Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. Myndlist HrafnhildurSchram mynstri pjötluverksins eöa þá aö þau vinna á móti því og mynda sjálfstætt mynstur og keppa við sjálft pjötlumynstrið. Linda er nýtin í listinni, um þaö bera margvíslegir og sérstæðir efnisbútar vitni. Aðferöin er að tengja saman ólíkasfnisbúta mun vera upprunnin í löndunum við botn Miðjarðarhafsins og þaðan barst hún vestur um álfu og yfir til Bandarikjanna þar sem hún hefur þróast sem sérstæð alþýðulist, ef til vill vegna skorts á efni og dýrra innfluttra efna. í sumum ábreiðunum sameinar Linda bandariska listhand- verksarfleifð arabisku flatarskrauti en Linda Schapper og Magnús Tómasson sýna að Kjarvalsstöðum Magnús Tómasson: Úrfórum fakirsinsll Hrafnhildur Schram STUNGNAR PJÖTLUÁBREIÐUR OG „SMÁMUNIR” augljóst er að hún hefur þegið mikið frá skreytilist Araba í dvöl sinni i Líbanon. 1 öðrum ábreiðum hefur Linda tekið upp sigild bandarísk mynstur sem notuð hafa verið i slíku listhandverki af kynslóð eftir kyn- slóð, þar má nefna ábreiðurnar Tulip og Sun Burst. önnur nöfn t.d. Log Cabin og Wild Goose Chase, gefa til kynna að þau eru sprottin upp úr bandarísku bændaþjóðfélagi þar sem þetta sérstæða listhandverk hefur blómstrað þrátt fyrir samkeppni vélsaumaðra eftirlíkinga og þjónar þar enn sinni félagslegu þörf meðal kvenna sem af nák'. emni og hugviti vinna sameiginlega að einni ábreiðunni á eftir annarri. Myndheimur Magnúsar í glerskápum, sem aðskilja kaffi- stofu frá göngum hússins sýnir Magnús Tómasson myndlistarmaður „smámuni” gerða á árunum 1967- 1972. Þetta eru munir sem ekki gefa sig fram sjálfir heldur ber gestinum að leita þá uppi með opnum huga og gefa sér góðan tima til að taka á móti þeim nýju hugmyndatengslum, sem hann á í vændum. Ekki er ósennilegt að „smámunir” Magnúsar kunni að vekja upp leyndar kenndir, jafnvel smáhroll og viðbjóð, en láti gesturinn það ekki á sig fá býðst honum að njóta með Magnúsi hins absúrda og neyðarlega húmors sem mörg þessara verka búa yfir. Ekki er þar með sagt að lita eigi á þessi verk sem brandara því þau eru í eðli sínu háalvarleg og búa yfir ádeilu sem Magnús kemur til skila án þess að predika um of eða vera leiðinlegur. Margt alvarlegt er oft sagt I hálfkæringi. Þumlavél, brotin gleraugu, þar sem skinnhnoðrar, sem minna óþægilega mikið á ónefnt lítið nagdýr, vaxa upp úr brotunum, niðursuðudósir sem bjóða upp á örþunna málmþreifara eða brúðufót úr plasti eru framandi lystaukar á sóffaborðum borgaranna og eflaust ekki ætlaðir sem slíkir. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga inn í mynd- heim Magnúsar og kynnast töfrabrögðum hans geta þó alltaf dáðst að aðdáunarverðu handbragði og verklagni. Linda Schápper Nýtnií listinni Það er mikil litadýrð að Kjarvals- stöðum þessa dagana. Stungnar pjötluábreiður Lindu Schápper taka á móti gestjnum í anddyri hússins og leiða hann eftir göngunum og þegar þeirri skoðunarferð lýkur er hann vis til að ganga út I vorleysið ögn hressari en áður, eftir að hafa sótt sér andlega næringu i þá litagleði og ferskleika sem listhandverk Lindu býr yfir. Linda er bandarísk heimskona, búsett í París eftir langdvöl I Líbanon áður en hin blóðuga borgarastyrjöld braust út þar I landi. Það var í Líbanon sem Linda byrjaði fyrir þremur árum að sauma ábreiður sínar og virðist henni ekki hafa fallið verk úr hendi síðan þvi eftir hana liggja nú u.þ.b. 70 ábreiður og sýnir hún að Kjarvalsstöðum rúmlega 40. Á enskri tungu nefnast ábreiður þessar „patchwork quilts” sem þýtt hefur verið sem „stoppuð teppi” en mér finnst stungnar pjötluábreiður ná þessu hugtaki betur þar sem mikilvægi þessa listhandverks liggur í því hvernig pjötlurnar eru skeyttar saman og mynstrið byggt upp og siðast en ekki síst hvernig ábreiðurnar eru stungnar. Mikil vinna liggur að baki hverrar ábreiðu. Eftir að efnisbútarnir hafa verið saumaðir saman og mynstur- gerðinni er lokið er klæðið fóðrað og er þá að lögun sem sængurver. Síðan er stoppað með þunnu ítróðri (áöur með baðmull en nú aðallega með gerviefni). Síðan er ábreiðan stungin þannig að þessi þrjú lög eru saumuð saman. Stundum fylgja stungusporin Vegna mikilla anna getum við bætt við okkur nokkrum bílum. Sími41846 eða 42222. Sendibílastöð Kópavogs Hjallafiskur Mcrkið scm vann harðfisknum nafn F«»Jt hjd: KJÖTBÚÐIN IIORG Laugavegi. Hjallur hf. - Söiusími 23472 Bíll í sérflokki til sölu — Chevrolet pick- up, fjórhjóladrif, 4 gíra gólfskiptur, 6 cyl., allur nýupptekinn. Uppl. í síma 85040 og 75215 á kvöldin. Lagerhúsnæði Nálægt Hlemmtorgi, 150 ferm til leigu frá 1. april til 30. september. Uppl. gefur Pétur Pétursson, heildverzlun Sími 25101. Höfum fjársterkan kaupanda að tveim til þrem 15—20 tonna bát- um, ekki eldri en 10—15 ára. Bátarnir þurfa að vera útbúnir til togveiða. Góðar tryggingar í boði fyrir rétta báta. EIGNAVAL SF Suðurlandsbraut 10. Sfmi 85650. Heimasimi sölumanns 13542.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.