Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 5

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 5
Á samkomu í Hannesarholti 26. nóvember 2013 afhenti formaður STÍL, Brynhildur A. Ragnarsdóttir, fyrir hönd stjórnarinnar Auði Torfadóttur heiðurs­ viðurkenningu FIPLV, Alþjóðasamtaka tungumála­ kennara. Viðurkenningunni var komið á árið 2004, til að vekja athygli á námi og kennslu tungumála, þróun og stefnumótun í tungumálum og bættri fag­ menntun tungumálakennara. Það er gert með því að heiðra einstaklinga sem hafa staðið í fararbroddi á þessum vettvangi. Ævi og störf Auðar Auður hafði vart lokið meistaraprófi í málvísindum frá Ann Arbor háskólanum í Michigan, 1967, en hún lét til sín taka á vettvangi tungumálakennslu. Hún kenndi bæði ensku og þýsku, og árið 1969 slóst hún í för með þeim sem töldu brýnt að stuðla að breyttum aðferðum og stofnuðu Félag enskukennara / FEKÍ. Hún hefur alla tíð verið vakandi umbótasinni og ötull félagsmað- ur. Hún starfaði náið með fyrsta formanni FEKÍ, Heimi Áskelssyni, og gengdi sjálf formennsku 1983–88. Hún hélt áfram að viða að sér fróðleik, t.d í Lundúnum og Wales, og alla tíð hefur hún hvatt kennara til að sækja sér menntun til að geta fylgst með þróun tungumála- kennslu og kenninga um hvernig nemendur tileinka sér tungumál. Árið 1978 var Auður ráðin að Kennaraháskóla Íslands og kenndi þar í fyrstu enskt mál og bókmenntir en síðar sneri hún sér í auknum mæli að rannsóknum á tileinkun tungumála, sér í lagi lestri og orðaforða. Þegar upphaf enskukennslu var fært niður í yngri bekki hóf Auður að fylgjast með og kanna framkvæmd og árangur þeirrar ákvörðunar. Auður hefur tekið að sér ótal trúnaðarstörf. Fyrir utan tryggð hennar við FEKÍ, sem hún er heiðursfélagi í, hefur hún verið ósérhlífin í störfum fyrir STÍL. Þessa stundina vinnur hún til dæmis að lagfæringu á samþykktum sam- takanna. Málfríður hefur lengi fengið að njóta reynslu og elju Auðar og eftir hana liggja ótal greinar, skýrslur og bókakaflar sem of langt mál væri að telja upp hér. Auður sat um tíma í stjórn IATEFL og ráðstefnur þeirra samtaka hefur hún margoft sótt og flutt þar erindi. Þegar Auður fór á eftirlaun árið 2007 heiðraði Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hana með málstofu og útgáfu bókarinnar „Teaching and Learning English in Iceland“ sem hefur að geyma ítarlega umfjöllun um kennslu og nám ensku sem annars eða erlends máls. En Auður settist ekki í helgan stein. Hún hefur óþreytandi haldið áfram að láta sig varða tungumálanám á ótal vegu. Auði hafa t.d. verið falin mörg verkefni af fræðsluyfirvöldum, meðal annars námskrárgerð. Hún stjórnar ásamt öðrum bókaklúbbi enskukennara á eftirlaunum og er á öðru ári sínu sem forseti félags kvenna í fræðslustörfum (Delta Kappa Gamma ). Sem sagt óbugandi. MÁLFRÍÐUR 5 Auður Torfadóttir Auður Torfadóttir hlýtur alþjóðlega viðurkenningu FIPLV Á heimasíðu IÐNÚ bókaútgáfu má finna hlustunaræfingar og kennslu- leiðbeiningar sem eru aðgengilegar kennurum og nemendum. Höfundar På vej hafa langa reynslu af gerð kennsluefnis í dönsku fyrir grunn- og framhaldsskóla. På vej er kennslubók í dönsku ætluð nemendum í framhaldsskóla og er upprifjun á námsþáttum efstu bekkja grunnskóla. Námsefnið byggir á námskrá erlendra tungumála frá 2011 með áherslu á færniþættina fjóra, þ.e. lestur, hlustun, tal og ritun. Einnig eru grunnþættirnir sex úr aðalnámskrá hafðir að leiðarljósi, þ.e. læsi, sjálfbærni, jafnrétti, lýðræði, velferð og heilbrigði ásamt sköpun. Brautarholti 8 / 105 Reykjavík sími 517 7210 / fax 552 6793 / www.idnu.is Lærðu dönsku! bókabúðgott úrvalritfanga IÐNÚ FIPLV International Award Certificate of Honour presented to Auður Torfadóttir for distinguished and outstanding achievement in the field of language learning, language research and language teaching on the recommendation of the FIPLV Member Association STÍL Samtök tungumálakennara á Íslandi Place: Sheffield, UK..................... Date: 4th November 2013 Signed: Dr Terry Lamb President, FIPLV

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.