Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 74
Fyrir rúmum tveimur ára­tugum festi viðskipta­jöfurinn og kynferðis­afbrotamaðurinn Jeffrey Epstein kaup á lítilli eyju sem tilheyrir Bandarísku Jómfrúaeyjunum, Little St. James Island. Heimamenn á nærliggjandi eyjum sögðu þá við héraðsmiðla að miklar breytingar væru að verða á eyjunni við eigendaskiptin; gróðri var rutt burt, bandarískir fánar blöktu við hún og öryggisverðir stóðu vörð um strandlínuna. Barnaníðseyjan Little St. James Island hefur undan­ farið verið einstaklega áberandi í fjölmiðlum eftir að meint kynferð­ isbrot Epsteins komust í hámæli. Eyjan hefur verið uppnefnd Svall­ eyjan, Barnaníðseyjan og Eyja syndanna. Bloomberg greinir frá því að sjálfur hafi Epstein viljað kallað eyjuna Little St. Jeff’s. Þó að umtal um eyjuna alræmdu hafi að mestu verið byggt á orðrómi undanfarin ár verður að teljast lík­ legt að frekara ljósi verði varpað á staðreyndir málsins á næstunni, en á mánudag réðust tugir alríkislög­ reglumanna inn á heimili Epsteins á eyjunni til þess að af la sér frek­ ari gagna um þær alvarlegu sakir sem bornar hafa verið á hann og samverkafólk hans, meðal ann­ ars Ghislaine Maxwell. Sú er talin hafa sigtað út ungar stúlkur sem hún seldi svo mansali. Maxwell er dóttir Ians Roberts Maxwell sem var um tíma þingmaður og fyrir­ ferðarmikill í bresku viðskipta­ lífi, en eftir dauða hans kom í ljós að veldið var byggt á sandi. Hann hafði stolið hundruðum milljóna punda úr rekstrinum og veldið hrundi skömmu eftir dauða hans, þrátt fyrir tilraunir barna hans til að endurreisa viðskiptaveldi föður síns. Yngstu tólf ára Samkvæmt heimildum Miami Herald raðaði Epstein í kringum sig dyggum samstarfsfélögum á eyjunni sem seldu stúlkur mansali, þær yngstu sem vitað er um um 12 ára aldur, til vændiskaupenda. Þeim stúlkum og konum sem stigið hafa fram og sagst fórnar­ lömb Epsteins og félaga á eyjunni illræmdu ber saman um að þær hafi verið þvingaðar til kynferðislegra athafna og í sumum tilvikum hald­ ið í gíslingu. Sarah Ransome, sem hefur sakað Epstein um að þvinga sig til samræðis við frægan lög­ mann, Alan Dershowitz, þegar hún var á tvítugsaldri, lýsti því að hafa reynt að f lýja af eyjunni með því að synda á brott. Hún lýsti því að hópur manna, þar á meðal Epstein og Maxwell, hefði fundið hana og komið henni fyrir á eyjunni á ný. Hún lýsti því hvernig þau tóku af henni vegabréfið til að aftra henni för. Fleiri stúlkur hafa lýst sambæri­ legri framkomu af hálfu Epsteins og félaga. Enn fleiri stúlkur og starfsmenn í kringum þá ólöglegu og óhugnan­ legu starfsemi sem fram fór á eyj­ unni hafa lýst því að vegabréf hafi verið gerð upptæk og lýst því að fjöldi stúlkna undir lögaldri hafi gengið um eyjuna fáklæddur. Dershowitz er þekktastur fyrir að hafa verið hluti lögfræðiteymis O.J. Simpson, þegar sá síðarnefndi var sýknaður eftir að hafa verið gefið að sök að hafa myrt fyrrverandi eigin­ konu sína og vin hennar. Lifði í vellystingum í afplánun At v innumálaráðher ra Banda­ ríkjanna, Alex Acosta, sagði emb­ ætti sínu lausu á dögunum vegna tengsla við mál Epsteins, en hann starfaði sem saksóknari í Flórída þegar Epstein var til rannsóknar hjá alríkislögreglunni fyrir rúmum ára­ tug vegna ásakana um kynferðis­ 1953 | 20. janúar n Fæddur í Brooklyn í New York. 1969 – 1971 n Epstein leggur stund á eðlis­ fræði í Cooper Union á Man­ hattan og hefur seinna nám í Courant Institute. Hann flosnar upp úr námi. 1973 – 1975 n Epstein kennir eðlisfræði og stærðfræði í Dalton School á Manhattan. Þar kemst hann í kynni við föður nemanda síns sem er vel tengdur á Wall Street og gefur honum ráð til fram­ gangs í starfi. 1976 n Epstein fær starf hjá verð­ bréfafyrirtækinu Bear Stearns. Það líða nokkur ár þar til hann er orðinn einn eigenda. 1981 n Epstein er gert að hætta hjá hjá Bear Stearns. Hann stofnar fjárfestingarsjóð sem sérhæfir sig í þjónustu við milljarðamær­ inga. Hann krækir í viðskiptavini á borð við Les Wexner, auðkýf­ inginn sem á Victoria’s Secret. 1992 n Epstein hagnast vel, lifir hátt og stundar skemmtanalífið grimmt með sumum valda­ mestu og ríkustu mönnum heims. Meðal annars Bill Gates, Trump, Andrew Bretaprins og Woody Allen. 2002 n Donald Trump um Epstein: „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur. Það er rosa­ lega gaman að verja tíma með honum. Það er meira að segja sagt að hann sé jafngefinn fyrir fallegar konur og ég er. Og að margar þeirra séu í yngri kantinum.“ 2005 | Mars n Fjórtán ára stúlka og foreldrar hennar tilkynna að Epstein hafi níðst á henni á setri sínu á Palm Beach. Epstein lokkaði stúlkuna til sín og greiddi henni 300 dollara fyrir að klæða sig úr og nudda hann. 2005-2006 n Leynileg lögreglurannsókn stendur yfir í 11 mánuði og leiddi í ljós að Epstein hefði brot á stúlkum undir lögaldri og gruns um mansal. Acosta hafði milligöngu um samning sem gerður var við Epstein í leyni. Þannig var samið um að Epstein sæti inni í 13 mán­ uði fyrir minni brot og í staðinn var rannsókn á málum hans hætt. Epstein átti yfir höfði sér lífstíðar­ fangelsi á þessum tíma. Á meðan lögfræðiteymi Epsteins vann að samningnum var auðjöfurinn hins vegar önnum kafinn við að gera upp eignir sínar á eyjunni. Á þessum tíma byggði hann heilsu­ lind, nýtt eldhús, tvö gestaherbergi og stofu sem leiddi niður kjallara inn á eins konar leiksvið á setri hans á Svalleyjunni. Stórir leikmenn hjá Epstein Virginia Roberts, ein þeirra sem saka Epstein um að hafa haldið sér föngnum, sagði lögmönnum sínum í viðtali árið 2011 að hún hefði séð fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, á gangi með tveimur ungum stúlk­ um á eyjunni. Clinton hefur neitað ásökununum og kveðst aldrei hafa stigið fæti á eyjuna. Það er hins vegar óumdeilt að Bill Clinton var vinur Epsteins, f laug oft með lúxusþotu hans og heimsótti hann til Little St. James eyjunnar. Ásakanir gegn Andrew Breta­ prins er að finna í skjölum vegna málsóknar á hendur Epstein. Einn þolenda Epsteins greindi frá því fyrir dómi að Epstein hefði haldið sér sem kynlífsþræl á árunum 1999 til 2002 og lánað sig út til valda­ mikilla manna, meðal annars breska prinsins. Þá hefur komið í ljós að Epstein lánaði fyrrverandi eiginkonu Andrews, Söruh Ferguson, 24.000 pund til að greiða upp skuldir sínar. Donald Trump, forseti Banda­ ríkjanna, er nágranni hans á Palm Beach. Hann flaug eins og margir í einkaþotu Epsteins og hefur verið orðaður við heimsóknir til eyjunnar. Samsæriskenningarnar Epstein var 66 ára gamall þegar hann fannst látinn í klefa sínum í Metropolitan­fangelsinu á Man­ hattan. Hann horfði fram á langan dóm og að mæta þolendum sínum í réttarsal undir smásjá alheims­ pressunnar. Hann var meðvitaður um að hann myndi í þetta sinn ekki njóta forréttinda. Af þeim sökum er talið líklegt að hann hafi fyrirfarið sér. Það voru lögfræðingar Epsteins sem báðu um að hann yrði tekinn af sjálfsmorðsvakt í fangelsinu. Og það þrátt fyrir að hann fáeinum vikum áður hefði misst meðvitund í klefanum og þá með áverka á hálsi. Margar samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós í kjölfar dauða Epsteins og þær spretta úr frjóum jarðvegi enda slapp hann vel frá fyrri brotum sínum. Þá vekur það spurningar hvers vegna ekki var nægjanlegt eftirlit með Epstein daginn sem hann lést. Fangaverðirnir sem gættu hans hafa verið reknir og fangelsis­ stjórinn færður til í starfi. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, sagði stuttu eftir andlát Epsteins að það væri „aðeins of heppilegt“ fyrir ákveðna einstaklinga að hann væri látinn. Hann gæti ekki lengur ljóstrað því upp hverjum hann hefði veitt aðgang að stúlkunum sem hann níddist á. „Það sem mörg okkar vilja vita er, hvað viss­ um við í raun og veru mikið?“ sagði borgar­ stjórinn við fjölmiðla í Bandaríkjunum. „Hversu margir aðrir milljarða­ mæringar tóku þátt í ólög­ legri starfsemi hans? Þær upp­ lýsingar dóu ekki með Jeffrey Epstein. Það þarf að rannsaka þetta nánar.“ Níddist á brotnum stúlkum Milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein braut kyn- ferðislega á fjölda unglings- stúlkna um árabil; hélt kyn- lífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. með skipulegum hætti tælt til sín stúlkur og greitt þeim fyrir kynferðislegar athafnir. Fimm brotaþolar yfirheyrðir og 12 vitni. Gögn á heimili Epsteins sýndu að hann vissi að stúlk­ urnar voru undir lögaldri. 2006 | Maí n Epstein og tveir aðstoðar­ menn hans kærðir fyrir fjölda brota gegn börnum. 2006 | Júní n Alexander Acosta fær mál Epsteins á sitt borð sem saksóknari í Flórída. Ákæran, rúmlega 50 blaðsíður, er ítarleg og vel rökstudd. Samt féllst Acosta á málamiðlun sem kom í veg fyrir frekari rannsókn. Hann sleppti Epstein með 13 mánaða fangelsi. 2007 n Dóminn afplánaði hann að mestu leyti utan fangelsismúr­ anna. Hann skilaði sér í fang­ elsið á kvöldin til að sofa. Og það þrátt fyrir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot gagn­ vart nærri 40 stúlkum. Játning Epsteins hljóðaði eingöngu upp á að hafa haft milligöngu um kaup á vændi þrátt fyrir að ekki væri um vændi að ræða, heldur kynferðisbrot á börnum. 2018 | 28. nóvember n Julie K. Brown, blaðamaður hjá Miami Herald, birtir ítarlega grein um játningasamninginn sem Acosta gerði við Epstein. Og ræðir við þolendur hans. 2019 | 6. júlí n Epstein handtekinn vegna gruns um mansal. 2019 | 8. júlí n Ákæra á hendur honum gerð opinber. Ep­ stein neitar öllum ásökunum. 2019 | 12. júlí n Alex Acosta, þá orðinn atvinnumálaráðherra Banda­ ríkjanna, segir af sér embætti vegna málsins. 2019 | 18. júlí n Epstein synjað um lausn gegn tryggingu. 2019 | 23. júlí n Epstein finnst meðvitundar­ laus með áverka á hálsi í fangaklefa sínum. 2019 | 10. ágúst n Epstein finnst látinn í klefa sínum. Fangi sem deildi með honum klefanum var fjarlægður nokkrum tímum áður. Fangaverðir greina frá því að hafa ekki litið eftir Epstein fyrir andlát hans þrátt fyrir að eftirlits á hálf­ tíma fresti væri krafist samkvæmt reglum fangelsisins. 2019 | 11. ágúst n Lík Epsteins krufið, réttarmeina­ fræðingar geta ekki skorið úr um hvort um sjálfsvíg hafi verið að ræða. William Barr, dóms­ málaráðherra Banda ríkj anna, segir að dauði Epsteins veki spurningar sem verði að svara og því hafi ráðuneytið ákveðið að hefja rannsókn, samhliða rannsókn alríkislögreglunnar. 2019 | 13. ágúst n Tugir alríkislögreglumanna fara á heimili Epsteins á Little St. James eyju til að afla gagna. Aðgerðin er talin merki um að rann sókn á meint­ um man sals brot um Ep steins verði ekki hætt. Hins vegar hefur blaðamaður Miami Herald sagt óskiljanlegt hversu seint alríkislög­ reglan lagði hald á gögn á eyjunni. Líklegt sé að lítið hafi fundist á eyjunni þess vegna. 2019 | 14.ágúst n Tveir fanga­ verðir reknir úr starfi eftir að Epstein lést í klefa sínum á þeirra vakt. H ei m ild ir : N ew Y or k M ag az in e, M ia m i H er al d, T od ay .c om Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 9 -9 7 D 8 2 3 9 9 -9 6 9 C 2 3 9 9 -9 5 6 0 2 3 9 9 -9 4 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.