Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. júlí 2015 | FRÉTTIR | 13
HÚSNÆÐISMÁL Í lok júní voru
1.846 heimili í vanskilum við
Íbúða lánasjóð. Undirliggjandi
lánavirði heimilanna var 34,4
milljarðar króna.
Þetta kemur fram í nýrri
mánaðarskýrslu sjóðsins. Fram
kemur að sjóðurinn eigi 565
íbúðir á Suðurnesjum og eru 205
þeirra í útleigu.
Sjóðurinn á samtals 1.531 eign
en 61 þeirra stendur auð og er
ekki til sölu. Flestar eru þær á
Austurlandi, eða 24 talsins. - snæ
Nýjar tölur frá Íbúðalánasjóði:
Vanskil heimila
3,2 milljarðar
SKULDUG Alls er 51 heimili með lán
sín í frystingu hjá Íbúðalánasjóði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NEYTENDUR Neytendastofa kann-
aði verðmerkingar hjá bygginga-
vöruverslunum og timbursölum
um mánaðamótin.
Þær byggingavöruverslanir
sem skoðaðar voru tilheyrðu Bau-
haus, Byko, BYMOS, Fossberg,
Húsasmiðjunni og Múrbúðinni.
Gerðar voru athugasemdir við
ómerktar vörur og ósamræmi
milli hillu- og kassaverðs.
Minna var um athugasemdir
hjá timbursölum.
Neytendastofa mun halda
áfram verðmerkinga- og verð-
kannanaeftirliti sínu og athuga
ástandið hjá fleiri verslunum. - fbj
Neytendastofa með eftirlit:
Mikið af óverð-
merktri vöru
VIÐSKIPTI Creditinfo Group hefur
undirritað samning um kaup á
upplýsingafyrirtækinu Experian
Marocco. Seljandinn er Experian
plc., sem er eitt stærsta fyrirtæki
í heimi á sviði fjármálaupplýsinga.
Experian Marocco er staðsett í
Casablanca í Marokkó og nemur
heildarfjárfestingin um 500 millj-
ónum króna. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá Creditinfo.
„Meðal helstu markmiða Credit-
info Group er að auka umsvif
okkar í Afríku. Þess vegna er það
sérstakt ánægjuefni fyrir félagið
að eignast starfsemi í Marokkó.
Bæði vegna þess markaðar og
vegna þess að þaðan er gott að
þjónusta Vestur-Afríku. Við erum
þegar með skrifstofur í fjórum
löndum á því svæði,“ segir Krist-
inn Agnarsson, framkvæmda-
stjóri nýrra markaða hjá Credit-
info Group, í tilkynningu.
Þá segir Kristinn veltu Experi-
an Marocco vera um 300 milljónir
króna, en stefnt sé að því að auka
hana hratt með því að innleiða
kerfi Creditinfo og nýjar vörur og
þjónustu.
Reynir Grétarsson, forstjóri
og stærsti hluthafi í Creditinfo
Group, segir þetta passa vel við
stefnu fyrirtækisins til lengri
tíma: „Þetta er akkúrat sá mark-
aður sem við viljum vera á og
hentar okkar starfsemi. Við vilj-
um sérhæfa okkur og helst þannig
að keppinautarnir vilji ekki vera á
sama stað og við. Við stefnum enn
á að vera í 50 löndum árið 2020 og
erum á áætlun,“ segir Reynir. - joe
Creditinfo er nú þegar með skrifstofur í fjórum löndum í Vestur-Afríku og er enn í landvinningum:
Creditinfo kaupir fyrirtæki í Marokkó
FORSTJÓRINN Reynir Grétarsson segir
kaupin á Experian Marocco falla vel að
stefnu Creditinfo. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VÍSINDI Lendingarfarið Philae
sem dvelur nú á halastjörnunni
67P er hætt að senda frá sér
skilaboð til jarðar.
Ekki er vitað hvað veldur þögn
lendingarfarsins en talið er að
annaðhvort skyggi eitthvað á loft-
net Philae eða að farið sé aftur
orðið rafmagnslaust vegna skorts
á sólarljósi.
Philae, sem lenti á halastjörn-
unni í nóvember í fyrra, slökkti
á sér vegna skorts á rafmagni.
Farið kveikti aftur á sér í júní
þar sem sólarrafhlöður þess náðu
nægu sólarljósi en hefur nú þagn-
að enn á ný. - srs
Hætti að senda skilaboð:
Philae þagnar
enn og aftur
PHILAE Lendingarfarið hefur sent
frá sér upplýsingar um halastjörnuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
UMFERÐ
Helmingur gaf ekki merki
Rúmlega helmingur ökumanna, eða
53%, gaf ekki stefnuljós þegar þeir óku
út úr hringtorginu í Fjarðarhrauni til
móts við Flata-, Bæjar- og Garðahraun
í gærmorgun. Þetta sýna niðurstöður
könnunar sem VÍS gerði. Miðað við
síðustu könnun sem gerð var þar fyrir
tveimur árum hafa ökumenn tekið sig
á, en þá notuðu 66% ökumanna ekki
stefnuljós. Alls voru taldir 1.136 bílar
í gær.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
3
-1
E
C
C
1
7
5
3
-1
D
9
0
1
7
5
3
-1
C
5
4
1
7
5
3
-1
B
1
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
0
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K