Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Stśdentablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Stśdentablašiš

						Bls. 14
STUDENTAR
STBL. - Desember 1994
Ur golgífléttum í bókhaldsbrellur
Háskólanemar í jólabissness
Fyrir jólin fara jafnan ýms-
ir skrítnir fuglar á kreik.
Sumir í þeim tilgangi að
skella hurðum, aðrir vilja
krækja í bjúgu og enn aðrir
vilja sleikja aska. Þeir Einar
Gunnar Guðmundsson líf-
fræðinemi og Stefán Guðjóns;
son nemi í ferðamálafræðum
eru meðal þeirra sem komnir
eru til byggða fyrir þessi jól
og í fórum sínuiii hafa þeir
leik nokkurn sem
þeir hyggj
ast selja
landslýð
öllum.
Þeir hafa
vent sínu
lærdóms-
kvæði í
kross og eru
komnir í kaup-
sýslu og hafa framleitt ís-
lenska vöru að erlendri fyrir-
mynd: Pox. Stúdentablaðið
hitti þá kumpána að máli á
dögunum og spurði þá í
þaula.
Stbl: Strákar, hvað í skrattun-
um erpox?
Stefán: „Pox er fyrst og
fremst skemmtilegur leikur með
hringlaga plafta. Sagan á bak
við hann er hins vegar nokkuð
skondin. Kennari nokkur á
Hawai byrjaði í bríaríi að safna
pappainnsiglum úr mjólkur-
flöskum sem eru á stærð við
gömlu fimmtíukallana, teikna
á þau myndir og verðlauna
nemendur sína fyrir námsár-
angur og prúðmennsku. Svo fór
að krakkarnir
fóru að safna
þ e s s u m
„poxum",
skipta þeim
á milli og
þ a n n i g
þróaðist
þessi leikur.
Síðan gerist
það að fyrirtæki fer að fram-
leiða pox með alls kyns innsigl-
um og „lógóum" og selja, jafnt
og þétt eykst salan og að lokum
grípur um sig hálfgert fár á
Hawai og svo síðar annars víðs
vegar í Bandaríkjunum. Og nú
er pox komið til íslands."
Stbl: Það er nefnilega það.
Og menn safna þessum poxum,
og hvað svo?
Einar: „Laukrétt. Þetta
er svipað og með leikaramynd-
irnar og körfuboltamyndirnar
áður fyrr, nema hvað nú er viss
leíkur í spilinu. Hann er þannig,
að tveir eða fleiri spila í einu og
hvor um sig leggur undir ákveð-
inn fjölda af poxum sem hann
staflar. Því næst er slegið eða
hent með nokkru sem við köll-
um sleggju ofan á staflann í
þeim tilgangi að láta poxin snú
ast við.
Þau sem snúast
við, þau má viðkom-
andi leikmaður eiga. Og svo
koll af kolli."
Stbl: Þannig að þetta fár
höfðar bœði til söfnunargeggj-
unar og spilafiknar?
Einar: „Við skulum orða það
þannig, að pox sameini söfnun-
ar- og spilagleði. Svipað og að
safna körfuboltamyndum og
spila matador samtímis! En að
öllum gamni slepptu, þá er þetta
fyrst  og  fremst  léttur  og
skemmtilegur leikur."
Stbl: Hvernig hafa viðtökurn-
ar verið?
Stefán:  „Viðtökur hjá ung-
lingum hafa verið mjög góðar.
Þar sem við höfum kynnt leik-
inn og komið honum á fram-
færi, hefur hann fengið fínar
móttökur. Við seljum pox í
sjoppum,  í bókabúðum og
víðar. Raunar er varan til-
tölulega nýkomin á markað
svo það er erfitt að fullyrða
um það, hvernig salan muni
ganga. Við vonum það besta."
Stbl: Þetta er býsna stórt
dæmi hjá ykkur, fenguð þið ein-
hverja styrki til framleiðslunn-
ar? Þetta er jú akkúrat sú ný-
sköpun og það frumkvœði ein-
staklinganna í atvinnulífinu sem
minnst er á í hátíöarrœðum
tyllidaga?
Einar: „Nei, við fengum enga
styrki. Við sóttum hins vegar
um víða, enda ýmsir sjóðir sem
eíga að hjálpa ungum atháfna-
mönnum á lappir. Hjá Atvinnu-
málanefnd Reykjavíkur, At-
vinnumálanefnd Kópavogs,
Aflvaka hf. og Iðnlánasjóði var
því lítið að fá, því annað hvort
var hugmynd okkar ekki nógu
stór í sniðum eða menn vísuðu
einfaldlega hver á annan. Það
kom nokkuð á óvart. Þess
vegna urðum við t.d. að leita út
til útlanda eftir prentun, því þar
var einfaldlega mun hagstæðara
tilboð að fá. Við reyndum þó að
halda prentuninni innanlands
fram á síðasta dag. Það er þó já-
kvætt að hluti framleiðslunnar,
Jólapox, er prentað og framleitt
hér."
Stbl: Nú eru mörg pox í
gangi?
Einar: „Já, það eru fjórar mis-
munani seríur, þ.e. íslenska
Tónlistarserian,       Jólapox,
Tattúsería og HM '95 sería.
Þetta geta menn keypt í hverri
sjoppu."
Stbl: Að lokum piltar. Hún er
nokkuð löng leiðin frá
golgífléttum og ferðamanna-
frœðum yfir í bókhaldsbrellur
og kaupsýslukarp. Hefur hún
reynst ykkur torsótt?
Einar og Stefán: „Jú, hún hef-
ur verið talsvert löng þessi leið
en afar lærdómsrík. Það er Há-
skóli út af fyrir sig að standa í
svona rekstri og framleiðslu frá
a til ö. En reynslan er góður
skóli og svo verður bara að
koma í ljós hvað einkunn við
munum hljóta."
Frá 28. desember og fram á
nýja árið munu Hreyfimyndafé-
Jagið og Háskólabíó sýna öll
helstu meistaraverk pólska leik-
stjórans Krzysztofs Kieslowski.
Elst þessara verka eru Boðorðin
(Dekalog) frá 1988-89 sem nutu
gríðaríegra vinsælda um heim
allan og gengu t.a.m. fyrir fullu
húsi í París í tvö ár samfleytt.
Auk Boðorðanna sýnir Hreyfi-
myndafélagið Tvöfalt lif
Veróníku sem fylgdi í kjölfar
Boðorðanna og tvær myndir úr
þríleiknum sem byggir á litunum
í franska fánanum, Þrír litir: Blár
og Þrír litir: Hvítur. Jólamynd
Háskólabíós er síðan siðasta
myndin úr þríleiknum Þrír litir:
Rauður.
Boðorðin, Tvöfalt líf Veró-
níku og Þrír litir eru allt sam-
starfsverk Kieslowskis, lögfræð-
ingsins Krzysztof Piesiewicz
sem er meðhandritshöfundur og
tónskáldsins Zbignew Preisner.
En með „Rauðum" segist
Kieslowski hafa gert sína síðustu
kvikmynd og þar með sé þessu
frábæra samstarfi þremenning-
anna lokið. Nú vilji hann helst
reykja, drekka kaffi og lesa bæk-
ur í kofa við vatn í Póllandi.
Boðorðin
Kvikmyndirnar um Boðorðin
komu Kieslowski í fremstu röð
evrópskra kvikmyndagerðar-
manna og þykja eitthvert mikils-
verðasta kvikmyndaverk síðustu
ára. Meðhandritshöfundur Kiesl-
owskis,        lögfraeðingurinn
Krzysztof Piesiewicz, sem hafði
verið framaríega í baráttu Sam-
stöðu gegn stjórn kommúnista
og varið marga liðsmenn hennar
átti upphaflega hugmyndina að
gera myndir um boðorðin. Hann
segir Boðorðin hafa verið tilraun
til að hverfa aftur til þeirra gilda
sem kommunisminn eyðilagði.
Myndirnar sem eru gerðar á ár-
unum 1988-89 eru tíu talsins, ein
mynd eftir hverju boðorði. Ekki
er um neinar predíkanir að ræða
heldur sögur þar sem áhorfend-
um er leyft að uppgötva hvað er
á seyði frekar en að segja þeim
það beint. Hver mynd er sjálf-
stætt verk og um klukkustund að
lengd. Verða tvær myndir sýndar
saman hverju sinni.
Tvöfalt líf Veróníku
Eftir Boðorðin gerði Kiesl-
owski myndina Tvöfalt líf
Veróníku sem segir frá konu í
París sem kemst að því að hún
eigi sér tvífara í mynd og hugs-
anlega í anda í Póllandi. Myndin
naut mikilla vinsælda hvarvetna
enda hughrifm sem Kieslowski
nær með myndmáli sýnu og tón-
list Zbignew Preisner engu lík.
Aðalleikkona myndarinnar Iréne
Jacob heldur áhorfendum
bergnumdum með einstaklega
hrífandi leik sem skilaði henni
verðlaunum á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes.
Þrír litir
Þema trílógíu Kieslowski eru
kjörorð frönsku byltingarinnar:
Frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Titla myndanna sækir hann í lit-
ina í franska fánanum. Myndirn-
ar þrjár eru hver um sig sjálfstært
verk og í raun mjög ólíkar. í Blá-
um sem er fyrsta myndin í trílóg-
íunni segir frá Julie sem hefur
misst eiginmann og 5 ára gamla
dóttur í bílslysi. Julie er nauðug
orðin „frjáls" frá fjölskyldu og
skyldum. Sá sem elskar er við-
hengi þess sem maður elskar.
Kærleikurinn er dásamlegur en
jafnframt bindandi. Myndmál
Kieslowski og tónlist Preisner
eru einstaklega hrífandi.
Blár sigraði á kvikmyndahá-
tíðinni í Feneyjum í fyrra og
Juliette Binoche (Damage, Ó-
bærilegur léttleiki tilverunnar)
var valin besta leikkonan, heiður
sem henni var einnig sýndur við
veitingu frönsku César verðlaun-
anna.
Önnur myndin í trílógíunni er
Hvítur sem fjallar um jafnrétti.
Hvítur er gamansöm frásögn af
Karol, litlum getulausum pólsk-
um hárgreiðslumeistara, sem er
giftur hinni gullfallegu frönsku
Dominique sem Julie Delpy
(Voyager) leikur. Hvítur fjallar
ekki um að vera jafnir heldur að
verajafnari.
Hvítur sigraði á kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín
Þriðja myndin og jafnframt sú
síðasta í trílógíunni er Rauður en
hún verður ein af jólamyndum
Háskólabíós. Gagnrýnendur á
kvikmyndahátíðinni í Cannes í
vor völdu Rauðan einróma bestu
mynd hátíðarinnar en dómnefnd
hátiðarinnar valdi síðan óvænt
Pulp fiction, mynd Tarantinos,
bestu myndina. Myndin segir frá
Valentine, 23 ára háskólastúdínu
og Augustine 25 ára lagastúdents
sem er að undirbúa sig fyrir
lokapróf til að verða dómari. Þau
eru eins og sköpuð fyrir hvort
annað en kynnast aldrei þrátt fyr-
ir að vera stöðugt alla myndina á
sömu stöðum. Fyrrverandi dóm-
ari, sem hlerar síma nágranna
sinna, er einnig mikill áhrifa-
valdur í myndinni. Myndin fjall-
ar um bræðralag milli tveggja
einstaklinga sem eru skapaðir
fyrir hvorn annan. Mikilvægasta
spurning myndarinnar er hvort
mögulegt sé að bæta fyrir alvar-
leg mistök frá öðrum tíma og
stað. Iréne Jacob er hreint frábær
í þessari mynd líkt og í Tvöföldu
lífi Veróníku.
DAGSKRAIN:
Miðvikudagur 28. desember, kl. 5
Boðorð 1 Ég er Drottin Guð
þinn. Þú skalt ekki aðra Guði
hafa en mig.
Saga um samband fcðga, faðirinn er
vísindamaður sem trúir á tæknina.
Boðorð 2 Þú skalt ekki leggja
nafn Drottins Guðs þíns við
hégóma.
Ung kona biður gamlan lækni að
meta lífslíkur eiginmanns hennar en
hún er ófrísk eftir annan mann.
Fimmtudagur 29. desember, kl. 5
Boðorð 3 Halda skaltu
hvíldardaginn heilagan.
Á aðfangadagskvöld fær fyrrum
ástkona Janusar hann til að keyra út
um allt í Varsjá í leit að týndum
eiginmanni hennar.
Boðorð 4 Heiðra skaltu föður
þinn og móður.
Aniku fer að gruna að faðir hennar
sé ekki faðir hennar í raun.
Föstudagur 30. desember, kl. 5
Boðorð 5 Þú skalt ekki morð
fremja.
Ungur maður myrðir leigubílstjóra á
hroðalegan hátt og er dæmdur til
dauða fyrir vikið.
Boðorð 6 Þú skalt ekki
drýgja hór.
Ungur maður verður ástfanginn af
nágrannakonu sinni og njósnar um
hana og elskhuga hcnnar.
Þriðjudagur 3. janúar, kl. 5
Boðorð 7 Þú skalt ekki stela.
6 ára gömul stúlka verður peð í
valdatafli móður sinnar og
ömmu.
Boðorð 8 Þú skalt ekki bera
ljúgvitni gegn náunga þínum.
Siðfræðiprófessorin Soffía verður að
horfast í augu yið fortíðina þegar
amerískur rannsóknarmaður ljóstrar
því upp að sem barn hafði kaþólsk
fjölskylda neitað að veita henni skjól
fyrir nasistum.
Miðvikudagur 4. janúar, kl. 5
Boðorð 9 Þú skalt ekki
girnast konu náunga þíns.
Roman missir getuna og er
sannfærður um að kona hans eigi
elskhuga.
Boðorð 10 Þú skalt ekki
girnast eigur náunga þíns.
Svört komedía um bræður sem
hittast við jarðarför föður síns eftir
langan            aðskilnað og
skeggræða verðmætt frímerkjasafn
hans.
Dagana 5. - 9. janúar, kl. ,5
TvöfaltlífVeróníku.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24