Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 60
ÍSLENSKA fjármálakerfið er í meginatriðum traust. Þetta var niðurstaða greiningar Seðlabank- ans fyrir ári og hún stendur óbreytt, samkvæmt nýrri skýrslu bankans um fjármálastöðugleika, sem birt var í gær. Í skýrslunni segir að Seðlabankinn telji mikil- vægt að þétt verði haldið um stjórnvölinn og gætt fyllstu var- færni. Löngu sé tímabært að hægja á ferðinni til að ná betra jafnvægi í fjármálum heimila og fyrirtækja, fjármálafyrirtæki þar með talin. „Taka þarf tillit til aðstæðna og dragi úr beinni þátttöku sinni. Nú- verandi staða í þeim málum sé óviðunandi. Seðlabankinn segir að verulegur samdráttur í efnahags- lífinu gæti dregið úr stöðugleika fjármálakerfisins. Mikil lækkun eignaverðs, gengislækkun krón- unnar og hækkun erlendra vaxta samtímis myndi leiða til snarpari aðlögunar en ella. Álagspróf Fjár- málaeftirlitsins og mat Seðlabank- ans á mögulegu útlánatapi bendi hins vegar eindregið til þess að eig- infjárstaða bankanna sé það sterk að hún geti vel staðið af sér veru- legt efnahagsáfall þar sem saman færu mjög alvarlegir skellir. bendi til að aðgengi að fjármagni og kjör verði ekki eins hagstæð og að undanförnu. Breyttar aðstæður krefjist þess að þeir hægi á vext- inum. Staða bankanna sterk Þá segir í skýrslunni að snöggar gengisbreytingar í kjölfar mikils viðskiptahalla og verðlækkun eigna gætu haft töluverð áhrif á skuldsett heimili og fyrirtæki og á rekstrarskilyrði íslenskra fjár- málafyrirtækja. Brýnt sé að breyta skipulagi íbúðalána þannig að ríkið skilaboða um að draga þurfi úr áhættu. Þá mun farnast vel,“ sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, á fréttamannafundi þar sem helstu niðurstöður skýrslunnar voru kynntar. Meginbreytingarnar sem orðið hafa frá síðustu greiningu Seðla- bankans á fjármálastöðugleika eru í fyrsta lagi að ójafnvægi í þjóð- arbúskapnum hefur aukist. Í ann- an stað hafa orðið umskipti í fjár- mögnun viðskiptabankanna á erlendum skuldabréfamarkaði. Seðlabankinn segir að margt Fjármálakerfið er í meginatriðum traust Seðlabankinn segir löngu tímabært að hægja á ferðinni hér á landi Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is  Fjármálakerfið | 16–17 ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Grill og ostur – ljúffengur kostur! BRESKA stórsveitin Supergrass hefur stað- fest komu sína á tónlistarhátíðina Reykjavík Trópík sem fram fer dagana 2.–4. júní í Skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu Há- skóla Íslands. Þeg- ar hafa bandaríska sveitin ESG og breska sveitin Girls in Hawaii boðað komu sína en auk þeirra munu um tuttugu íslenskar hljómsveitir troða upp á þessari þriggja daga tón- listarhátíð. Að sögn skipuleggjenda verða kvöldin þrjú flokkuð eftir tónlistarstefnum og á fyrsta deginum verður boðið upp á blöndu rafrænnar tónlistar og rokktónlistar, á öðr- um degi upp á rokktónlist og síðasta daginn verður eingöngu boðið upp á rafræna tón- list. Miðasala á hátíðina hefst eftir helgi. Ein- ungis 2.000 miðar verða í boði. | 56 Supergrass kemur FLESTIR nemendur í 10. bekkjum grunn- skólanna þreyta nú samræmd próf, og þyk- ir nóg um lesefni og undirbúning fyrir þau. Hildur María Hilmarsdóttir hefur þó heldur meira á sinni könnu en flestir jafnaldrar hennar, en hún hefur nú lokið sjö áföngum í fjarnámi í framhaldsskóla, samhliða námi í Foldaskóla í Grafarvogi. „Mig langaði bara til að vita hvort ég gæti þetta, og svo þegar ég gat fyrsta áfangann auðveldlega langaði mig að vita hvort ég gæti meira,“ segir Hildur María, sem nú er í miðjum samræmdum prófum. Hún hefur lokið samtals fimm stærðfræði- áföngum og einum íslenskuáfanga frá Fjöl- brautaskólanum í Ármúla (FÁ), auk eins enskuáfanga frá Borgarholtsskóla. Það jafngildir ríflega einni önn í framhalds- skóla. Auk þess að stunda námið af kappi er hún búin að læra á fiðlu frá því hún var níu ára og vinnur þar að auki aðeins í Nóatúni með skólanum. „Þessir krakkar sem eru duglegir fá þarna ögrandi tækifæri til að kynnast fram- haldsskólanum, og þeim vinnubrögðum sem við stundum,“ segir Steinunn H. Hafstað, fjarnámsstjóri í FÁ. Hún segir að nokkuð sé um að grunnskólanemendur taki áfanga í skólanum í fjarnámi, sem fer að nær öllu leyti fram í gegnum netið. Í dag er 61 grunnskólanemi frá átta grunnskólum að taka einn eða fleiri áfanga í FÁ, og ásóknin er tvöfalt meiri á haustönn þegar áhyggjur af samræmdum prófum eru ekki jafn aðkallandi. Flestir taka áfanga í tungumálum, en eitthvað er um að nem- endur taki grunnáfanga í stærðfræði. | 6 „Langaði að vita hvort ég gæti þetta“ Morgunblaðið/Ómar Hildur María stundar fjarnám í Fjölbrauta- skólanum í Ármúla í gegnum netið. ÚTLÁNAAUKNING bankanna var áfram hröð á fyrstu mánuðum þessa árs og enn sjást ekki skýr merki um breytingar til hins betra. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðug- leika sem kynnt var í gær. Forsvarsmenn viðskiptabank- anna segja hins vegar að dregið hafi úr útlánaaukningunni og merki þess eigi eftir að sjást betur á næstu mánuðum. Allir hafi bank- arnir fylgt eftir vaxtaákvörðunum Seðlabankans og varfærni sé nú farið að gæta á íbúðalánamarkaði þar sem eftirspurn hafi minnkað. „Við höfum jafnvel gengið fram- ar opinberum lánastofnunum með því að sýna frumkvæði í því að hækka vexti til að gera okkar til að slá á þenslu,“ segir Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri við- skiptabankasviðs Glitnis, en einnig bendir Ingólfur Helgason, forstjóri KB-banka á Íslandi, á að Seðla- bankinn byggi á tölum sem nái að- eins til loka marsmánaðar og óhætt sé að segja að tölur fyrir komandi mánuði muni sýna fram á að eftirspurn eftir lánum hafi minnkað. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, tekur undir það og bætir einnig við að hjá fyr- irtækjum af þeirri stærðargráðu sem viðskiptabankarnir eru taki töluverðan tíma fyrir áhrifin af ákvörðunum um að tempra hrað- ann að koma fram. Útlánaaukning áfram hröð SJÖTÍU nemendur úr hönn- unar- og arkitektúrdeild og myndlistardeild Listaháskóla Íslands leggja um þessar mundir lokahönd á útskrift- arverkefni sín, en sýning á verkunum verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á morgun. Að vanda gætir ýmissa grasa á sýningunni og verkin sjötíu jafnólík og þau eru mörg. Á meðfylgjandi mynd má sjá nema í fatahönnun í loka- undirbúningi fyrir tískusýn- ingu tíu útskriftarnema sem fram fer í Hafnarhúsinu í kvöld. | 53Morgunblaðið/Ómar Útskriftar- sýning LHÍ undirbúinVALUR vann ævintýralegan sigur á ÍBV, 26:24, í gærkvöld og varð þar með deildabik- armeistari kvenna í handknattleik. Valskonur unnu upp mikið forskot ÍBV, rétt eins og í fyrri leik liðanna. „Ég kem aftur í Val, hvenær sem það verður,“ sagði Berglind Íris Hans- dóttir landsliðsmarkvörður, sem lék kveðju- leik sinn með Val en hún er á förum í atvinnu- mennsku í Danmörku. | Íþróttir Morgunblaðið/Ómar Valskonur unnu deildabikarinn ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 2,3% í gær, en hún hafði lækkað um 4,3% næstu tvo daga á undan. Var vísitalan skráð 5.461 stig við lok viðskipta í gær. Krónan styrktist einnig í gær, annan daginn í röð. Hún styrktist um 2,5% í gær en 1,7% í fyrradag. | 14 Hlutabréf hækka og krónan styrkist ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.