Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 5

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 5
HUGMYNDIR SVEITAKVENNA Það er mikið at- vinnuleysi meðal kvenna í sveitum landsins en það er hvergi skráð nema í vitund þeirra sjálfra. Stór hluti búa er at þeirri stœrð að ekki er hœgt að tram- fleyta fjölskyldu á þeim tekjum sem þau gefa af sér. Konur til sveita sœkja því út á vinnumarkaðinn eins og konur í bœj- um og borgum gerðu fyrir 20-30 árum. Munurinn er bara sá að þœr hafa ekki í neitt að sœkja, það er enga atvinnu að hafa. En konur deyja ekki ráöalausar og þœr skortir ekki hug- myndir. En stuðning- inn og fjármagnið vantar. Um þetta og margt fleira sem tengist stöðu kvenna tii sveita er fjallað í VERU að þessu sinni. Fyrir nokkrum árum draup smjör af hverju þvístrái sem ræktað var í sveit- um landsins. Var þjóðin enda orðin svo vel birg af feitmeti að á öldum áð- ur hefði hún staðist hvers kyns hall- æri og óáran með slíkan forða. En hallærin heyra sögunni til í þessum heimshluta og nútímafólk er lítið gef- ið fyrir fjöll af smjöri og feitu kjöti. Hafist var handa við að finna íslenska lausn á sameiginlegu vandamáli vest- ræns landbúnaðar — of mikilli fæðu- framleiðslu. Allur þessi matur var að ríða hagkerfi okkar á slig meðan mat- arskortur hrjáir allan heiminn sunn- anverðan. En hvað um það. Mjólkur- og lambakjötsframleiðsla var sett undir framleiðslustjórn og bændum var út- hlutaður s.k. fullvirðisréttur. í þeim rétti felst m.a. að ríkið skuldbindur sig til að kaupa tiltekið rnagn af mjólk eða kjöti af hverjum bónda og var magnið ákveðið með hliðsjón af framleiðslu bóndans síðustu tvö árin áður en framleiðslustjórn var komið á. hcssi úthlutun kom auðvitað ntjög misjafnlega út fyrir búin; þau bú sent voru með framleiðslu í hámarki og fjármagnskostnað í lágmarki komu vel út úr þessu en hin illa sem voru annað hvort að byggja gripahús með tilliti til stærri búsmala og aukinnar framleiðslu, sem skyndilega var orð- in verðlaus, eða sem höfðu verið með óvenju litla framleiðslu síðustu tvö árin fyrir framleiðslustjórnun. Fullvirðisrétturinn hefur gert það að verkum að bændur geta ekki stækkað bú sín og aukið mjólkur- eða kjötframleiðslu sína jafnvel þó þeir standi í fjárfestingum. Þurfi þeir að auka tekjur sínar verður það að gerast í gegnum aðrar búgreinar en kúa- eða fjárbúskap. Hiö sama gildir um bænd- ur sem eru með fullvirðisrétt sem ekki dugir til að framfleyta hinni s.k. vísitölufjölskyldu. Þessi hópur bænda er ótrúlega stór. Slfkt bú mið- ast í dag við um 400 ærgildi eða um 70 þúsund lítra af mjólk á ári og vinnuframlag til þess telst vera 1.8 ársverk. A öllu landinu í dag eru alls 4379 rétthafar — þ.e. bú sem hafa fullvirðisrétt á mjólkur- eða lamba- kjötsframleiðslu — og aðeins 1155 þeirra eru með fullvirðisrétt sem samsvarar 400 ærgildum og þar yfir. Um 1021 bú eru með undir 100 ær- gildum og þar eru meðtaldir fjár- bændur í bæjum og aðrir tómstunda- bændur. Um 2200 bú eru hins vegar með 100—400 ærgildi og framleiðsla af slíku búi hrekkur rétt fyrir launum sem samsvara 1—1.8 ársverki. Og fjölskyldur í sveitum landsins eru of- urseldar því sama og þær sem á mal- bikinu búa — ein laun duga ekki til framfærslu fjölskyldu og þeim mun síður sem fjölskyldan er stærri. 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.