Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985
21
Russes vus par Vladimir Sichov,
sem komið hefur út á allmörgum
tungumálum, þar á meðal norsku,
sænsku og ensku: The Russians
(Little, Brown & Company, 1981).
Bókin, sem er löngu uppseld á öll-
um málum, er óvenjulega opinská
og nærfærin lýsing á daglegu lífi í
Sovétríkjunum sem útlendingum
er aidrei gefið færi á að sjá eða
kynnast af eigin raun — lífi á
rússneskum heimilum og sam-
yrkjubúum, í strætum og húsa-
sundum stórborga, í verksmiðjum
og herbúðum, í óhugnanlegum
fangabúðum og geðveikrahælum
sovésku leyniþjónustunnar, KGB,
í kirkjum og heimkynnum útskúf-
aðra lista- og vísindamanna.
Sérkennilegur og mjög persónu-
legur myndstíll Vladimirs Sichov
hefur gert hann einhvern virtasta
og eftirsóttasta ljósmyndara Evr-
ópu nú um stundir.
Sigurður A. Magnússon
Hal Calbom og
Phil Davies
Höfundar myndarinnar Iceland
Crucible eru bandarískir kvik-
myndagerðarmenn, sem átta sinn-
um hafa verið sæmdir hinum eft-
irsóttu Emmy-verðlaunum, sem
veitt eru fyrir framúrskarandi
sjónvarpsþætti. Þeir eru báðir
búsettir í Seattle í Washinton-
fylki og starfa þar.
Hal Colbom stundaði nám í
stjórnmálafræðum og síðar ensk-
um bókmenntum og naut margra
virðulegra styrkja, var m.a. Nat-
ional Merit Scholar, Great Book
Scholar og Frank Knox Fellow.
Hann lauk BA-prófi í stjómmála-
fræðum frá Harvard College árið
1971 og MA-prófi í enskum bók-
menntum frá háskólanum í Exeter
i Englandi árið 1976. Að námi
loknu starfaði hann sem frétta-
maður, höfundur og framleiðandi
sjónvarpsþátta. Eftir átta ára
starf hjá NBC, gerðist hann sjálf-
stæður rithöfundur og kvik-
myndaframleiðandi í félagi við
Phil Davies.
Phil Davies lauk BA-prófi í fjöl-
miðlafræðum frá The Evergreen
State College árið 1974. Eftir það
starfaði hann um sinn sem frétta-
ljósmyndari og síðan kvikmynda-
gerðarmaður og framleiðandi hjá
NBC. Á þeim árum var hann átta
sinnum sæmdur Emmy-verðlaun-
unum. Síðan 1983 hefur hann
starfað sjálfstætt í félagi við Hal
Calbom að gerð kvikmynda og
myndbanda fyrir sjónvarp og
einkafyrirtæki.
Sigurður A. Magnússon
Sigurður hefur samið nokkrar
bækur á ensku, auk fjölmargra á
íslensku, m.a. Northern Sphinx —
Iceland and the Icelanders from
the Settlement to the Present
(1977 og 1984) og Stallion of the
North — The Unique Story of the
Iceland Horse (1978), sem komið
hefur út á sjö tungumálum. Þá
þýddi hann og ritstýrði The
Postwar Poetry of Iceland (Uni-
versity of Iowa Press, 1982) og rit-
stýrði og gaf út Icelandic Writing
Today (1982).
Skáldsaga hans, Undir kal-
stjörnu, hefur komið út á þýsku,
Unter frostigem Stern, (1984), og
ensku, Under a Dead Star (1985).
Ljóð hans, smásögur og bók-
menntagreinar hafa birst í safn-
ritum og tímaritum á Norðurlönd-
um öllum, í Bretlandi, Þýskalandi,
Frakklandi, Belgíu, Hollandi,
Grikklandi, ftalíu, Spáni, Ind-
landi, Mexíkó, Bandaríkjunum og
Kanada.
GRJOTGRINDUR
Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA
KVORT
KÝST ÞÚ
GAT EÐA
GRIND?
BIFREIÐA
SKEMMUVEGI 4
K0PAV0GI
SIMI 7 78 40
Kverkstæðið
nastás
Eigum á lager sérhannaðar grjót-
grindur á yfir 50 tegundir
bifreiða!
Ásetning á
staðnum
SERHÆFDIRlFIATOG
Síðumúla33
símar 81722 og 38125
gorenie
%^SKANDINAVIEN *
Gæða ísskápar
Gorenje isskáparnir eru
að sjálfsögðu með hinu
viöurkennda Danfoss
kælikerfi.
Gorenje HDS 201 K rúmar 200
lítra. Þar af er 185 lítra kælir og
65 litra djúpfryatir. Sjáltvirk af-
trysting. Hæð 138 sm. Breidd 60
am. Dýpt 60 am.
Sami gæðaflokkur og ísakápar í
mun hærri verðflokkum.
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðuriandsbraut 16 Simi 91 35200
Góðir afborgunarskilmálar.
Látiö ekki happ
úr hendi sleppa.