennd hans gagnvart sínum nánustu, umhverfi, náttúru, mannlífi og undrum heimssýningarinnar, sem er hér ríkasti þátturinn. Hann skynjaði, að ný öld var að kveða sér hljóðs, öld mikilla tækniframfara og mikilla ör- laga. Sagt hefur verið, að Zola hafi uppgötvað ástina, reiðhjólið og ljósmyndavélina samtímis, og er það í réttri röð mjög eðli- leg keðjuverkun. Það tekur að sjálfsögðu skemmri tíma að hjóla burt með ástinni sinni en ganga og svo er upplagt að festa ævintýrið á myndplötu ... Við fáum að sjá ástkonu hans og börnin, er hann eignaðist með henni, í ótal útgáfum, en ástin hans nofndist Jeanne Roz- erot og mun upprunalega hafa verið þvottakona þeirra hjóna, Alexandrine og Zola. Söguna þekkjum við hér, svo að óþarfi er að fara nánar í saumana á einkalífi listamannsins, — hér eru það ljosmyndirnar, sem gilda ásamt heitum tilfinning- um Emile Zola. Börnin hans fallegu, þau Den- ise og Jaques, voru ekki síður óviðjafnanleg náma myndefnis fyrir Zola en ástkonan, náttúr- an, hvunndagurinn, heimsborg- irnar London og París, lands- byggðin og svo margræðar furð- ur heimssýningarinnar. Það er einhver upphafin friðsæld í mörgum myndanna, þær eru mettaðar töfrum löngu liðinna daga aldahvarfanna, — fin du siécle. Það er farsælast að hver og einn lifi sig inn í myndirnar svo sem hann hefur upplag til því að þær eru í þeim mæli gersemi, að fræðilegar afhjúpanir eiga hér ekki heima. Ekki í stuttum list- dómi því að slíkar gætu jafnvel grómað stemmninguna, sem er í kringum myndirnar. Farsælast er að vera auðmjúkur þiggjandi þeirrar veraldar er Emile Zola miðlar skoðendunum með sjá- andi auga sínu og næmum til- finningum. Það er alveg nóg. Mér þykir að lokum rétt að minnast á eitt í sambandi við þessa minnisstæðu sýningu og það er hve menningarlega er að henni staðið af hálfu Daniel Charbonniers og Jean Dieuz- aide. í salnum eru kynntar bæk- ur um fremstu ljósmyndara frönsku þjóðarinnar, sem eru einnig falar til kaups. Hið eina sem hægt er að gagn- rýna er eintóna upphengingin en vegna sömu stærðar allra ramma hefði verið nauðsynlegt að rjufa hana á stöku stað. Ann- að, sem verður að gagnrýna, sem þó er sýningunni algjörlega óviðkomandi, er að það skuli innheimtur söluskattur af bók- unum þannig að þær verða stór- um dýrari en í búðum ytra. Er ekki tími kominn til að íslenzka ríkið ráði svo sem einn menn- ingarfulltrúa til að kynna ís- lenzka list erlendis og skili þar með broti af þeim ágóða aftur er það hirðir vegna listiðkana og listneyzlu þegna sinna? — Svo ber að þakka öllum er hér lögðu hönd að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.