Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ  # $ #  % # & '                   !"#! ( ) &   ' *                 +,+* '-#*./'  GUÐMUNDUR hefurfrá því í mars síðastlið-inn dvalið í Venesúelasem ráðgjafi við bygg-ingu risavaxinnar vatnsaflsvirkjunar þar í landi, Car- uachi-virkjunarinnar. Býr hann í borginni Puerto Ordaz, öðru nafni Ciudad Guyana, ásamt eiginkonu sinni, Hólmfríði Gísladóttur, og er ætlunin að þau dvelji þar fram á mitt næsta ár. Guðmundur starfar á vegum bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Montgomery Watson-Harza, sem sér um aðalhönnun virkjunarinnar, en heimamenn reisa hana sjálfir. Landsvirkjun hefur átt samstarf við Harza frá árinu 1965 og hannaði fyrirtækið t.d. Búrfellsvirkjun á sín- um tíma. Orkufyrirtækið EDELCA, sem Guðmundur vinnur fyrir, er nokk- urs konar Landsvirkjun þeirra Venesúelamanna, opinbert fyrirtæki í fylkinu Bolivar, sem framleiðir um 80% allrar raforku í landinu. Orkan er einnig seld til nálægra landa eins og Brasilíu og Kolumbíu. Stærð Caruachi-virkjunarinnar er um 2.400 MW en til samanburðar má geta þess að samanlagt afl allra vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar er nú um 1.100 MW og fyrirhuguð stærð Kárahnjúkavirkjunar er 700 MW. Þessi nýja virkjun ein og sér er því meira en tvöfalt aflmeiri en allar virkjanir Landsvirkjunar til samans eða eins og rúmlega þrjár Kárahnjúkavirkjanir eða tuttugu Sultartangavirkjanir. Virkjunin er um 350 km inni í landi, skammt frá borginni Puerto Ordaz, þar sem Guðmundur býr, en þar búa um 400 þúsund manns. Ver- ið er að setja upp 12 vélasamstæður þar sem afl hverrar samstæðu er um 200 MW. Fyrstu fjórar sam- stæðurnar eiga að verða tilbúnar á næsta ári og afgangurinn eigi síðar en árið 2005. Um er að ræða fjár- festingu upp á um 200 milljarða króna. Við byggingu virkjunarinnar starfa nú alls um 3 þúsund manns og eins og meðfylgjandi myndir bera með sér er umfangið gríðar- legt. Nokkrar milljónir rúmmetra af steypu fara í stöðvarhús og stíflu- garða og vatnsmagnið, sem runnið getur um lokumannvirkið, er á við myndarlegt Skeiðarárhlaup. Spennandi tækifæri „Þeir hjá Harza höfðu samband við mig og spurðu hvort ég væri ekki tilbúinn að koma aftur. Þegar svona spennandi og skemmtileg tækifæri gefast, ásamt góðum laun- um, lætur maður slag standa. Ég fékk leyfi í eitt ár frá Landsvirkjun og reikna með að koma aftur til þeirra að loknu verkefninu hér. Það var líka lag í þetta sinn fyrir okkur að fara út og Hólmfríður, sem var deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands, gat sömuleiðis fengið ársleyfi þar,“ segir Guðmundur en hann starfaði í Venesúela á vegum Harza á árunum 1993–1996 við byggingu annarrar virkjunar, Macagua-virkjunarinnar. Hún er enn stærri en sú sem nú er í smíðum eða um 3.000 MW og er nánast inni í Puerto Ordaz, svipað og Elliðaárvirkjunin í Reykjavík. Hann segir að Macagua sé snilld- arlega vel hönnuð virkjun inn í um- hverfi sitt. „Eftir að verkefnum við Vatns- fellsvirkjun, Sultartangavirkjun og endurnýjun Sogsvirkjana undanfar- in fimm ár lauk, var lag hjá mér að breyta til þar sem ákveðin lægð og óvissa er hjá okkur á Landsvirkjun í bili. Verkefnið hér í Venesúela er mjög stórt og fjölþætt og skemmti- legt að glíma við. Ég fæ góða og mikla reynslu út úr þessu, sem hef- ur og mun nýtast mér vel við önnur verkefni heima á Íslandi eða annars staðar.“ Risavirkjanir Þó að Íslendingum kunni að þykja virkjunin stór sem Guðmundur er að vinna við er hún ekki svo stór á mælikvarða heimamanna. Þetta er fjórða virkjunin við ána Caroní, sem er þverá stórfljótsins Orinoco, fjórða stærsta fljóts veraldar. Vatnsmagnið í Caroní er að sögn Guðmundar álíka mikið og í öllum vatnsföllum á Íslandi samanlagt. „Næststærsta vatnsaflsvirkjun heims er einmitt í þessari sömu á, Guri-virkjunin, sem er 10.000 MW að stærð. Harza hannaði einnig þá virkjun á sínum tíma og hafði eftirlit með framkvæmdum. Uppistöðulón þeirrar virkjunar er 150 km langt og um það bil 60 sinnum stærra en Þórisvatn. Þess má geta að stærsta vatnsaflsvirkjun heims, Itapu-virkj- unin, er einnig í Suður-Ameríku, eða á landamærum Brasilíu og Para- guay, og er afl hennar 12.600 MW.“ Guðmundur segir að heimamenn séu að undirbúa fleiri virkjanir við ána Caroní. Útboð fyrir þá næstu af fjórum til viðbótar er fyrirhugað í lok þessa árs. Miklir þurrkar hafa verið undanfarið í Venesúela og í vor var aðalmiðlunarlónið í Guri í sögulegu lágmarki. „Það hefur aldrei fyrr staðið svona lágt og jaðraði því við orku- skömmtun í landinu í apríl og maí síðastliðnum. Nú er regntíminn haf- inn og því farið að hækka aftur í lón- inu. Erfitt er að spá fyrir um vatns- forðann sem verður til ráðstöfunar, svo og orkuþörfina, þar sem veð- urguðirnir einir ráða þar um. Því er mikið kapp lagt á að ljúka þessari virkjun með hraði þar sem hún mun nýta rennslið frá Guri-virkjuninni. Segja má að virkjunarframkvæmdir hafi verið stöðug atvinnugrein hér á þessu svæði undanfarna áratugi og veitt þúsundum iðnaðar- og verka- manna vel launuð störf og einnig aukið mjög á tækniþekkingu heima- manna,“ segir Guðmundur. Verkefni hans við Caruachi-virkj- unina felst einkum í ráðgjöf og eft- irliti á sviði rafmagns- og vélabún- aðar fyrir orkufyrirtækið EDELCA, sem á og reisir virkj- unina sem fyrr segir. Hann hefur eftirlit með samsetningu og próf- unum búnaðarins. Mest af búnaðin- um kemur erlendis frá, bæði N-Am- eríku og Evrópu, en þó framleiða heimamenn ýmsa mikilvæga hluti sjálfir. Guðmundur segir að í Puerto Ordaz sé til dæmis mikill stáliðn- aður og þar séu einnig nokkur stór álver, stálbræðslur og járnblendi- verksmiðja, sem nota mikið af raf- orkunni líkt og á Íslandi. „Í fylkinu Bolivar er gnægð málma í jörðu svo sem gull, járn, báxít, sem er hráefni í ál, og tin auk demanta sem nóg er af. Aðaltekju- lind landsins er þó olíuvinnsla en Venesúela er fimmti stærsti olíuút- flytjandi heims. Landsmenn eru látnir njóta þess í heimsins lægsta bensínverði því lítrinn hér kostar aðeins fimm krónur,“ segir Guð- mundur og á röddinni má heyra nokkra ánægju með þetta verðlag! Í hringiðu átaka Guðmundur stundaði verkfræði- nám sitt í Þýskalandi á árunum 1967–1973, á tímum stúdentaóeirð- anna í Evrópu, og starfaði síðan hjá stórfyrirtækinu ABB í sjö ár, þar af í eitt og hálft ár í Íran undir lok átt- unda áratugarins, bæði fyrir og eftir valdatíma Ayatollah Khomeinis erkiklerks. Fluttist hann til Írans með fjölskyldu sína, fyrri konu og syni, árið 1977 til að stjórna verk- efni við uppbyggingu háspennu- dreifikerfis í fylkinu Khuzestan í suðurhluta Íran. „Þetta voru 18 stórar háspennu- stöðvar víðsvegar um fylkið og hafði fjölskyldan aðsetur í Ahwaz, höfuð- borg fylkisins. Fyrra árið gekk allt vel og snurðulaust fyrir sig, bæði verkefnið og mannlífið. Svo fór að halla undan fæti þegar Khomeini og hans menn fóru að herja á og endaði þetta með því að ég varð að senda fjölskylduna heim seinni hluta árs- ins 1978,“ segir Guðmundur en hann hélt störfum sínum í landinu áfram til jóla það árið. Fór hann þá heim til Íslands og hélt þar kyrru fyrir á meðan mestu ósköpin gengu yfir í Íran. Vorið 1979 hélt Guðmundur aftur út til að ljúka verkefninu og dvaldi þar nokkrum sinnum, í tvo til þrjá mánuði í senn, undir strangri gæslu varðliða Khomeinis. ,,Þetta voru afar spennandi tímar,“ segir Guðmundur, en að lokinni dvölinni í Guðmundur Pétursson framan við risavaxið stöðvarhúsið þar sem þak er komið yfir fjórar vélasamstæður af tólf. Byggingarkranarnir sem sjást eru á annan tuginn. Guðmundur Pétursson, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsvirkjun, tók sér ársfrí til að vinna við uppbyggingu risavaxinnar vatnsaflsvirkjunar í Venesúela, sem er tvöfalt aflmeiri en allar virkjanir Landsvirkjunar til samans. Björn Jóhann Björns- son ræddi við Guðmund, sem nú er öðru sinni að störfum í landinu og hefur m.a. kynnst þeirri ókyrrð sem þar hefur verið í stjórnmálunum. Skemmtilegt verk- efni að glíma við Hólmfríður Gísladóttir virðir fyrir sér framkvæmdasvæði Caruachi-virkjunarinnar og horfir ofan af stíflugarðinum yfir fyrirhugað lónsstæði. Síðar á þessu ári verður byrjað að fylla í lónið, sem að flatarmáli verður á við þrjú Þingvallavötn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.