Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 153. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1985
17
Kofalist og sænska kerfið
Furðuverk vekur deilur um hugtakið list
— eftir Pétur
Pétursson
Kullaberg heitir sérkennileg
klettaborg er gengur í sjó fram á
vesturströnd Svíþjóðar, rétt fyrir
norðan Helsingborg. Svæðið er
undir umsjón Náttúruverndarráðs
og vinsælt af ferðafólki. Undir
klettunum meðfram sjónum að
norðan tók sumarið 1980 að rísa
einkennileg bygging sem erfitt
hefur reynst að skilgreina svo vel
sé — eru menn ekki sammála um
hana enn þann dag í dag. Höfund-
ur verksins er ungur listfræðingur
sem byggði það upp á sitt ein-
dæmi, án þess að spyrja kóng eða
prest.
„Myndverkið" eða skúlptúrinn
eins og höfundurinn kallar það,
minnir undi ritaðan helst á kofa-
byggingar þær, sem hann reisti
ásamt leikfélögum sínum í norð-
urbrekkunni við útjaðar Akureyr-
ar fyrir 25 árum. Efniviðurinn var
spýtur af ýmsu tagi sem urðu út-
undan við nýbyggingar, reknar
saman með ryðguðum nöglum án
þes að gert væri skipulag, hvað þá
teikning.
Kofasamstæðan við Kullaberg
er úr rekaviði og er um 50 m á
lengd og 12 á hæð. Upp úr kofa-
hrúgunni gnæfa óreglulegar strýt-
ur eða turnar sem í fjarlægð gefa
verkinu svip af höll eða misheppn-
aðri dómkirkju. Reiknað hefur
verið út að höfundurinn hafi dreg-
ið saman 20 tonn af rekaviði í verk
sitt. „Skúlptúrinn" er ekki sjáan-
legur af almannafæri og þeir sem
vilja berja hann augum verða að
leggja á sig að klifra niður kletta-
gjá og það hafa um 10.000 manns
gert undanfarin 3 ár.
Konsept— eða kofalist
Engum þykja kofar merkileg
fyrirbæri nema strákunum sem
byggja Þ^, en kofaverkið við
Kullaberg er nú þegar orðið þjóð-
saga. Blöðin eiga sinn þátt í tilurð
þessarar  þjóðsögu.  Dómstólar
hafa dæmt verkið á ýmsa vegu og
skilgreint og borið tilverurétt þess
saman við náttúruverndarlög og
byggingarsamþykktir. Sérfræð-
ingar í arkitektúr og listfræði
hafa verið spurðir álits á því hvort
verkið gæti talist húsbygging
(hugtakið kofi er ekki til í sænsk-
um lögum). Listaverkaskrár bæði
innlendar og erlendar hafa þegar
skilgreint verkið sem list nánar
tiltekið „konsept-list" (hugtaka-
list), eða jarðvegslist (jordkonst).
Höfundurinn hefur sent sýnishorn
af verkinu sem hann kallar Nimis
ásamt ljósmyndum á fjölda sam-
sýninga m.a. í New York og tvær
sérsýningar hafa verið settar upp,
önnur hér í Lundi og hin í Ystad.
Réttarsaga Nímis
Réttarsaga Nímis er ekki svo
lítill þáttur í sköpunarsögu verks-
ins sjálfs. Hún hófst með því að
nokkrir     náttúruverndarmenn
kærðu Nímis fyrir náttúruvernd-
arráði sýslunnar, en ráðið lagði
kæruna fyrir sýslunefnd sem at-
hugaði málið í hálft ár og komst
að þeirri niðurstöðu, að Nímis
væri ólögleg bygging sem hindraði
umferð fólks, skemmdi landslag
og skapaði hættu. Kofasmiðnum
var gert að fjarlægja verk sitt inn-
an ákveðins tíma að viðlagðri sekt.
Þessum dómi var áfrýjað til næsta
dómsstigs og ríkisstjórnarinnar
sem studdu úrskurð sýslunefndar.
Þá tók höfundur það til bragðs að
selja verkið. Kaupandinn var
þýskur listamaður sem aftók með
öllu að eign hans, listaverkið, yrði
fært úr stað, enda tilheyrði það
umhverfinu og sem jarðlistaverk
væri undirstaðan hluti af lista-
gildi verksins. Auk þess heyrði
verkið undir alþjóðarétt, þar sem
sænskir dómstólar gætu ekki látið
rífa þýskt listaverk.
Málið var nú tekið fyrir í Hov-
rátten í Malmö. Þar var Nímis
tekinn nokkuð öðrum tökum og
höfundur verksins sýknaður af
fyrri ákærum um lögbrot. Réttur-
inn taldi ekki óyggjandi að fyrir-
bærið væri húsbygging en tók að
öðru leyti ekki afstöðu til listræns
gildis þess. Dómarinn benti á, að
höfundur verksins væri auk þess
hvorki eigandi né leigjandi lóðar-
innar og þess vegna gæti bygging
hans ekki verið ólögleg. Sýslurétt-
ur og fleiri hafa tekið þennan úr-
skurð óstinnt upp og látið málið
ganga til hæstaréttar. Stefnendur
telja lögin ófullnægjandi ef ekki
er hægt að koma í veg fyrir alls
konar byggingarframkvæmdir á
friðuðum svæðum og þjóðgörðum.
Þingmannafrumvarp hefur verið
lagt fram sem miðar að því að lög-
in verði afdráttarlaus í banni sínu
á fyrirbærum eins og Nímis.
Kveikt í Hstaverkinu
Nágrannar Nímis skiftast í tvö
horn varðandi afstöðuna til verks-
ins og höfundarins. Andstæð-
ingarnir vilja „ruslið burt" og
telja það ekki ná nokkurri átt að
einum manni, þótt hann kalli sig
listamann, verði leyft að komast
upp með að brjóta lögin á þennan
hátt. Vinir Nimis telja hann frum-
legt og skemmtilegt verk þótt ekki
séu allir jafn vissir um listrænt
gildi hans. I deilunum með og
móti, sem m.a. hafa komið fram í
umræðuþáttum í útvarpinu, hefur
hugtakið list, innihald og takmörk
þess verið rædd fram og aftur
bæði af leikum og lærðum á lista-
sviðinu. Upp úr sauð í vetur sem
leið þegar heitir andstæðingar
kveiktu í verkinu og brunnu þar
um tveir þriðju hlutar þess. Geng-
ið var til atlögu við afganginn með
viðarsög. Þýski eigandi verksins
hefur heitið verðlaunum fyrir
upplýsingar, sem gætu leitt til
þess að brennuvargarnir finnist.
Opinber rannsókn málsins hefur
verið sett í gang. Eigandinn hefur
látið á sér skilja, að hann treysti
Svíum ekki lengur til að umgang-
ast listaverkið á mannsæmandi
hátt og hafi i huga að flytja það til
siðaðri svæða, svo sem Vestur-
Þýskalands, Hollands eða jafnvel
Bandaríkjanna.
Lars Vilks við „lisUverk" sitt
Doktorsritgerð um
hugtakið list
„Allt er þetta hluti af sögu lista-
verks míns," segir höfundurinn
Lars Vilks sem vinnur að dokt-
orsritgerð um hugtakið list og
þróunarsógu þess út frá vísinda-
heimspekilegum forsendum. For-
senda hans er sú að viðbrögð þjóð-
félagsins séu þáttur í listsköpun-
inni sjálfri, þar eru mörk listar-
innar sett að hans mati. Hlutverk
listamannsins er, samkvæmt
Vilks, að færa út landamæri list-
arinnar. „Það er ekkert það til,"
segir hann sem heitið getur hrein
náttúra og hrein náttúruskynjun.
Náttúrufegurð verður aðeins til
með listina sem viðmiðun. Við
skoðum náttúruna með gleraugum
listarinnar. Líftaug listarinnar er
að kljást við takmörk sinnar eigin
tjáningar."
Lars Vilks vill gefa listinni nýtt
innihald og hann kveðst taka til
við endurbyggingu Nímis. Einu
sinni skrifaði H.C. Andersen
ævintýri um hvernig tvær fjaðrir
urðu að fimm dauðum hænum; Nú
er höfundur Nímis að skrifa dokt-
orsritgerð um það hvernig tvær
spýtur og ryðgaður nagli urðu að
tuttugu tonna listaverki.
Höfundur er frétUritari Morgun-
blaósins í Lundi, Svíþjód.
A AÐ TAKA A HONUM STÓRA SÍNUM

OG SÆKJA
ÞREFALTLÁN
ÍBANKANN?
Árið sem þú verður fjárráða,
eða gengur í það heilaga,
býðst bér 50% hœrra Plúslán
með Abót en endranœr.
Þú getur því staðið með
fjórfaldan sparnað þinn f
höndum. Eitthvað skynsam-
legt er nú hœgt að gera
með allt það fé.
Komdu og rœddu við
Ráðgjafann hjá okkur. Hann
skýrir þetta betur út.
,     f4
MEÐ ÁBÓT
K  ^—\\    \
EINN BANKI • ÖU WÓNUSTA
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56