Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 22
22 Menning Af konum Fríða Á. Siguröardóttir rithöfundur Gott efekki glittir í þann boöskap aö þaö sé konunnar verk aö gæta konunnar. sem eiga í erfiðri baráttu vegna þess að þær geta á engan hátt skilið heim hinna fullorðnu. Þær eru hluti af þessum heimi en vegna þess hve ungar þær eru er unnt að blekkja þær, afvega- leiða og tæla. Eftir sitja þær uppfullar af undr- un yfir feluleikjum og yfirdrepsskap fullorð- inna sem ná í krafti þeirra „stóru“ að vega svo um munar að sak- leysi þeirra og trausti. Sársaukinn er drif- kraftur þessara sagna og þó stóru orðin séu spöruð skynjar lesand- inn í gegnum ósögð orð miskunnarleysi full- orðinsheimsins og hve vont það getur verið að vera lítil manneskja í stórum heimi. Sögurnar mynda ákveðna heild, því þótt þær fjalli um ólíkar konur á ólíkum aldri er varla annað hægt en lesa Sumarblús sem heildstæða lýsingu á lífi konunnar allt frá unga aldri til dauða. Ein kona verður aldrei aðskilin frá annarri þrátt fyrir uppruna, aldur og ólíka lífs- reynslu. í konunum býr hinn óljósi uggur um að þurfa ætíð að gæta sín, ætíð að vera á verði og gott ef ekki glittir í þann boðskap að það sé konunnar verk að gæta konunnar. Sigríður Albertsdóttir Fríöa A. Siguröardóttir: Sumarblös. JPV-forlag 2000 í Sumarblús eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur eru sex smásögur sem fjalla um kvenmenn á ýmsum aldri, allt frá utangátta telpukornum til eldri kvenna sem muna tímana tvenna. Sögurnar minna um margt á hina margverðlaunuðu skáld- sögu Fríðu, Meðan nóttin líður. Sú bók hefur einnig að meginefni líf kvenna, lætur litið yfir sér en geymir margbrotinn boðskap sem verður skarpari eftir hvem lestur. í hverri sögu tekur Fríða fyrir það sem við köllum „hversdagsleika" og kunnum sjaldnast að meta. Það era reyndar stór mistök því í honum búa einmitt stærstu undrin en því miður einnig mestu hrollvekj- urnar. Þessu tvennu vef- ur Fríða saman af kunn- áttu þess sem greinilega hefur kynnst ýmsum kimum hversdagsleik- ans, bæði björtum og svörtum. í fyrstu sögunni „Heimsókn" segir af ungri konu sem fer inn úr sólinni til að heimsækja gamla konu á elliheimili. Þar mætast ungdómur og elli, líf og dauði, gleði og sorg, von og ótti - í raun og veru allar þær andstæður sem felast í lífinu. í stuttri sögu færir höfundur lesendum sínum á nærgætinn en um leið tregablandinn máta þann boðskap að það sé gott að vera ungur en einnig gott að fá að eldast - ef umhverfið er rétt! Bókmenntir „Sumardagur" segir af konu á miðjum aldri sem fær sér skreppitúr út í sumarið. Hana lang- ar að flýja vinnuna um stundarsakir og fyrr en varir hefur hún runnið saman við náttúruna, finnur „gamla“ slenið renna af sér og langar að fljúga. Hér leikur náttúran stórt hlutverk, litir hennar og lykt og lesandinn finnur ilm af vori og langar einnig að fljúga. í „Fjallinu" og „Leitinni" ferðast höfundur með lesendur inn í hugarheim tveggja telpna Myndlíst Ofar öllum skilningi Samuel Joensen-Mikines: Pietá (1950) Mér segir svo hugur að löngu sé tímabært að hefja opinskáa umræðu um myndlist í íslensk- um kirkjum. I hverri kirkjunni á fætur annarri er verið að koma fyrir myndverkum hverra frá- sögn eða tákngildi megnar ekki að hreyfa við nokkurri sál. í besta falli er þama um að ræöa dægilegar skreytingar gerðar að undirlagi kappsfullra sóknarnefnda sem sjá í þeim stað- festingu gróskumikils safnaðarstarfs. Þetta er ekki séríslenskur vandi, heldur sam- eiginlegur með kristnum samfélögum á Vestur- löndum, en öfugt við okkar litla samfélag hafa þau gert sér grein fyrir vandanum og tekið hann til umfjöllunar. í hnotskurn er hængurinn sá að nútíminn er andsnúinn hinu frásagnarlega og táknræna. Eitt höfuðeinkenni hins „nútímalega" (modemity) er einmitt að það sneiðir hjá algildum táknum og nákvæmum útlistunum hlutanna. Sjáum til dæmis það flóð síbreytilegra og forgengilegra upplýsinga, tákna og mynda sem upplýsinga- þjóðfélagið dælir yfir okkur á hverjum degi, ekki síst þegar jólin nálgast. Kraftbirting kirkj- unnar hefur hins vegar verið órjúfanlega bund- in ákveðnum óumbreytanlegum táknum og skýrum myndlýsingum ritningarinnar. Hér er um ósættanlegar andstæður aö ræöa. Myndlistin og óendanleikinn Eina leiðin fyrir kirkjuna er að opna gáttir sínar fyrir myndlist sem ekki tákngerir eða segir frá, heldur nær að veita okkur ávæning af óendanleikanum og mikilfengleikanum, þvi sem heimspekingurinn Kant kenndi við upp- hafninguna, hið „súblíma". Hér á ég við stór- brotna formlausa myndlist, opna í alla enda, sem ekki krefst skilnings heldur auðmýktar gagnvart því sem er ofar skilningi okkar. Slík myndlist hefur sig upp yfir hið daglega og for- gengilega. Nokkur verk þessarar gerðar er að finna í kirkjum vestanhafs og austan, t.d. í svo- kallaðri Rothko-kapellu í Houston, Texas. Auðvitað er þetta ekki vandi kirkjunnar einnar heldur einnig myndlistarmanna. Eitt af því áhugaverðasta við sýninguna Hærra til þín, sem nú stendur yfir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og Ásmundarsal, er hvemig ósam- stæður hópur norrænna listamanna frá ýmsum skeiðum sddarinnar fetar margs konar einstigi milli táknsækinnar frásagnar, þess sem við telj- um okkur skynja og þekkja, og vitundarinnar um það sem er ofar öllum skilningi. Flestir þeirra eru á bandi frásagnarinnar, útlistunar á atburðum úr ritningunni sem þeir reyna að færa nær okkur með vísan tfi samtímaatburða eða umræðu. Þetta á jafnt við um bókstaflega samtengingu Hönnu Ryggen á píslardauða Jesú og hetjudauða norskra andspyrnuhetja og mynd Svends Wiig Hansen af „hinu illa“ frá 1966, sem eflaust á sér rætur i lífseigri umræðu um stríðsglæpi nasista. Þanþol kristilegrar frá- sagnar Hér mætti einnig nefna til sögunnar mynd snillingsins Mikines af Kristi látnum í fangi lærisveina sinna (sjá mynd), og líkist hann engu frekar en sjóreknu líki á færeyskri sjávarströnd. En tengingin við samtímann er auðvitað á kostnað óendan- leika og upphafningar. Þeir sem mest reyna á þanþol hefðbundinnar kristilegrar frásagnar eru þeir Jakob Weidermann og islensku myndhöggvaramir Ásmundur Sveinsson og Sig- urjón Ólafsson. Þar hefur Weidermann sennilega vinninginn í verki sínu „Þoka í Getsemane", feikn- stóru lérefti sem fullyrðir ekkert en vekur upp ótal hugrenningar og tilfinning- ar, ekki síst geig, við hverja skoðun. Óhlutbundin þrí- víddarverk Ásmundar líða hins vegar fyrir næsta jarð- bundin viðhorf listamanns- ins til hins trúarlega. Útlegg- ingar hans eru tilbrigði um táknmál sem við þekkjum einum of vel; megna því ekki að tæpa á hinu „ægi- lega óþekkta". Á hinn bóg- inn er myndmál Siguijóns ævinlega persónulegt, en of- hlæði smáatriða í verkum hans dregur oftlega úr heildrænum áhrifamætti þeirra. Vonandi verður þessi áhrifaríka sýning til að vekja áhrifamenn, innan kirkju sem utan, til meðvitundar um þennan myndlistarvanda áður en hann verður að krísu. Gleðilega hátíð. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin Hærra til þín er framlag til Kristnihátíöar og Reykjavíkur menningarborgar. Hún stendur til 4. janúar 2001 í Ásmundarsafni og Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar. MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 DV Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir Á eigin vegum Þorsteinn Antons- son hefúr sent frá sér greinasafhið Á eigin vegum þar sem kom- ið er víða við. í fyrsta greinaflokknum lýsir hann manngerðum sem líklegar eru til að leiða af sér vanda sem krefjast afskipta stofhana og sérfræðinga. Þetta eru jaðar- hópar sem falla ekki að venjulegum fé- lagsmunstrum og greinamar spretta af starfi höfundar sem ráðgjafi um Qöl- skyldumál. Hér er rætt um misþroska, áunna ofvirkni, kaldlyndi, níðinga, alkó- hólista, meðvirkni og fleira. Annar flokkurinn fjallar um fiölskyldu- lif og er kominn til af starfi Þorsteins i Fé- lagi ábyrgra feðra. Þessar greinar lítur hann á sem mótvægi við kvenréttindaum- ræðuna og fjallar þar um karlmennsku, feðramál og skilnaði í ljósi þróunar í fjöl- skyldumálum. Þriðji og síðasti flokkurinn leitar að leiðum út úr kerfl fjármagns og vísinda- hyggju sem samkvæmt höfúndi stýrir bókmenntamálefhum sem öðrum. Mælt er með frekari áherslu á frumleika og náðargáfur, persónulegt málfar og náttúr- legt siðgæði. Sigurjón Þorbergsson gefur út. Þegar orö fá vængi Torfi Jónsson hef- ur valið og þýtt yfir 8000 tilvitnanir og spakmæli frá ýms- um tímum og gefið út í bókinni Þegar orð fá vængi. Hér má finna allt frá heimspekilegum vangaveltum um til- gang lífsins til spaugilegra athugasemda um menn og málefni liðandi stundar. Efninu er skipt í 24 kafla sem bera hver sína fyrirsögn, m.a. Um mig sjálfan, Um minn betri mann, Um vináttu, Um ástina, Listin að lifa, Sannleikur og lygi, Bók- menntir, Um listir og Um trú. í þessu mikla bókaflóði miðju er rétt að grípa nið- ur í bðkmenntahlutanum. „Frumleiki er listin að dylja hver uppsprettan er,“ sagði ókunnur höfundur, en Chateaubriand sagði: „Það er ekki frumlegur höfundur sem stælir engan, heldur sá sem enginn getur stælt.“ Svo má hafa eftir það sem breski rithöfundurinn Conolly sagði: „Bókmenntir byggjast á því að skrifa eitt- hvað sem verður lesið tvisvar, blaða- mennska eitthvað sem skilst samstundis." Upplögð bók til að lesa hátt úr meðan legið er á meltunni. Heimilishandbókin Heimilishandbók- in ómissandi er kom- in út hjá Vöku-Helga- felli, urmull snjallra lausna á hverjum hugsanlegum praktískum vanda sem upp kann að koma á venjulegu heimili. Hér eru gagnlegar leiðbeiningar meðal annars um þrif, viðgerðir, veisluhald, matseld, skyndihjálp, blómarækt og blettahremsun auk fjölda húsráða sem hafa gengið milli kynslóðanna. Skrá yfir atriðisorð í bókar- lok auðveldar notkun bókarinnar. Höfúndurinn er Cassandra Kent. Ingrid Markan þýddi bókina en ritstjóri íslensku útgáfúnnar var Sigríður Harðardóttir. Reynt hefúr verið að laga bókina að ís- lenskum aðstæðum eins og kostur er. Vinakvöld Hið árlega Vinakvöld á aðventu Kóra Flensborgarskólans verður haldið í kvöld kl. 20 í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju. Með kórunum koma fram hljóðfæraleikaram- ir Erla Þórólfsdóttir og Eyjólfur Eyjólfs- son. Vinakvöldið er öflum opið og er að- gangur ókeypis. Stjórnandi kóranna er Hrafnhildur Blomsterberg. Svavar Gestsson og sagan endalausa Á morgun kl. 12.05 mun Svavar Gestsson sendiherra flytja erindi á hádegisfúndi Sagn- fræðingafélags íslands í Norræna húsinu. Erindið nefnist „Sagan endalausa". Allir velkomnir. ÍÞFGA.R ORÐ g

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.