Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						KÖTLUHLAUP eru mestu vatns-
flóð sem verða á jörðinni nú á tímum,
að sögn dr. Helga Björnssonar,
jöklafræðings og rannsóknaprófess-
ors hjá Raunvísindastofnun Háskóla
Íslands. Kötlu-
hlaup eru mæld í
hundruðum þús-
unda rúmmetra á
sekúndu (m
3
/s),
og hefur verið tal-
ið að jökulhlaupið
1918 hafi verið
allt að því 300
þúsund m
3
/s og í
öðrum gosum
jafnvel ein milljón
m
3
/s. Þessar tölur eru áætlaðar út frá
farvegum, flóðförum og því afli sem
þarf til að flytja björg og kletta um
langan veg. Til samanburðar má
nefna að stærstu Skeiðarárhlaup eru
talin verða um 50 þúsund m
3
/s.
Helgi segir að fara þurfi alveg aft-
ur undir lok síðustu ísaldar til að
finna stærri hlaup en Kötluhlaup á
jörðinni. Það var þegar risastór lón
við jökuljaðra, t.d. í Norður-Amer-
íku, voru að hlaupa. Hér á landi er þó
talið að stærri hlaup en Kötluhlaup
hafi komið í Jökulsá á Fjöllum í kjöl-
far eldsumbrota í Bárðarbungu eða
Kverkfjöllum löngu fyrir landnám. 
Jökullinn rýrari en 1918
Mýrdalsjökull hefur rýrnað tölu-
vert frá því sem hann var árið 1918,
þegar Katla gaus síðast, að sögn
Helga. Íslenskir jöklar uxu frá því á
fjórtándu öld og fram til loka þeirrar
nítjándu og tóku ekki að rýrna fyrr
en á þriðja áratug tuttugustu aldar.
Þeir hafi því verið mjög stórir 1918
en hopað talsvert síðan. Helgi segir
ómögulegt að spá með vissu fyrir um
stærð jökulhlaups ef Katla gýs á
næstu árum. Vissulega sé ísinn minni
yfir Kötluöskjunni nú en 1918, en
stærð gossins og staðsetning innan
Kötluöskjunnar ráði einnig miklu um
hve hlaupið verður stórt.
Helgi sagði því erfitt að spá fyrir
um stefnu og útbreiðslu Kötluhlaupa
fyrr en ljóst sé hvar gos brýst upp.
Þá megi hins vegar strax segja til um
hlaupleiðina og afmarka hættusvæði.
Innan öskjubarmanna eru 100 fer-
kílómetrar og af um 60 þeirra rennur
bræðsluvatn niður Mýrdalssand, af
um 20 niður Sólheimajökul og af um
20 norður Entujökul og niður Mark-
arfljót til Landeyja. Upptök gossins
ráði því hvar hlaupvatnið leiti niður. Í
18 af 20 eldgosum á sögulegum tíma
hafa hlaupin farið yfir Mýrdalssand,
en í tveimur gosum yfir Sólheima- og
Skógasand. Þá benti Helgi á að þó að
ljóst verði hvaða meginleið hlaupið
fari skyldu menn hafa í huga að
vegna framburðar gjósku og íss
breyti hlaupið sjálft landslagi og far-
leiðum vatnsins, því jakahrannir geti
myndað stíflur og stýrt rennslinu. Þá
minnti Helgi á að í Skeiðarárhlaup-
inu 1996, þegar gos var í Gjálp,
hafi það verið jakarnir sem ollu
mestum skemmdum t.d. á
brúm yfir vötnin. 
?Gjálpargosið var
miklu minna en
Kötlugos eru
alla jafna
og
menn
sáu vel
hvað þar gerð-
ist,? sagði Helgi.
Landslagið
undir jöklinum
Um árabil hefur Helgi, ásamt fleiri
vísindamönnum, rannsakað lands-
lagið undir jöklum landsins. Til
þeirra rannsókna hefur verið notuð
íssjá, tæki sem sendir bylgjur í gegn-
um ísinn og les síðan endurkast
þeirra frá jökulbotninum. Íssjármæl-
ingar á Mýrdalsjökli leiddu í ljós lög-
un öskjunnar undir jöklinum. Könn-
un á þykkt jökulsins og landslaginu
undir honum hófst þegar árið 1955
með jarðsveiflumælingum. Niður-
stöður þeirra sýndu að ísinn var 300
til 400 metra þykkur í níu mæli-
punktum á hájöklinum. Árið 1977 var
mælt með íssjá og kom þá í ljós að ís-
þykktin var 500 til 600 metrar á sömu
slóðum. Þessar mælingar staðfestu
að undir jöklinum væri falin askja.
Enn var haldið á Mýrdalsjökul til
mælinga vorið 1991. Yfirborð jökuls-
ins var kortlagt líkt og jökulbotninn.
Hæð jökulsins var mæld með loft-
hæðarmælingum og þykkt íssins
með íssjá. Eins voru rennslisleiðir íss
og vatns kannaðar og lagt mat á
hvert jökulhlaup gætu fallið við eld-
gos. 
Heimild 
Helgi Björnsson, Finnur Pálsson og Magn-
ús Tumi Guðmundsson. Surface and bedrock
topography of the Mýrdalsjökull ice cap. Jök-
ull 49. ár. 2000.
L50776
Helgi Björnsson
Lands-
lagið undir
Mýrdals-
jökli og ná-
grenni hans. Horft er til
norðausturs. Sólheima-
jökull gengur fram um skarð-
ið fremst á myndinni og Kötlu-
jökull um djúpt skarð til hægri.
Íssjárm
ynd/Helgi Björnsson o.fl.
Mestu
vatnsflóð
á jörðinni
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 37
Tæknistig á Íslandi 
Hvar liggja tækifæri 
til nýsköpunar?
Rannís,
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík.
www.rannis.is
Rannís býður til morgunverðarfundar í samstarfi
við Háskólann í Reykjavík þann 12. nóvember 
til að ræða tæknistig fyrirtækja á Íslandi í
alþjóðlegum samanburði. 
Gerð verður grein fyrir niðurstöðum Arnold
Verbeek um forspár fyrir Ísland á þessu sviði.
Fyrirlesarinn Arnold Verbeek, er sérfræðingur við
Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu. Hann hefur
unnið fjölda verkefna um stöðu og þróun vísinda-
og tækniþekkingar fyrir flæmsku landstjórnina
og Evrópusambandið.
Morgunverðarfundurinn verður haldinn í
Háskólanum 
í Reykjavík föstudaginn 12. nóvember 
og hefst kl. 8:15 og lýkur 10:00.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið
inda@ru.is eða í síma 510 6200.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68